Enski boltinn

Blackpool kaupir Daníel

Anton Ingi Leifsson skrifar
Daníel Leó fór ungur til Aalesund í Noregi frá Grindavík.
Daníel Leó fór ungur til Aalesund í Noregi frá Grindavík. vísir/vilhelm

Enska C-deildarliðið Blackpool hefur keypt varnarmanninn Daníel Leó Grétarsson frá Álasundi í Noregi.

Grindvíkingurinn hefur verið í raðir norska félagsins frá árinu 2015 og hefur leikið yfir hundrað leiki í norska boltanum.

Hann á einnig að baki A-landsleik en hann spilaði í æfingaleik gegn Kanada í janúarmánuði á síðasta ári.

„Ég er spenntur að ganga í raðir Blackpool. Enski fótboltinn er stór á Íslandi og þetta er eitt besta land í heimi að spila fótbolta í,“ sagði Daníel Leó.

„Ég man eftir Blackpool í ensku úrvalsdeildinni fyrir tíu árum síðan og það var sérstakt að horfa á það.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×