Markaskorari Blika vildi ekki gangast við því að titillinn væri í höfn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. október 2020 19:47 Agla María fagnar markinu sem reyndist sigurmark leiksins. Vísir/Hulda Margrét Agla María Albertsdóttir skoraði sigurmark Breiðabliks er liðið vann Val í óopinberum úrslitaleik Pepsi Max deildar kvenna að Hlíðarenda í dag. Lokatölur 0-1 en þetta var fyrsti sigur Blika á heimavelli Vals í dágóðan tíma. Agla María kom í viðtal til Helenu Ólafsdóttur og sérfræðinga Pepsi Max Markanna að leik loknum. „Ég fékk rosalega mikinn tíma til að athafna mig og þess vegna held ég að þetta hafi legið inni,“ sagði Agla María um markið sem sjá hér að neðan. Það er ljóst að @blikar_is eru komnar í bílastjórasætið í @pepsimaxdeildin eftir 1-0 sigur á @Valurfotbolti að Hlíðarenda í kvöld! Sigurmark kvöldsins gerði Agla María Albertsdóttir og það má sjá hér að neðan! pic.twitter.com/PrAnB3qVLT— Stöð 2 Sport (@St2Sport) October 3, 2020 „Nei við viljum alls ekki segja það. Það er alltaf hægt að misstíga sig og ef maður er farinn að segja eitthvað svona þá er maður ekki í góðum málum,“ sagði Agla María aðspurð hvort þetta væri ekki einfaldlega komið og bikarinn á leiðinni í Kópavoginn. „Já algjörlega, það eru mismunandi styrkleikar í liðinu og svo er búið að vera mikil athygli á okkur sóknarmönnunum en það má ekki gleyma hlut varnarmannana í liðinu. Andrea [Rán Snæfeld Hauksdóttir] er búin að spila frábærlega, Kristín [Dís Árnadóttir] og Heiðdís [Lillýardóttir] búnar að halda vörninni saman gjörsamlega. Erum bara búnar að fá á okkur þrjú mörk,“ svaraði Agla María þegar Helena spurði hvort liðið væri samstíga. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, annar af sérfræðingum Pepsi Max Markanna, í dag spurði Öglu Maríu hvort það hefði verið stress í Blikaliðinu í upphafi leiks. „Það var voða mikið stress enda mjög mikið undir. Ef við hefðum tapað þessum leik þá eru þær komnar fram úr okkur svo ég held það hafi bara verið það,“ sagði Agla María og var spurð í kjölfarið hvort aldurinn spilaði inn í en meðalaldur Blika var 22.8 ára í dag. „Ég veit það ekki, við erum með það mikla reynslu innan liðsins þrátt fyrir að við séum ungar. Við höfum allar spilað í efstu deild í nokkur ár. Ég held að við séum alveg ágætlega settar með reynslu og svo erum við með reynslubolta í Rakel [Hönnudóttur] og Sonný [Láru Þráinsdóttur].“ Var markmiðið alltaf að vinna mótið eftir að lenda í öðru sæti í fyrra? „Já það var alltaf skýrt. Þetta var mjög mikið svekkelsi í fyrra. Sérstaklega eftir að tapa aldrei leik, bara að gera jafntefli. Ég held að hópurinn sé einbeittur á að ná Íslandsmeistaratitlinum í ár,“ sagði Agla María að lokum áður en hún hélt inn í klefa að fagna. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-1 | Agla María tryggði Blikum sigur í „úrslitaleik Íslandsmótsins“ Breiðablik vann Val í óopinberum úrslitaleik Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu. Agla María Albertsdóttir skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik og tryggði Blikum þar með dýrmætan sigur. 3. október 2020 18:50 Hallbera: Held að Blikarnir séu orðnir Íslandsmeistarar Fyrirliði Vals segir að Breiðablik muni væntanlega enda á toppi Pepsi Max-deildar kvenna. 3. október 2020 19:32 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjá meira
Agla María Albertsdóttir skoraði sigurmark Breiðabliks er liðið vann Val í óopinberum úrslitaleik Pepsi Max deildar kvenna að Hlíðarenda í dag. Lokatölur 0-1 en þetta var fyrsti sigur Blika á heimavelli Vals í dágóðan tíma. Agla María kom í viðtal til Helenu Ólafsdóttur og sérfræðinga Pepsi Max Markanna að leik loknum. „Ég fékk rosalega mikinn tíma til að athafna mig og þess vegna held ég að þetta hafi legið inni,“ sagði Agla María um markið sem sjá hér að neðan. Það er ljóst að @blikar_is eru komnar í bílastjórasætið í @pepsimaxdeildin eftir 1-0 sigur á @Valurfotbolti að Hlíðarenda í kvöld! Sigurmark kvöldsins gerði Agla María Albertsdóttir og það má sjá hér að neðan! pic.twitter.com/PrAnB3qVLT— Stöð 2 Sport (@St2Sport) October 3, 2020 „Nei við viljum alls ekki segja það. Það er alltaf hægt að misstíga sig og ef maður er farinn að segja eitthvað svona þá er maður ekki í góðum málum,“ sagði Agla María aðspurð hvort þetta væri ekki einfaldlega komið og bikarinn á leiðinni í Kópavoginn. „Já algjörlega, það eru mismunandi styrkleikar í liðinu og svo er búið að vera mikil athygli á okkur sóknarmönnunum en það má ekki gleyma hlut varnarmannana í liðinu. Andrea [Rán Snæfeld Hauksdóttir] er búin að spila frábærlega, Kristín [Dís Árnadóttir] og Heiðdís [Lillýardóttir] búnar að halda vörninni saman gjörsamlega. Erum bara búnar að fá á okkur þrjú mörk,“ svaraði Agla María þegar Helena spurði hvort liðið væri samstíga. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, annar af sérfræðingum Pepsi Max Markanna, í dag spurði Öglu Maríu hvort það hefði verið stress í Blikaliðinu í upphafi leiks. „Það var voða mikið stress enda mjög mikið undir. Ef við hefðum tapað þessum leik þá eru þær komnar fram úr okkur svo ég held það hafi bara verið það,“ sagði Agla María og var spurð í kjölfarið hvort aldurinn spilaði inn í en meðalaldur Blika var 22.8 ára í dag. „Ég veit það ekki, við erum með það mikla reynslu innan liðsins þrátt fyrir að við séum ungar. Við höfum allar spilað í efstu deild í nokkur ár. Ég held að við séum alveg ágætlega settar með reynslu og svo erum við með reynslubolta í Rakel [Hönnudóttur] og Sonný [Láru Þráinsdóttur].“ Var markmiðið alltaf að vinna mótið eftir að lenda í öðru sæti í fyrra? „Já það var alltaf skýrt. Þetta var mjög mikið svekkelsi í fyrra. Sérstaklega eftir að tapa aldrei leik, bara að gera jafntefli. Ég held að hópurinn sé einbeittur á að ná Íslandsmeistaratitlinum í ár,“ sagði Agla María að lokum áður en hún hélt inn í klefa að fagna.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-1 | Agla María tryggði Blikum sigur í „úrslitaleik Íslandsmótsins“ Breiðablik vann Val í óopinberum úrslitaleik Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu. Agla María Albertsdóttir skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik og tryggði Blikum þar með dýrmætan sigur. 3. október 2020 18:50 Hallbera: Held að Blikarnir séu orðnir Íslandsmeistarar Fyrirliði Vals segir að Breiðablik muni væntanlega enda á toppi Pepsi Max-deildar kvenna. 3. október 2020 19:32 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-1 | Agla María tryggði Blikum sigur í „úrslitaleik Íslandsmótsins“ Breiðablik vann Val í óopinberum úrslitaleik Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu. Agla María Albertsdóttir skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik og tryggði Blikum þar með dýrmætan sigur. 3. október 2020 18:50
Hallbera: Held að Blikarnir séu orðnir Íslandsmeistarar Fyrirliði Vals segir að Breiðablik muni væntanlega enda á toppi Pepsi Max-deildar kvenna. 3. október 2020 19:32