Indverjar í miklum erfiðleikum vegna Covid Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2020 08:52 Um milljón manns fer í próf á degi hverjum á Indlandi og greinast yfirleitt tiltölulega fáir, hlutfallslega séð. AP/R S Iyer Tala látinna vegna Covid-19 á Indlandi er nú komin yfir hundrað þúsund. Ekkert útlit er fyrir að lát verði þar á á næstunni því nýja kórónuveiran er enn í mikilli dreifingu. Í heildina hafa nú 100.842 dáið, samkvæmt opinberum tölum, og 6,47 milljónir hafa smitast. Fjöldi þeirra sem greindust smitaðir á milli daga var 79.476 og hvergi fjölgar smituðum hraðar í heiminum. Ríkisstjórn Narendra Modi, forsætisráðherra, stefnir þó enn að því að fella niður takmarkanir. Til marks um það var opnun skóla og kvikmyndahúsa leyfð á nýjan leik í vikunni. Gripið var til harðra aðgerða í mars og stendur ríkisstjórnin frammi fyrir versnandi efnahagsaðstæðum. Á síðasta ársfjórðungi hafði hagkerfi landsins dregist saman um 24 prósent, borið saman við síðasta ársfjórðung í fyrra. Um milljón manns fer í próf á degi hverjum á Indlandi og greinast yfirleitt tiltölulega fáir, hlutfallslega séð. AFP fréttaveitan segir þó vísbendingar um að nýleg rannsókn sýni fram á að mögulega hafi rúmlega 60 milljónir manna smitast af Covid-19, sem er tíu sinnum meira en opinberar tölur segja til um. Opinberar dánartölur frá Indlandi hafa sömuleiðis verið dregnar í efa, samkvæmt frétt Reuters. Sérstaklega með tilliti til þess að hlutfall þeirra sem hafa dáið er mun lægra á Indlandi en í Bandaríkjunum og Brasilíu. Tæplega helmingur allra dauðsfalla í heiminum hefur átt sér stað í þessum þremur ríkjum. Indverskur sérfræðingur sagði mögulegt að tölurnar væru ekki réttar. Jafnvel án faraldurs væru mörg dauðsföll rangt skráð hjá hinu opinbera. Hann sagði þó að tiltölulega lágur meðalaldur Indverja gæti útskýrt lítið dánarhlutfall þar í landi að einhverju leyti. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skráð dauðsföll vegna Covid-19 komin yfir eina milljón Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum sem riðið hefur yfir heimsbyggðina síðustu mánuði er nú komin yfir eina milljón. 29. september 2020 06:37 Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Tala látinna vegna Covid-19 á Indlandi er nú komin yfir hundrað þúsund. Ekkert útlit er fyrir að lát verði þar á á næstunni því nýja kórónuveiran er enn í mikilli dreifingu. Í heildina hafa nú 100.842 dáið, samkvæmt opinberum tölum, og 6,47 milljónir hafa smitast. Fjöldi þeirra sem greindust smitaðir á milli daga var 79.476 og hvergi fjölgar smituðum hraðar í heiminum. Ríkisstjórn Narendra Modi, forsætisráðherra, stefnir þó enn að því að fella niður takmarkanir. Til marks um það var opnun skóla og kvikmyndahúsa leyfð á nýjan leik í vikunni. Gripið var til harðra aðgerða í mars og stendur ríkisstjórnin frammi fyrir versnandi efnahagsaðstæðum. Á síðasta ársfjórðungi hafði hagkerfi landsins dregist saman um 24 prósent, borið saman við síðasta ársfjórðung í fyrra. Um milljón manns fer í próf á degi hverjum á Indlandi og greinast yfirleitt tiltölulega fáir, hlutfallslega séð. AFP fréttaveitan segir þó vísbendingar um að nýleg rannsókn sýni fram á að mögulega hafi rúmlega 60 milljónir manna smitast af Covid-19, sem er tíu sinnum meira en opinberar tölur segja til um. Opinberar dánartölur frá Indlandi hafa sömuleiðis verið dregnar í efa, samkvæmt frétt Reuters. Sérstaklega með tilliti til þess að hlutfall þeirra sem hafa dáið er mun lægra á Indlandi en í Bandaríkjunum og Brasilíu. Tæplega helmingur allra dauðsfalla í heiminum hefur átt sér stað í þessum þremur ríkjum. Indverskur sérfræðingur sagði mögulegt að tölurnar væru ekki réttar. Jafnvel án faraldurs væru mörg dauðsföll rangt skráð hjá hinu opinbera. Hann sagði þó að tiltölulega lágur meðalaldur Indverja gæti útskýrt lítið dánarhlutfall þar í landi að einhverju leyti.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skráð dauðsföll vegna Covid-19 komin yfir eina milljón Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum sem riðið hefur yfir heimsbyggðina síðustu mánuði er nú komin yfir eina milljón. 29. september 2020 06:37 Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Skráð dauðsföll vegna Covid-19 komin yfir eina milljón Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum sem riðið hefur yfir heimsbyggðina síðustu mánuði er nú komin yfir eina milljón. 29. september 2020 06:37
Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11