Enski boltinn

Fá rúmar 23 milljónir punda fyrir mann sem komst vart í hóp

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Chris Wilder, þjálfari Sheffield United, og Rhian Brewster.
Chris Wilder, þjálfari Sheffield United, og Rhian Brewster. Sheffield United

Englandsmeistarar Liverpool hafa selt hinn unga Rhian Brewster til Sheffield United á 23.5 milljónir punda. Er hann sjöundi leikmaðurinn sem Sheffield fær til sín frá því að síðasta tímabili lauk.

Hinn tvítugi Brewster er dýrasti leikmaður í sögu Sheffield sem er athyglisvert fyrir þær sakir að hann tók aðeins þátt í fjórum leikjum með aðalliði Liverpool. Hann skrifar undir fimm ára samning við Sheffield.

Brewster lék með Swansea City í ensku B-deildinni á síðari hluta síðasta tímabils og skoraði tíu mörk í 20 leikjum. Eflaust hefur frammistaða hans þar sannfært Chris Wilder um að hann myndi bæta lið Sheffield sem hefur hafið tímabilið vægast sagt illa.

Liðið hefur tapað öllum þremur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð. Ekki er næsti leikur auðveldur en liðið heimsækir Arsenal á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×