Íslenski boltinn

Rúnar framlengir við Íslandsmeistarana til 2023

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rúnar stýrði KR til sigurs í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu síðasta sumar. Það var þeirra 27. Íslandsmeistaratitill.
Rúnar stýrði KR til sigurs í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu síðasta sumar. Það var þeirra 27. Íslandsmeistaratitill. Vísir/Bára

Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR í knattspyrnu, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2023.

Eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar með mesta mun sem sést hefur í 12 liða deild sumarið 2019 þá hefur ekki gengið sem skyldi í sumar. KR treystir hins vegar Rúnari fyrir því að stýra liðinu aftur á rétta braut enda talar ferilskrá hans sínu máli.

KR tilkynnti þetta á vef sínum fyrr í dag.

Rúnar tók fyrst við KR liðinu sumarið 2010 og þjálfaði liðið til 2014 áður en hann hélt í víking til Noregs og Belgíu. Þar þjálfaði hann Lilleström og Lokeren áður en hann snéri aftur í Vesturbæinn árið 2018.

Undir hans stjórn hefur KR þrívegis orðið Íslandsmeistari ásamt því að hafa þrívegis orðið bikarmeistari. Þá er hann eini þjálfarinn á þessari öld sem hefur gert lið að Íslands- og bikarmeisturum á sömu leiktíð en KR vann tvöfalt sumarið 2011.

KR mætir Víking Reykjavík á Heimavelli Hamingjunnar í Fossvogi í Pepsi Max deild karla í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.15.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.