Víkingar enduðu átta inn á vellinum í síðasta KR-leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2020 13:31 Það hafa verið læti í leikjum Víkinga og KR-inga. Vísir/Hag Víkingar taka á móti KR í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld en það eru örugglega margir sem muna eftir látunum í fyrri leik liðanna fyrir 89 dögum. KR vann 2-0 sigur á Víkingi í fjórðu umferðinni en leikurinn fór fram 4. júlí á Meistaravöllum. KR skoraði fyrra markið á 58. mínútu en þá voru Víkingar orðnir manni færri. Seinna markið kom síðan ekki fyrr en á 87. mínútu en þá voru Víkingar átta inn á vellinum á móti ellefu KR-ingum. Kári Árnason fékk rautt spjald á 27. mínútu, Sölvi Geir Ottesen fékk rautt spjald á 77. mínútu og Halldór Smári Sigurðsson fékk síðan rauða spjaldið á 85. mínútu. Helgi Mikael Jónasson dómari sýndi Víkingum enga miskunn og varð fyrsti dómarinn í tólf ár til að reka þrjá leikmenn af velli úr sama liði. Garðar Örn Hinriksson rak Grindvíkingana Marinko Skaricic, Zoran Stamenic og Scott Mckenna Ramsay útaf í rautt spjald í leik á móti Fram 8. júní 2008 og þjálfarinn Milan Stefán Jankovic og forráðamaðurinn Ingvar Guðjónsson fengu þá líka rautt. Helgi Mikael rak enga starfsmenn Víkinga af velli en tveir þeirra fengu gult spjald fyrir kröftug mótmæli. Víkingar fengu líka 17.500 króna sekt vegna þrettán refsistiga sem þeir fengu í leiknum. Kári og Halldór Smári fengu báðir einn leik í bann en Sölvi Geir Ottesen fékk þriggja leikja bann fyrir ofsalega framkomu eins og segir í niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar. KR-ingar eru búnir að vinna fjóra deildarleiki í röð á móti Víkingum eða allt frá því að Víkingum tókst að vinna 1-0 á KR-vellinum 1. júlí 2018. Víkingar hafa aftur á móti ekki unnið KR-inga í Víkinni í meira en fjögur ár eða síðan 25. júlí 2016. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun um fyrsta rauða spjald Víkinga í Pepsi Max Tilþrifunum. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
Víkingar taka á móti KR í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld en það eru örugglega margir sem muna eftir látunum í fyrri leik liðanna fyrir 89 dögum. KR vann 2-0 sigur á Víkingi í fjórðu umferðinni en leikurinn fór fram 4. júlí á Meistaravöllum. KR skoraði fyrra markið á 58. mínútu en þá voru Víkingar orðnir manni færri. Seinna markið kom síðan ekki fyrr en á 87. mínútu en þá voru Víkingar átta inn á vellinum á móti ellefu KR-ingum. Kári Árnason fékk rautt spjald á 27. mínútu, Sölvi Geir Ottesen fékk rautt spjald á 77. mínútu og Halldór Smári Sigurðsson fékk síðan rauða spjaldið á 85. mínútu. Helgi Mikael Jónasson dómari sýndi Víkingum enga miskunn og varð fyrsti dómarinn í tólf ár til að reka þrjá leikmenn af velli úr sama liði. Garðar Örn Hinriksson rak Grindvíkingana Marinko Skaricic, Zoran Stamenic og Scott Mckenna Ramsay útaf í rautt spjald í leik á móti Fram 8. júní 2008 og þjálfarinn Milan Stefán Jankovic og forráðamaðurinn Ingvar Guðjónsson fengu þá líka rautt. Helgi Mikael rak enga starfsmenn Víkinga af velli en tveir þeirra fengu gult spjald fyrir kröftug mótmæli. Víkingar fengu líka 17.500 króna sekt vegna þrettán refsistiga sem þeir fengu í leiknum. Kári og Halldór Smári fengu báðir einn leik í bann en Sölvi Geir Ottesen fékk þriggja leikja bann fyrir ofsalega framkomu eins og segir í niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar. KR-ingar eru búnir að vinna fjóra deildarleiki í röð á móti Víkingum eða allt frá því að Víkingum tókst að vinna 1-0 á KR-vellinum 1. júlí 2018. Víkingar hafa aftur á móti ekki unnið KR-inga í Víkinni í meira en fjögur ár eða síðan 25. júlí 2016. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun um fyrsta rauða spjald Víkinga í Pepsi Max Tilþrifunum.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira