Víkingar enduðu átta inn á vellinum í síðasta KR-leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2020 13:31 Það hafa verið læti í leikjum Víkinga og KR-inga. Vísir/Hag Víkingar taka á móti KR í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld en það eru örugglega margir sem muna eftir látunum í fyrri leik liðanna fyrir 89 dögum. KR vann 2-0 sigur á Víkingi í fjórðu umferðinni en leikurinn fór fram 4. júlí á Meistaravöllum. KR skoraði fyrra markið á 58. mínútu en þá voru Víkingar orðnir manni færri. Seinna markið kom síðan ekki fyrr en á 87. mínútu en þá voru Víkingar átta inn á vellinum á móti ellefu KR-ingum. Kári Árnason fékk rautt spjald á 27. mínútu, Sölvi Geir Ottesen fékk rautt spjald á 77. mínútu og Halldór Smári Sigurðsson fékk síðan rauða spjaldið á 85. mínútu. Helgi Mikael Jónasson dómari sýndi Víkingum enga miskunn og varð fyrsti dómarinn í tólf ár til að reka þrjá leikmenn af velli úr sama liði. Garðar Örn Hinriksson rak Grindvíkingana Marinko Skaricic, Zoran Stamenic og Scott Mckenna Ramsay útaf í rautt spjald í leik á móti Fram 8. júní 2008 og þjálfarinn Milan Stefán Jankovic og forráðamaðurinn Ingvar Guðjónsson fengu þá líka rautt. Helgi Mikael rak enga starfsmenn Víkinga af velli en tveir þeirra fengu gult spjald fyrir kröftug mótmæli. Víkingar fengu líka 17.500 króna sekt vegna þrettán refsistiga sem þeir fengu í leiknum. Kári og Halldór Smári fengu báðir einn leik í bann en Sölvi Geir Ottesen fékk þriggja leikja bann fyrir ofsalega framkomu eins og segir í niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar. KR-ingar eru búnir að vinna fjóra deildarleiki í röð á móti Víkingum eða allt frá því að Víkingum tókst að vinna 1-0 á KR-vellinum 1. júlí 2018. Víkingar hafa aftur á móti ekki unnið KR-inga í Víkinni í meira en fjögur ár eða síðan 25. júlí 2016. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun um fyrsta rauða spjald Víkinga í Pepsi Max Tilþrifunum. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Víkingar taka á móti KR í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld en það eru örugglega margir sem muna eftir látunum í fyrri leik liðanna fyrir 89 dögum. KR vann 2-0 sigur á Víkingi í fjórðu umferðinni en leikurinn fór fram 4. júlí á Meistaravöllum. KR skoraði fyrra markið á 58. mínútu en þá voru Víkingar orðnir manni færri. Seinna markið kom síðan ekki fyrr en á 87. mínútu en þá voru Víkingar átta inn á vellinum á móti ellefu KR-ingum. Kári Árnason fékk rautt spjald á 27. mínútu, Sölvi Geir Ottesen fékk rautt spjald á 77. mínútu og Halldór Smári Sigurðsson fékk síðan rauða spjaldið á 85. mínútu. Helgi Mikael Jónasson dómari sýndi Víkingum enga miskunn og varð fyrsti dómarinn í tólf ár til að reka þrjá leikmenn af velli úr sama liði. Garðar Örn Hinriksson rak Grindvíkingana Marinko Skaricic, Zoran Stamenic og Scott Mckenna Ramsay útaf í rautt spjald í leik á móti Fram 8. júní 2008 og þjálfarinn Milan Stefán Jankovic og forráðamaðurinn Ingvar Guðjónsson fengu þá líka rautt. Helgi Mikael rak enga starfsmenn Víkinga af velli en tveir þeirra fengu gult spjald fyrir kröftug mótmæli. Víkingar fengu líka 17.500 króna sekt vegna þrettán refsistiga sem þeir fengu í leiknum. Kári og Halldór Smári fengu báðir einn leik í bann en Sölvi Geir Ottesen fékk þriggja leikja bann fyrir ofsalega framkomu eins og segir í niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar. KR-ingar eru búnir að vinna fjóra deildarleiki í röð á móti Víkingum eða allt frá því að Víkingum tókst að vinna 1-0 á KR-vellinum 1. júlí 2018. Víkingar hafa aftur á móti ekki unnið KR-inga í Víkinni í meira en fjögur ár eða síðan 25. júlí 2016. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun um fyrsta rauða spjald Víkinga í Pepsi Max Tilþrifunum.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira