Torres með sitt fyrsta mark fyrir City | Newcastle þurfti vítaspyrnukeppni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2020 20:05 Sterling fagnar með Torres er sá síðarnefndi skoraði sitt fyrsta mark fyrir Man City. Paul Ellis/Getty Images Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í enska deildarbikarnum er nú lokið. Manchester City og Newcastle United eru komin áfram í 8-liða úrslit. Man City vann öruggan 3-0 útisigur á Burnley á meðan Newcastle þurfti vítaspyrnukeppni gegn Newport County. Pep Guardiola gerði töluvert af breytingum á liði sínu fyrir leik kvöldsins en stillti samt sem áður upp mjög sterku liði. Enski landsliðsmaðurinn Raheem Sterling hóf leikinn sem fremsti maður og skoraði tvívegis. Eitt í fyrri hálfleik og hitt í þeim síðari. Ferran Torres skoraði svo sitt fyrsta mark fyrir félagið á 65. mínutu. Staðan þá 3-0 City í vil og þar við sat. Newcastle lenti í miklum vandræðum á útivelli gegn Newport County. Tristan Abrahams kom heimamönnum yfir eftir aðeins fimm mínútur og lengi vel virtist sem þeir væru að fara í 8-liða úrslit. Jonjo Shelvey jafnaði hins vegar metin á 87. mínútu leiksins og lokatölur 1-1. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni og þar höfðu Newcastle betur, 5-4. Newport brenndi af tveimur á meðan Joelinton brenndi af fyrir Newcastle en það kom ekki að sök. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Mount skúrkurinn er Tottenham fór áfram eftir vítaspyrnukeppni Tottenham lagði Chelsea í enska deildarbikarnum í kvöld eftir vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 en á meðan leikmenn Tottenham skoruðu úr öllum spyrnum sínum þá klúðraði Mason Mount fyrir Chelsea. 29. september 2020 20:55 „Jose var ekki glaður en náttúran kallaði“ Tottenham var 1-0 undir og skammt til leiksloka þegar Eric Dier þeysti inn til búningsklefa til að komast á klósettið, við litla hrifningu knattspyrnustjórans Jose Mourinho. 30. september 2020 08:00 Sjáðu Dier rjúka inn í klefa með Mourinho á hælunum Áhugavert atvik átti sér stað í leik Tottenham Hotspur og Chelsea í kvöld þegar Eric Dier virtist verða brátt í brók. Myndband af atvikinu má finna í fréttinni. 29. september 2020 20:42 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Sjá meira
Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í enska deildarbikarnum er nú lokið. Manchester City og Newcastle United eru komin áfram í 8-liða úrslit. Man City vann öruggan 3-0 útisigur á Burnley á meðan Newcastle þurfti vítaspyrnukeppni gegn Newport County. Pep Guardiola gerði töluvert af breytingum á liði sínu fyrir leik kvöldsins en stillti samt sem áður upp mjög sterku liði. Enski landsliðsmaðurinn Raheem Sterling hóf leikinn sem fremsti maður og skoraði tvívegis. Eitt í fyrri hálfleik og hitt í þeim síðari. Ferran Torres skoraði svo sitt fyrsta mark fyrir félagið á 65. mínutu. Staðan þá 3-0 City í vil og þar við sat. Newcastle lenti í miklum vandræðum á útivelli gegn Newport County. Tristan Abrahams kom heimamönnum yfir eftir aðeins fimm mínútur og lengi vel virtist sem þeir væru að fara í 8-liða úrslit. Jonjo Shelvey jafnaði hins vegar metin á 87. mínútu leiksins og lokatölur 1-1. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni og þar höfðu Newcastle betur, 5-4. Newport brenndi af tveimur á meðan Joelinton brenndi af fyrir Newcastle en það kom ekki að sök.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Mount skúrkurinn er Tottenham fór áfram eftir vítaspyrnukeppni Tottenham lagði Chelsea í enska deildarbikarnum í kvöld eftir vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 en á meðan leikmenn Tottenham skoruðu úr öllum spyrnum sínum þá klúðraði Mason Mount fyrir Chelsea. 29. september 2020 20:55 „Jose var ekki glaður en náttúran kallaði“ Tottenham var 1-0 undir og skammt til leiksloka þegar Eric Dier þeysti inn til búningsklefa til að komast á klósettið, við litla hrifningu knattspyrnustjórans Jose Mourinho. 30. september 2020 08:00 Sjáðu Dier rjúka inn í klefa með Mourinho á hælunum Áhugavert atvik átti sér stað í leik Tottenham Hotspur og Chelsea í kvöld þegar Eric Dier virtist verða brátt í brók. Myndband af atvikinu má finna í fréttinni. 29. september 2020 20:42 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Sjá meira
Mount skúrkurinn er Tottenham fór áfram eftir vítaspyrnukeppni Tottenham lagði Chelsea í enska deildarbikarnum í kvöld eftir vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 en á meðan leikmenn Tottenham skoruðu úr öllum spyrnum sínum þá klúðraði Mason Mount fyrir Chelsea. 29. september 2020 20:55
„Jose var ekki glaður en náttúran kallaði“ Tottenham var 1-0 undir og skammt til leiksloka þegar Eric Dier þeysti inn til búningsklefa til að komast á klósettið, við litla hrifningu knattspyrnustjórans Jose Mourinho. 30. september 2020 08:00
Sjáðu Dier rjúka inn í klefa með Mourinho á hælunum Áhugavert atvik átti sér stað í leik Tottenham Hotspur og Chelsea í kvöld þegar Eric Dier virtist verða brátt í brók. Myndband af atvikinu má finna í fréttinni. 29. september 2020 20:42