Keflavík með pálmann í höndunum | Draumurinn úti hjá Eyjamönnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2020 18:00 Keflavík er hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í Pepsi Max deild karla að ári. Vísir/Vilhelm Fjórum af sex leikjum dagsins í Lengjudeild karla í knattspyrnu er nú lokið. Topplið Keflavíkur steig risaskref í átt að sæti í Pepsi Max deildinni að ári með öruggum sigri á ÍBV. Að sama skapi eru vonir Eyjamanna litlar sem engar þó enn sé tölfræðilegur möguleiki á að liðið komist upp þá er hann ekki raunhæfur. Grindavík pakkaði Víking Ólafsvík saman á heimavelli, Fram gerði góða ferð á Ísafjörð þar sem liðið lagði heimamenn í Vestra og Þór Akureyri og Afturelding skildu jöfn. Karlalið Keflavíkur að feta í fótspor kvennaliðs félagsins Leikur Keflavíkur og ÍBV var aðeins sjö mínútna gamall þegar Davíð Snær Jóhannsson kom heimamönnum yfir. Joey Gibbs – markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar – fékk svo gullið tækifæri til að tvöfalda forystu heimamanna þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Keflavík fékk þá víti en Halldór Páll Geirsson – markvörður ÍBV – gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Gibbs sem og frákastaði. Gary John Martn jafnaði metin strax í næstu sókn en það eru þó skiptar skoðanir hvort boltinn hafi farið yfir línuna. Markið stóð hins vegar og staðan því 1-1 í hálfleik. Ari Steinn Guðmundsson kom Keflavík aftur yfir í upphafi síðari hálfleiks eftir sendingu Gibbs. Frans Elvarsson kom svo heimamönnum í 3-1 þegar 25 mínútur voru til leiksloka með marki af vítapunktinum. Keflavík sankaði að sér gulum spjöldum í dag, alls fengu þeir sjö gul spjöld í leiknum. Ari Steinn nældi í sitt annað á 78. mínútu og því þurftu heimamenn að klára leikinn með aðeins tíu manns á vellinum. Það kom ekki að sök og lokatölur 3-1 Keflavík í vil. Grindavík kláraði leikinn á fyrstu fimmtán Grindavík vann öruggan 3-0 sigur á Víking Ólafsvík þar sem Oddur Ingi Bjarnason – lánsmaður frá KR – var svo sannarlega í sviðsljósinu. Hann kom Grindavík yfir strax á 1. mínútu leiksins. Sigurður Bjartur Hallsson kom Grindavík í 2-0 á 12. mínútu leiksins og þremur mínútum síðar lagði Oddur Ingi upp mark fyrir Guðmund Magnússon. Staðan því orðin 3-0 þegar aðeins 15 mínútur voru liðnar og reyndust það lokatölur leiksins. Oddur átti þó eftir að koma við sögu í síðari hálfleik en þegar rúmur klukkutími var liðinn fékk hann sitt annað gula spjald og þar með rautt. Ólsarar náðu ekki að nýta sér það að vera manni fleiri og lauk leiknum með 3-0 sigri Grindavíkur. Þórir Guðjónsson skoraði bæði mörk Fram er liðið lagði Vestra 2-1 á útivelli en Nacho Gil minnkaði muninn fyrir heimamenn. Þá gerðu Þór Akureyri og Afturelding 1-1 jafntefli en bæði mörkin komu af vítapunktinum undir lok leiks. Jason Daði Svanþórsson kom Aftureldingu yfir en Alvaro Montejo jafnaði metin í uppbótartíma. Staðan í deildinni Keflavík er á toppi deildarinnar með 40 stig – ásamt því að eiga leik til góða á liðin fyrir neðan sig. Fram er þar fyrir neðan en það stefnir allt í að Leiknir Reykjavík taki af þeim 2. sætið þar sem þeir virðast ætla að landa öruggum sigri gegn nöfnum sínum frá Fáskrúðsfirði. Liðin eru þó jöfn að stigum en bæði eru með 39 stig. Grindavík er komið í 4. sæti með 32 stig en Eyjamenn sitja þar fyrir neðan með 30 stig. Þrátt fyrir 3-0 tap þurfa Víkingar frá Ólafsvík ekki mikið að stressa sig á að falla en þeir eru í 9. sæti, sjö stigum frá fallsæti sem stendur. Magni Grenivík heimsækir Þrótt Reykjavík í leik sem þeir verða nauðsynlega að vinna til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í Lengjudeildinni. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Keflavík ÍF ÍBV Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira
Fjórum af sex leikjum dagsins í Lengjudeild karla í knattspyrnu er nú lokið. Topplið Keflavíkur steig risaskref í átt að sæti í Pepsi Max deildinni að ári með öruggum sigri á ÍBV. Að sama skapi eru vonir Eyjamanna litlar sem engar þó enn sé tölfræðilegur möguleiki á að liðið komist upp þá er hann ekki raunhæfur. Grindavík pakkaði Víking Ólafsvík saman á heimavelli, Fram gerði góða ferð á Ísafjörð þar sem liðið lagði heimamenn í Vestra og Þór Akureyri og Afturelding skildu jöfn. Karlalið Keflavíkur að feta í fótspor kvennaliðs félagsins Leikur Keflavíkur og ÍBV var aðeins sjö mínútna gamall þegar Davíð Snær Jóhannsson kom heimamönnum yfir. Joey Gibbs – markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar – fékk svo gullið tækifæri til að tvöfalda forystu heimamanna þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Keflavík fékk þá víti en Halldór Páll Geirsson – markvörður ÍBV – gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Gibbs sem og frákastaði. Gary John Martn jafnaði metin strax í næstu sókn en það eru þó skiptar skoðanir hvort boltinn hafi farið yfir línuna. Markið stóð hins vegar og staðan því 1-1 í hálfleik. Ari Steinn Guðmundsson kom Keflavík aftur yfir í upphafi síðari hálfleiks eftir sendingu Gibbs. Frans Elvarsson kom svo heimamönnum í 3-1 þegar 25 mínútur voru til leiksloka með marki af vítapunktinum. Keflavík sankaði að sér gulum spjöldum í dag, alls fengu þeir sjö gul spjöld í leiknum. Ari Steinn nældi í sitt annað á 78. mínútu og því þurftu heimamenn að klára leikinn með aðeins tíu manns á vellinum. Það kom ekki að sök og lokatölur 3-1 Keflavík í vil. Grindavík kláraði leikinn á fyrstu fimmtán Grindavík vann öruggan 3-0 sigur á Víking Ólafsvík þar sem Oddur Ingi Bjarnason – lánsmaður frá KR – var svo sannarlega í sviðsljósinu. Hann kom Grindavík yfir strax á 1. mínútu leiksins. Sigurður Bjartur Hallsson kom Grindavík í 2-0 á 12. mínútu leiksins og þremur mínútum síðar lagði Oddur Ingi upp mark fyrir Guðmund Magnússon. Staðan því orðin 3-0 þegar aðeins 15 mínútur voru liðnar og reyndust það lokatölur leiksins. Oddur átti þó eftir að koma við sögu í síðari hálfleik en þegar rúmur klukkutími var liðinn fékk hann sitt annað gula spjald og þar með rautt. Ólsarar náðu ekki að nýta sér það að vera manni fleiri og lauk leiknum með 3-0 sigri Grindavíkur. Þórir Guðjónsson skoraði bæði mörk Fram er liðið lagði Vestra 2-1 á útivelli en Nacho Gil minnkaði muninn fyrir heimamenn. Þá gerðu Þór Akureyri og Afturelding 1-1 jafntefli en bæði mörkin komu af vítapunktinum undir lok leiks. Jason Daði Svanþórsson kom Aftureldingu yfir en Alvaro Montejo jafnaði metin í uppbótartíma. Staðan í deildinni Keflavík er á toppi deildarinnar með 40 stig – ásamt því að eiga leik til góða á liðin fyrir neðan sig. Fram er þar fyrir neðan en það stefnir allt í að Leiknir Reykjavík taki af þeim 2. sætið þar sem þeir virðast ætla að landa öruggum sigri gegn nöfnum sínum frá Fáskrúðsfirði. Liðin eru þó jöfn að stigum en bæði eru með 39 stig. Grindavík er komið í 4. sæti með 32 stig en Eyjamenn sitja þar fyrir neðan með 30 stig. Þrátt fyrir 3-0 tap þurfa Víkingar frá Ólafsvík ekki mikið að stressa sig á að falla en þeir eru í 9. sæti, sjö stigum frá fallsæti sem stendur. Magni Grenivík heimsækir Þrótt Reykjavík í leik sem þeir verða nauðsynlega að vinna til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í Lengjudeildinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Keflavík ÍF ÍBV Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira