Erlent

Skjót­virkari og ó­dýrari veiru­próf fara senn í dreifingu

Vésteinn Örn Pétursson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa
Kórónuveirupróf framkvæmt á Indlandi.
Kórónuveirupróf framkvæmt á Indlandi. Ved Prakash/Getty

Nýtt og háþróað kórónuveirupróf sem gefur niðurstöðu á innan við þrjátíu mínútum mun senn komast í dreifingu um heiminn. Vonir standa til að prófið geti orðið til þess að bjarga þúsundum mannslífa og hægja á útbreiðslu faraldursins.

Tvær útgáfur eru til af prófinu og hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) þegar samþykkt aðra þeirra. Prófið er bæði ódýrara og skjótvirkara en önnur próf sem fyrir eru.

Fátækari ríki heims eru í forgangi þegar kemur að dreifingu prófsins, sem er framleitt að frumkvæði WHO, sendinefndar Evrópusambandsins, Gates-samtakanna og franskra stjórnvalda.

Prófið líkist óléttuprófi að því leyti að það sýnir tvær bláar línur ef viðkomandi er sýktur en bara eina ef hann er það ekki.

Vonir standa til að prófið, sem er sagt bæði fljótlegt og auðvelt í notkun, geti nýst til dæmis til að verja bæði starfsfólk og skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins fyrir smiti því snör handtök við upphaf sýkingar geti skipt sköpum til að koma í veg fyrir útbreiðslu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×