Íslenski boltinn

Keflavík leikur meðal þeirra bestu næsta sumar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Pepsi-Max bíður þeirra.
Pepsi-Max bíður þeirra. mynd/fésbókarsíða Keflavíkur

Keflavík vann sér sæti í Pepsi-Max deild kvenna í fótbolta í dag þó liðið hafi ekki verið að spila.

Topplið Tindastóls vann 3-0 sigur á Haukum en Haukar voru fyrir leikinn eina lið deildarinnar sem átti möguleika á að hrifsa 2.sætið af Keflavík. Tindastóll þegar búið að tryggja sig upp um deild.

Keflavík á eftir að leika þrjá leiki í Lengjudeildinni og er sjö stigum á eftir Tindastóli og eiga Keflavíkurkonur því enn tölfræðilegan möguleika á því að vinna deildina.

Aldeilis gott ár í fótboltanum í Keflavík en karlalið félagsins er komið með annan fótinn upp í deild þeirra bestu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.