Íslenski boltinn

Ólafur Ingi: Hann setur olnbogann í andlitið á mér

Atli Freyr Arason skrifar
Umdeildur.
Umdeildur. VÍSIR/VILHELM

Ólafur Ingi Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis, var að vonum ánægður með stigin þrjú sem liðið fékk gegn KR í viðtali eftir leik.

„Það er gleði, við náum einhvern veginn að knýja þetta fram,“ sagði Ólafur Ingi strax í leikslok.

Því næst var Ólafur beðinn um að lýsa atvikinu umdeilda á níundu mínútu uppbótatíma sem á sennilega eftir að verða ansi umtalað næstu daga. 

Ólafur hrundi þá í jörðina eftir samskipti við Beiti Ólafsson, markvörð KR. Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, hugðist ekki dæma á atvikið en aðstoðarmaður hans, Bryngeir Valdimarsson, virtist ná að sannfæra Ívar um að Beitir hafi gerst brotlegur. Vítaspyrna dæmd auk þess sem Beiti var vikið af velli.

„Við eigum aukaspyrnu og ég set smá pressu á Beiti og reyni að trufla hann aðeins í kastinu út, ég ætlaði að reyna að stöðva þessa skyndisókn án þess að brjóta á honum eða fá gult eða eitthvað slíkt og þá olnbogar hann mig bara í nefið. Sem betur fer voru bara menn sem sáu þetta og þetta var bara víti og rautt,“ sagði Ólafur Ingi ekki í nokkrum vafa um það hvort að dómarateymið hefði átt að dæma vítaspyrnu eða ekki.

„Hann allavega setur olbogann í andlitið á mér og það hlýtur að vera víti,“ bætti Óli við.

Þessi sigur færir Fylki upp í þriðja sætið sem gefur pláss í forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári. Fylkismenn hafa þó ekki mikinn áhuga að tala um Evrópudrauma eins og er.

„Við erum ekkert komnir þangað í huganum. Við erum bara að taka hvern leik fyrir sig og það heldur bara áfram. Það er búið að vera planið allan tímann að ná að sýna okkar rétta andlit í sem flestum leikjum en auðvitað koma leikir inn á milli sem maður nær ekki alveg að gíra alla upp en þeir eru búnir að vera margir, góðu leikirnir í sumar. Við þurfum bara áfram að halda þétt á spöðunum og taka þetta með sömu nálgun og við höfum verið að gera,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason að lokum.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.