Íslenski boltinn

Spekingarnir ó­sam­mála dómaranum: „Þessi á­kvörðun Helga er stór­furðu­leg“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Helgi Mikael stóð í ströngu á fimmtudaginn.
Helgi Mikael stóð í ströngu á fimmtudaginn. vísir/vilhelm

Spekingarnir í Pepsi Max Stúkunni voru ekki vissir um að vítaákvarðanir Helga Mikaels Jónssonar, dómara í leik FH og Vals, hafi verið réttar.

FH-ingar voru ekki sáttir með Helga í leikslok. Þeim fannst þeir vera rændir vítaspyrnu í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik fengu svo Valsmenn vítaspyrnu.

Guðmundur Benediktsson, Atli Viðar Björnsson og Þorkell Máni Pétursson fóru yfir þetta í Stúkunni á föstudagskvöldið.

„Þetta fer upp í hendina á Eiði Aroni og hann hagnast klárlega af því að boltinn fari í höndina á honum. Fyrir mér er þetta víti,“ sagði Atli Viðar um vítið sem FH vildi fá.

„Ef hitt er ekki víti þá er þetta aldrei víti. Þessa ákvörðun Helga Mikael er stórfurðuleg,“ sagði Þorkell Máni um vítaspyrnu Vals.

„Mér finnst ekkert samræmi. FH átti ekki að fá víti og það átti Valur heldur ekki að fá víti. Það finnst mér alvarlegast í þessu,“ sagði Máni og bætti við:

„Mér er alveg sama ef dómari heldur línu; að hleypa öllu upp í vitleysu að þá gildi það fyrir bæði lið. Að dómarinn sé með einhverja ákveðna reglu þarna og hinu megin, það er alveg galið.“

Klippa: Pepsi Max Stúkan - Umræða um vítin í leik FH og Vals


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.