Missti leikmann í sóttkví korteri fyrir leik Atli Freyr Arason skrifar 26. september 2020 19:23 Sterkur sigur Þórs/KA vísir/bára Andri Hjörvar, þjálfari Þór/KA var vissulega mjög ánægður með liðið sitt í dag eftir 1-2 sigur á FH í fallbaráttuslag í Pepsi-Max deild kvenna. „Æðislega ánægður og stoltur af stelpunum sem gáfu allt í þetta. Ekki fallegur fótbolti en þær gerðu það sem þær þurftu að gera og það skilaði okkur þessum þremur stigum. Við erum allar alveg rosalega ánægðar akkúrat núna,“ sagði Andri í viðtali við Stöð2Sport í leikslok. Uppskriftin af sigrinum í dag var að Andra mati ekkert svo flókinn. „Berjast, berjast og hlaupa. Hafa þetta einfalt og hafa boltann eins mikið á þeirra vallarhelming og við gátum. Við þurftum ekkert að einbeita okkur að einhverju fancy spili og einhverju þannig heldur bara fara strax í einfaldleikann, njóta þess að vera á vellinum og hlaupa fyrir hvora aðra,“ sagði Andri Hjörvar. Þór/KA mætti til leiks í dag með einungis 4 varamenn á bekknum og vakti það furðu hjá einhverjum. Aðspurður að því hvers vegna hópurinn hjá Þór/KA var svona þunnskipaður í dag sagði Andri: „Það eru fjölskyldu tengdar aðstæður sem komu upp hjá einum leikmanni sem þurfti að hverfa frá. Svo fengum við þær fregnir fyrir leik að ein okkar þurfti að fara í sóttkví og svo bara koll af kolli. Það er ýmislegt búið að dynja á okkur og við erum búnar að halda bara áfram í gegnum súrt og sætt síðustu vikur. Þetta er búið að vera svolítið eins og upp og niður rússíbani hvað það varðar. Það eru örugglega fleiri lið sem hafa lent í slíku, til dæmis KR-ingar. Þetta er bara staðan í dag og við verðum bara að gjöra svo vel að klára þetta mót með þeim leikmönnum sem við höfum, bara að berjast meira og hlaupa meira.“ Allt KR liðið hefur þrisvar sinnum þurft að fara í sóttkví í sumar vegna covid smita innan liðsins. Ef þessi leikmaður í sóttkví greinist smituð af veirunni, þarf þá ekki allt Þór/KA liðið að fara líka í sóttkví? „Já ég held það, ég veit svo sem ekki alveg forsöguna en mér var bara sagt það að hún væri ekki að fara að spila. Þetta er eitthvað sem er tengt henni og við vildum ekki taka neinar áhættu. Það getur vel verið að hún þurfi ekki einu sinni að vera lengi í sóttkví. Ég fékk bara SMS korter í leik að hún myndi ekki spila í dag,“ sagði Andri Hjörvar um stöðuna sem upp er kominn. Þór/KA var ekki eina liðið sem missti leikmann í sóttkví rétt fyrir leik í dag því lykilmaður í Olís-deildarliði KA, Áki Egilsnes, þurfti einnig frá að hverfa vegna sóttkvíar rétt fyrir leik KA og Gróttu. Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA FH Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Þór/KA 1-2 | Norðankonur unnu lífsnauðsynlegan sigur í Krikanum Þór/KA vann langþráðan sigur í Pepsi-Max deild kvenna í Kaplakrika í dag. 26. september 2020 19:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira
Andri Hjörvar, þjálfari Þór/KA var vissulega mjög ánægður með liðið sitt í dag eftir 1-2 sigur á FH í fallbaráttuslag í Pepsi-Max deild kvenna. „Æðislega ánægður og stoltur af stelpunum sem gáfu allt í þetta. Ekki fallegur fótbolti en þær gerðu það sem þær þurftu að gera og það skilaði okkur þessum þremur stigum. Við erum allar alveg rosalega ánægðar akkúrat núna,“ sagði Andri í viðtali við Stöð2Sport í leikslok. Uppskriftin af sigrinum í dag var að Andra mati ekkert svo flókinn. „Berjast, berjast og hlaupa. Hafa þetta einfalt og hafa boltann eins mikið á þeirra vallarhelming og við gátum. Við þurftum ekkert að einbeita okkur að einhverju fancy spili og einhverju þannig heldur bara fara strax í einfaldleikann, njóta þess að vera á vellinum og hlaupa fyrir hvora aðra,“ sagði Andri Hjörvar. Þór/KA mætti til leiks í dag með einungis 4 varamenn á bekknum og vakti það furðu hjá einhverjum. Aðspurður að því hvers vegna hópurinn hjá Þór/KA var svona þunnskipaður í dag sagði Andri: „Það eru fjölskyldu tengdar aðstæður sem komu upp hjá einum leikmanni sem þurfti að hverfa frá. Svo fengum við þær fregnir fyrir leik að ein okkar þurfti að fara í sóttkví og svo bara koll af kolli. Það er ýmislegt búið að dynja á okkur og við erum búnar að halda bara áfram í gegnum súrt og sætt síðustu vikur. Þetta er búið að vera svolítið eins og upp og niður rússíbani hvað það varðar. Það eru örugglega fleiri lið sem hafa lent í slíku, til dæmis KR-ingar. Þetta er bara staðan í dag og við verðum bara að gjöra svo vel að klára þetta mót með þeim leikmönnum sem við höfum, bara að berjast meira og hlaupa meira.“ Allt KR liðið hefur þrisvar sinnum þurft að fara í sóttkví í sumar vegna covid smita innan liðsins. Ef þessi leikmaður í sóttkví greinist smituð af veirunni, þarf þá ekki allt Þór/KA liðið að fara líka í sóttkví? „Já ég held það, ég veit svo sem ekki alveg forsöguna en mér var bara sagt það að hún væri ekki að fara að spila. Þetta er eitthvað sem er tengt henni og við vildum ekki taka neinar áhættu. Það getur vel verið að hún þurfi ekki einu sinni að vera lengi í sóttkví. Ég fékk bara SMS korter í leik að hún myndi ekki spila í dag,“ sagði Andri Hjörvar um stöðuna sem upp er kominn. Þór/KA var ekki eina liðið sem missti leikmann í sóttkví rétt fyrir leik í dag því lykilmaður í Olís-deildarliði KA, Áki Egilsnes, þurfti einnig frá að hverfa vegna sóttkvíar rétt fyrir leik KA og Gróttu.
Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA FH Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Þór/KA 1-2 | Norðankonur unnu lífsnauðsynlegan sigur í Krikanum Þór/KA vann langþráðan sigur í Pepsi-Max deild kvenna í Kaplakrika í dag. 26. september 2020 19:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - Þór/KA 1-2 | Norðankonur unnu lífsnauðsynlegan sigur í Krikanum Þór/KA vann langþráðan sigur í Pepsi-Max deild kvenna í Kaplakrika í dag. 26. september 2020 19:00