Átök milli lögreglu og samkomubannsmótmælenda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. september 2020 18:38 Mótmælendur á Trafalgar torgi í dag. EPA-EFE/ANDY RAIN Til átaka kom á mótmælum í miðborg Lundúnum í dag, þar sem stór hópur fólks mótmælti útgöngubanni. Lögregla var að reyna að dreifa hópnum vegna þess að fjarlægðarmörkum var ekki fylgt. Að sögn lögreglu voru tíu handteknir og fjórir lögreglumenn slösuðust. Tveir þeirra þurftu að leita sér læknisaðstoðar á sjúkrahúsi. „Við hvetjum hópa enn að dreifa úr sér,“ skrifaði lögregla Lundúna á Twitter. Mótmælendur kyrjuðu „Frelsi“ og héldu á skiltum sem á stóð „Við samþykkjum þetta ekki“ og „Covid 1984,“ með vísan í bókina 1984 eftir George Orwell. Þúsundir voru viðstaddir mótmælunum en mótmælendur höfðu komið sér fyrir á Trafalgar torgi til þess að mótmæla samkomutakmörkunum sem settar hafa verið til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Some crowds have left Trafalgar Square, moving to Hyde ParkWe want to be clear, this protest is no longer exempt from the regulations. Sadly, some officers have been injured while engaging with people— MPS Events (@MetPoliceEvents) September 26, 2020 Margir mótmælenda sögðu í samtali við fréttamenn á svæðinu að þeir teldu faraldurinn vera uppspuna yfirvalda, sem hafi verið búinn til til þess að stjórna almenningi. Lögregla skipaði mótmælendunum að dreifa úr sér þar sem þeir fylgdu ekki fjarlægðarreglum og báru ekki grímur fyrir vitum og fylgdu því ekki sóttvarnareglum, en nú er í gildi sex manna samkomutakmark á Bretlandi. Á myndskeiðum sjást lögreglumenn þá nota kylfur til að stía fólki í sundur. „Við viljum vera alveg skýr, þessi mótmæli eru ekki undanskilin sóttvarnareglum.,“ skrifaði lögregla Lundúna á Twitter. „Við biðjum þá sem eru viðstaddir að dreifa úr sér. Því miður slösuðust nokkrir lögreglumenn eftir að hafa átt í samskiptum við mótmælendur.“ Svipuð mótmæli fóru fram í Lundúnum um síðustu helgi en þá voru 32 handteknir. Voru þeir handteknir meðal annars vegna ofbeldis og fyrir að hafa ráðist á framlínustarfsmann. Tveir lögreglumenn særðust lítillega við þau mótmæli. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í liðinni viku hertari samkomutakmarkanir og bað hann fólk um að vinna heima ef það gæti það. Þá var veitingastöðum og krám gert að loka fyrr vegna fjölgunar kórónuveirutilfella. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland á rauðan lista Breta Frá og með klukkan fjögur að morgni laugardagsins 26. september þurfa ferðamenn frá Íslandi, Danmörku, Slóvakíu og Curacao að fara í fjórtán daga sóttkví. 24. september 2020 16:51 Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að hækka viðbúnaðarstig í landinu vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita. 21. september 2020 22:35 Vara við veldisvexti í fjölda smitaðra í Bretlandi Lýðheilsusérfræðingar bresku ríkisstjórnarinnar vöruðu við því að vatnaskil hafi orðið í kórónuveirufaraldurinn á neikvæðan hátt í dag. 21. september 2020 12:16 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Til átaka kom á mótmælum í miðborg Lundúnum í dag, þar sem stór hópur fólks mótmælti útgöngubanni. Lögregla var að reyna að dreifa hópnum vegna þess að fjarlægðarmörkum var ekki fylgt. Að sögn lögreglu voru tíu handteknir og fjórir lögreglumenn slösuðust. Tveir þeirra þurftu að leita sér læknisaðstoðar á sjúkrahúsi. „Við hvetjum hópa enn að dreifa úr sér,“ skrifaði lögregla Lundúna á Twitter. Mótmælendur kyrjuðu „Frelsi“ og héldu á skiltum sem á stóð „Við samþykkjum þetta ekki“ og „Covid 1984,“ með vísan í bókina 1984 eftir George Orwell. Þúsundir voru viðstaddir mótmælunum en mótmælendur höfðu komið sér fyrir á Trafalgar torgi til þess að mótmæla samkomutakmörkunum sem settar hafa verið til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Some crowds have left Trafalgar Square, moving to Hyde ParkWe want to be clear, this protest is no longer exempt from the regulations. Sadly, some officers have been injured while engaging with people— MPS Events (@MetPoliceEvents) September 26, 2020 Margir mótmælenda sögðu í samtali við fréttamenn á svæðinu að þeir teldu faraldurinn vera uppspuna yfirvalda, sem hafi verið búinn til til þess að stjórna almenningi. Lögregla skipaði mótmælendunum að dreifa úr sér þar sem þeir fylgdu ekki fjarlægðarreglum og báru ekki grímur fyrir vitum og fylgdu því ekki sóttvarnareglum, en nú er í gildi sex manna samkomutakmark á Bretlandi. Á myndskeiðum sjást lögreglumenn þá nota kylfur til að stía fólki í sundur. „Við viljum vera alveg skýr, þessi mótmæli eru ekki undanskilin sóttvarnareglum.,“ skrifaði lögregla Lundúna á Twitter. „Við biðjum þá sem eru viðstaddir að dreifa úr sér. Því miður slösuðust nokkrir lögreglumenn eftir að hafa átt í samskiptum við mótmælendur.“ Svipuð mótmæli fóru fram í Lundúnum um síðustu helgi en þá voru 32 handteknir. Voru þeir handteknir meðal annars vegna ofbeldis og fyrir að hafa ráðist á framlínustarfsmann. Tveir lögreglumenn særðust lítillega við þau mótmæli. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í liðinni viku hertari samkomutakmarkanir og bað hann fólk um að vinna heima ef það gæti það. Þá var veitingastöðum og krám gert að loka fyrr vegna fjölgunar kórónuveirutilfella.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland á rauðan lista Breta Frá og með klukkan fjögur að morgni laugardagsins 26. september þurfa ferðamenn frá Íslandi, Danmörku, Slóvakíu og Curacao að fara í fjórtán daga sóttkví. 24. september 2020 16:51 Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að hækka viðbúnaðarstig í landinu vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita. 21. september 2020 22:35 Vara við veldisvexti í fjölda smitaðra í Bretlandi Lýðheilsusérfræðingar bresku ríkisstjórnarinnar vöruðu við því að vatnaskil hafi orðið í kórónuveirufaraldurinn á neikvæðan hátt í dag. 21. september 2020 12:16 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Ísland á rauðan lista Breta Frá og með klukkan fjögur að morgni laugardagsins 26. september þurfa ferðamenn frá Íslandi, Danmörku, Slóvakíu og Curacao að fara í fjórtán daga sóttkví. 24. september 2020 16:51
Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að hækka viðbúnaðarstig í landinu vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita. 21. september 2020 22:35
Vara við veldisvexti í fjölda smitaðra í Bretlandi Lýðheilsusérfræðingar bresku ríkisstjórnarinnar vöruðu við því að vatnaskil hafi orðið í kórónuveirufaraldurinn á neikvæðan hátt í dag. 21. september 2020 12:16