Ísland á rauðan lista Breta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2020 16:51 Samgönguráðherra Bretlands, Grant Shapps, greindi frá á Twitter síðu sinni. Getty/PA Images Ísland er komið á rauðan lista breskra stjórnvalda. Frá og með klukkan fjögur að morgni laugardagsins 26. september þurfa ferðamenn frá Íslandi, Danmörku, Slóvakíu og Curacao að fara í fjórtán daga sóttkví. Yfirvöld í Danmörku ráða sömuleiðis Dönum frá því að ferðast til Íslands. Íslandi, Bretlandi, Írlandi og Slóveníu var bætt á lista Dana yfir lönd sem ekki er ráðlagt að ferðast til nema nauðsyn krefji. DR greinir frá. 1000 pund lágmarkssekt Grant Shapps, samgöngumálaráðherra Bretlands, greindi frá aðgerðum Breta á Twitter í dag. Hann vísaði til þess að ný gögn gerðu að verkum að grípa þyrfti til þessara aðgerða. Í tilkynningu á vef bresku ríkisstjórnarinnar kemur fram að rúmlega 900 prósenta aukning hafi verið í fjölda smitaðra hér á landi á viku tímabili. Ráðherrann minnir á að sektir við brotum á sóttkví eru að lágmarki eitt þúsund pund eða sem nemur um 177 þúsund krónum. Also please don't forget that you MUST self-isolate (quarantine) when returning from a non-exempt country, or face fines which start at £1,000. Visit: https://t.co/wQuays1qsN [3/3]— Rt Hon Grant Shapps MP (@grantshapps) September 24, 2020 Nýgengni smita, það er fjöldi nýrra tilfella síðustu 14 daga á hverja 100.000 íbúa, hefur rokið upp síðustu daga hér á landi og er nú um 83. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tjáði fréttastofu í gær að tölurnar færu víða hækkandi og Ísland myndi líklega lenda á rauðum listum þjóða. Strangari reglur muni því gilda um ferðamenn sem hafa verið hér. „Ég veit að Bretar hafa verið að spá í því og vafalaust einhverjar fleiri þjóðir,“ sagði Þórólfur. Innan við sólarhring síðar er Ísland komið á rauðan lista Breta og Dönum ráðlagt frá heimsóknum hingað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Danmörk Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Ísland er komið á rauðan lista breskra stjórnvalda. Frá og með klukkan fjögur að morgni laugardagsins 26. september þurfa ferðamenn frá Íslandi, Danmörku, Slóvakíu og Curacao að fara í fjórtán daga sóttkví. Yfirvöld í Danmörku ráða sömuleiðis Dönum frá því að ferðast til Íslands. Íslandi, Bretlandi, Írlandi og Slóveníu var bætt á lista Dana yfir lönd sem ekki er ráðlagt að ferðast til nema nauðsyn krefji. DR greinir frá. 1000 pund lágmarkssekt Grant Shapps, samgöngumálaráðherra Bretlands, greindi frá aðgerðum Breta á Twitter í dag. Hann vísaði til þess að ný gögn gerðu að verkum að grípa þyrfti til þessara aðgerða. Í tilkynningu á vef bresku ríkisstjórnarinnar kemur fram að rúmlega 900 prósenta aukning hafi verið í fjölda smitaðra hér á landi á viku tímabili. Ráðherrann minnir á að sektir við brotum á sóttkví eru að lágmarki eitt þúsund pund eða sem nemur um 177 þúsund krónum. Also please don't forget that you MUST self-isolate (quarantine) when returning from a non-exempt country, or face fines which start at £1,000. Visit: https://t.co/wQuays1qsN [3/3]— Rt Hon Grant Shapps MP (@grantshapps) September 24, 2020 Nýgengni smita, það er fjöldi nýrra tilfella síðustu 14 daga á hverja 100.000 íbúa, hefur rokið upp síðustu daga hér á landi og er nú um 83. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tjáði fréttastofu í gær að tölurnar færu víða hækkandi og Ísland myndi líklega lenda á rauðum listum þjóða. Strangari reglur muni því gilda um ferðamenn sem hafa verið hér. „Ég veit að Bretar hafa verið að spá í því og vafalaust einhverjar fleiri þjóðir,“ sagði Þórólfur. Innan við sólarhring síðar er Ísland komið á rauðan lista Breta og Dönum ráðlagt frá heimsóknum hingað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Danmörk Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira