Erlent

Kardinála í Páfagarði gert að segja af sér

Kjartan Kjartansson skrifar
Becciu kardináli var einn æðstu ráðamanna Páfagarðs og hefði tekið þátt í að velja næsta páfa.
Becciu kardináli var einn æðstu ráðamanna Páfagarðs og hefði tekið þátt í að velja næsta páfa. Vísir/EPA

Háttsettur embættismaður í Páfagarði sagði óvænt af sér í dag vegna ásakana um að hann hafi gefið bróður sínum fé frá kaþólsku kirkjunni. Hann segir að Frans páfi hafi skipað sér að stíga til hliðar en neitar því að hafa gert nokkuð saknæmt.

Giovanni Angelo Becciu, kardináli, hefur verið náinn ráðgjafi Frans páfa. Hann átti þátt í umdeildum fasteignaviðskiptum þar sem fé kirkjunnar var notað til þess að fjárfesta í lúxusíbúðum í London, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rannsókn stendur yfir á fjárfestingunum en fé kirkjunnar var veitt í gegnum aflandsfélög og skúffufyrirtæki.

Afar fátítt er að embættismenn í Páfagarði segi af sér. Becciu segir sjálfur að honum hafi verið ýtt út um dyrnar vegna þess að hann væri grunaður um að hafa notað fé kirkjunnar til að hjálpa bróður sínum og mögulega fleiri skyldmennum.

„Ég stal ekki einni einustu evru. Ég er ekki til rannsóknir en ef þeir senda mig fyrir dóm mun ég verja mig. Ég spurði páfann: hvers vegna ertu að gera mér þetta, fyrir framan allan heiminn?“ sagði Becciu.

Fimm starfsmönnum Páfagarðs var vikið frá störfum í fyrra eftir að húsleit var gerð á skrifstofum þess í tengslum við rannsóknina á fjárfestingunum í London.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.