Íslenski boltinn

Sögðu rétt hjá Helga Mikael að reka Guðmann af velli: „Ótrúlega vitlaust hjá honum“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Helgi Mikael Jónasson lyftir rauða spjaldinu. Vonbrigði Guðmanns Þórissonar leyna sér ekki.
Helgi Mikael Jónasson lyftir rauða spjaldinu. Vonbrigði Guðmanns Þórissonar leyna sér ekki. vísir/vilhelm

Þeir Hjörvar Hafliðason og Tómas Ingi Tómasson voru á því að Helgi Mikael Jónasson hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann gaf Guðmanni Þórissyni, varnarmanni FH, rauða spjaldið í leiknum gegn Val í Kaplakrika í gær. Valsmenn unnu leikinn, 1-4, og náðu ellefu stiga forskoti á toppi Pepsi Max-deildar karla.

Guðmann var rekinn af velli fyrir brot á Lasse Petry á 58. mínútu. Þá var staðan 1-3, Valsmönnum í vil.

„Ég held að Helgi Mikael negli þetta. Hann fer með sólann í hann og þetta er kröftug tækling. Ég held að þetta sé rétt,“ sagði Hjörvar í Pepsi Max tilþrifunum í gær.

Tómas Ingi tók í sama streng. „Bara aðkoman, hvernig hann kemur inn í tæklinguna, er eiginlega nóg til að fá rautt spjald. Hvort sem hann nær í löppina á honum eða ekki. Þetta er ótrúlega vitlaust hjá honum,“ sagði Tómas Ingi.

Þetta var annað rauða spjald Guðmanns í sumar en hann var einnig rekinn af velli í 0-3 sigri FH á Fjölni í fyrsta leik FH-inga undir stjórn þeirra Loga Ólafssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen.

Klippa: Pepsi Max tilþrifin - Rauða spjaldið á Guðmann

Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.