Óskar: Ólíkt okkur þá halda þeir skipulaginu sínu í 90 mínútur Árni Jóhannsson skrifar 21. september 2020 21:59 Óskar Hrafn á hliðarlínunni í vesturbænum fyrr í sumar. vísir/bára Þjálfari Breiðabliks tók sér góðar 15 sekúndur í að hugsa sig um áður en hann svaraði spurningu blaðamanns um hvað hefði farið úrskeiðis í kvöld. Hans menn töpuðu í þriðja skipti í sumar og virðast ekki hafa neitt í ríkjandi Íslandsmeistara. „KR-ingar eru með gott lið. Eru agaðir og ólíkt okkur þá halda þeir skipulaginu sínu í 90 mínútur en við hinsvegar höfum þá tilhneigingu, þegar hlutirnir ganga ekki alveg eins og okkur langar til þess að þeir gangi, þá höfum við tilhneigingu til þess að fara einhverja aðra hluti. Fara út úr skipulaginu, vera óagaðir.“ „Það er stóri munurinn á þessum tveimur liðum. Annað liðið hefur trú á skipulaginu sínu og hinir eru, sem sagt við, erum helvíti fljótir að fara út úr því sem er lagt fyrir. Við áttum fyrri hálfleikinn eins og hann lagði sig en þú færð ofboðslega lítið fyrir að eiga einn hálfleik þar sem þú skorar ekki. Það er lítið annað hægt að gera en að óska KR til hamingju með sigurinn, þeir sýndu karakter eftir erfiðara prógrammi heldur en við. Eru þreyttir eftir Eistlandsferð og vinnustaðasóttkví þannig að þetta var bara vel gert hjá þeim.“ Óskar var þá spurður að því að vinnan fyrir næsta tímabil væri að kenna mönnum að halda skipulagi því nú væru þeir búnir að stimpla sig algjörlega út úr titilbaráttunni. „Já já, stimpla okkur út. Ef við við getum ekki haldið skipulagi í 90 mínútur þá erum við væntanlega búnir að stimpla okkur út úr öllu og hvaða baráttu sem þú vilt kalla það. Það eru svo sem átta leikir eftir og við höfum ekki langan tíma til að syrgja þessar 90 mínútur. Við þurfum að rífa okkur upp og vera klárir þegar Stjarnan kemur í heimsókn á fimmtudaginn. Það er samt alveg ljóst að við þurfum að vera agaðari, þolinmóðari og þá sérstaklega á móti þessum liðum sem eru í kringum okkur og ef við erum það ekki þá endar þetta bara eins og þetta endaði í kvöld og seinast þegar KR-ingar voru í heimsókn og á sunnudaginn seinasta. Við munum tapa leikjum ef við höldum ekki skipulagi og höldum ekki aga.“ Að lokum var Óskar spurður út í það hvort hann gæti tekið eitthvað jákvætt út úr leiknum. „Já já, það er alveg hægt að taka fyrri hálfleikinn út á vellinum. Við vorum vel spilandi og vorum að opna þá auðveldlega og fengum færi sem við nýttum ekki. Bragurinn var góður á okkur í fyrri hálfleik. Vandamálið er bara að fótboltaleikur er 90 mínútur og það gefur manni ekkert að vera fínn í 45. Með því að missa þolinmæðina og missa agann og missa skipulagið þá færðum við KR yfirhöndina. Eitthvað sem þeir þáðu með þökkum og þegar á öllu er á botninn hvolft þá var þetta bara sanngjarn sigur og lítið meira um það að segja“. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - KR 0-2 | Hreðjartak KR á Blikum KR hefur unnið Breiðablik örugglega í þrígang í sumar. 21. september 2020 21:08 Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira
Þjálfari Breiðabliks tók sér góðar 15 sekúndur í að hugsa sig um áður en hann svaraði spurningu blaðamanns um hvað hefði farið úrskeiðis í kvöld. Hans menn töpuðu í þriðja skipti í sumar og virðast ekki hafa neitt í ríkjandi Íslandsmeistara. „KR-ingar eru með gott lið. Eru agaðir og ólíkt okkur þá halda þeir skipulaginu sínu í 90 mínútur en við hinsvegar höfum þá tilhneigingu, þegar hlutirnir ganga ekki alveg eins og okkur langar til þess að þeir gangi, þá höfum við tilhneigingu til þess að fara einhverja aðra hluti. Fara út úr skipulaginu, vera óagaðir.“ „Það er stóri munurinn á þessum tveimur liðum. Annað liðið hefur trú á skipulaginu sínu og hinir eru, sem sagt við, erum helvíti fljótir að fara út úr því sem er lagt fyrir. Við áttum fyrri hálfleikinn eins og hann lagði sig en þú færð ofboðslega lítið fyrir að eiga einn hálfleik þar sem þú skorar ekki. Það er lítið annað hægt að gera en að óska KR til hamingju með sigurinn, þeir sýndu karakter eftir erfiðara prógrammi heldur en við. Eru þreyttir eftir Eistlandsferð og vinnustaðasóttkví þannig að þetta var bara vel gert hjá þeim.“ Óskar var þá spurður að því að vinnan fyrir næsta tímabil væri að kenna mönnum að halda skipulagi því nú væru þeir búnir að stimpla sig algjörlega út úr titilbaráttunni. „Já já, stimpla okkur út. Ef við við getum ekki haldið skipulagi í 90 mínútur þá erum við væntanlega búnir að stimpla okkur út úr öllu og hvaða baráttu sem þú vilt kalla það. Það eru svo sem átta leikir eftir og við höfum ekki langan tíma til að syrgja þessar 90 mínútur. Við þurfum að rífa okkur upp og vera klárir þegar Stjarnan kemur í heimsókn á fimmtudaginn. Það er samt alveg ljóst að við þurfum að vera agaðari, þolinmóðari og þá sérstaklega á móti þessum liðum sem eru í kringum okkur og ef við erum það ekki þá endar þetta bara eins og þetta endaði í kvöld og seinast þegar KR-ingar voru í heimsókn og á sunnudaginn seinasta. Við munum tapa leikjum ef við höldum ekki skipulagi og höldum ekki aga.“ Að lokum var Óskar spurður út í það hvort hann gæti tekið eitthvað jákvætt út úr leiknum. „Já já, það er alveg hægt að taka fyrri hálfleikinn út á vellinum. Við vorum vel spilandi og vorum að opna þá auðveldlega og fengum færi sem við nýttum ekki. Bragurinn var góður á okkur í fyrri hálfleik. Vandamálið er bara að fótboltaleikur er 90 mínútur og það gefur manni ekkert að vera fínn í 45. Með því að missa þolinmæðina og missa agann og missa skipulagið þá færðum við KR yfirhöndina. Eitthvað sem þeir þáðu með þökkum og þegar á öllu er á botninn hvolft þá var þetta bara sanngjarn sigur og lítið meira um það að segja“.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - KR 0-2 | Hreðjartak KR á Blikum KR hefur unnið Breiðablik örugglega í þrígang í sumar. 21. september 2020 21:08 Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - KR 0-2 | Hreðjartak KR á Blikum KR hefur unnið Breiðablik örugglega í þrígang í sumar. 21. september 2020 21:08