Gengur allt á aftur­fótunum hjá Sheffi­eld sem er án stiga

Úr leik liðanna á Villa Park í dag.
Úr leik liðanna á Villa Park í dag. vísir/getty

Aston Villa vann 1-0 sigur á Sheffield United er liðin mættust á Villa Park í Birmingham í dag.

Það byrjaði ekki vel fyrir Sheffield því John Egan fékk að líta rauða spjaldið á tólftu mínútu.

Ekki skánaði ástandið er John Lundstram klúðraði vítaspyrnu á 36. mínútu og staðan var því markalaus í hálfleik.

Þegar 63 mínútur voru komnar á klukkuna þá skoraði varnarmaðurinn Ezri Konza fyrsta og eina mark leiksins og lokatölur 1-0.

Þetta var fyrsti leikur Villa á tímabilinu en Sheffield hefur tapað fyrstu tveimur leikjunum sínum. Þeir töpuðu 2-0 gegn Wolves í fyrstu umferðinni.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.