Vara við veldisvexti í fjölda smitaðra í Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2020 12:16 Nú er talið að um 8% fólks á Bretlandi hafi smitast af kórónuveirunni en jafnvel allt að 17% í London. Faraldurinn gæti því enn versnað verulega. AP/Matt Dunham Lýðheilsusérfræðingar bresku ríkisstjórnarinnar vöruðu við því að vatnaskil hafi orðið í kórónuveirufaraldurinn á neikvæðan hátt í dag. Þeir segjast óttast að veldisvöxtur verði í fjölda smitaðra verði ekki gripið snarlega inn í. Greint var frá því að tæplega 3.900 manns hefðu greinst smitaðir og átján látið lífið af völdum veirunnar í gær. Líkt og víðar annars staðar í Evrópu hefur smituðum farið fjölgandi í Bretlandi að undanförnu. Daglegur fjöldi smitaðra nú er sambærilegur við þann sem var í maí. Síðustu vikuna hefur 21 dáið að meðaltali á dag. Patrick Vallance, aðalvísindamaður ríkisstjórnarinnar, og Chris Whitty, aðallæknisfræðiráðgjafi hennar, voru ómyrkir í máli á upplýsingafundi um stöðu faraldursins í morgun. Um 50.000 ný smit gætu greinst daglega um miðjan október verði ekkert að gert. Það gæti þýtt um 200 dauðsföll á dag. „Eins og stendur teljum við að faraldurinn tvöfaldist gróft áætlað með sjö daga millibili,“ sagði Vallance en lagði áherslu á að ekki væri um spá að ræða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sögðu tvímenningarnir að engar vísbendingar væru um að veiran væri ekki eins skæð nú og fyrr í faraldrinum þvert á fullyrðingar þess gagnstæða. Stjórnvöld hertu sóttvarnaraðgerðir á norðaustanverðu Englandi þegar smituðum fjölgaði þar í síðustu viku. Barir og veitingastaðir eru lokaðir þar frá 22:00 til 5:00 og fólki er bannað að umgangast einstaklinga sem búa ekki á sama heimili. AP-fréttastofan segir að ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra íhugi nú hvernig hún eigi að bregðast við uppgangi faraldursins. Búist er við því að hún kynni hertar aðgerðir síðar í þessari viku. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Faraldurinn í miklum vexti víða um heim 20. september 2020 13:00 Dregur úr dánartíðni kórónuveirusmitaðra Færri kórónuveirusmitaðir einstaklingar láta nú lífið af völdum veirunnar en í vor. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla í Bretlandi. 16. september 2020 09:10 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Fleiri fréttir Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sjá meira
Lýðheilsusérfræðingar bresku ríkisstjórnarinnar vöruðu við því að vatnaskil hafi orðið í kórónuveirufaraldurinn á neikvæðan hátt í dag. Þeir segjast óttast að veldisvöxtur verði í fjölda smitaðra verði ekki gripið snarlega inn í. Greint var frá því að tæplega 3.900 manns hefðu greinst smitaðir og átján látið lífið af völdum veirunnar í gær. Líkt og víðar annars staðar í Evrópu hefur smituðum farið fjölgandi í Bretlandi að undanförnu. Daglegur fjöldi smitaðra nú er sambærilegur við þann sem var í maí. Síðustu vikuna hefur 21 dáið að meðaltali á dag. Patrick Vallance, aðalvísindamaður ríkisstjórnarinnar, og Chris Whitty, aðallæknisfræðiráðgjafi hennar, voru ómyrkir í máli á upplýsingafundi um stöðu faraldursins í morgun. Um 50.000 ný smit gætu greinst daglega um miðjan október verði ekkert að gert. Það gæti þýtt um 200 dauðsföll á dag. „Eins og stendur teljum við að faraldurinn tvöfaldist gróft áætlað með sjö daga millibili,“ sagði Vallance en lagði áherslu á að ekki væri um spá að ræða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sögðu tvímenningarnir að engar vísbendingar væru um að veiran væri ekki eins skæð nú og fyrr í faraldrinum þvert á fullyrðingar þess gagnstæða. Stjórnvöld hertu sóttvarnaraðgerðir á norðaustanverðu Englandi þegar smituðum fjölgaði þar í síðustu viku. Barir og veitingastaðir eru lokaðir þar frá 22:00 til 5:00 og fólki er bannað að umgangast einstaklinga sem búa ekki á sama heimili. AP-fréttastofan segir að ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra íhugi nú hvernig hún eigi að bregðast við uppgangi faraldursins. Búist er við því að hún kynni hertar aðgerðir síðar í þessari viku.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Faraldurinn í miklum vexti víða um heim 20. september 2020 13:00 Dregur úr dánartíðni kórónuveirusmitaðra Færri kórónuveirusmitaðir einstaklingar láta nú lífið af völdum veirunnar en í vor. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla í Bretlandi. 16. september 2020 09:10 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Fleiri fréttir Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sjá meira
Dregur úr dánartíðni kórónuveirusmitaðra Færri kórónuveirusmitaðir einstaklingar láta nú lífið af völdum veirunnar en í vor. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla í Bretlandi. 16. september 2020 09:10