Vara við veldisvexti í fjölda smitaðra í Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2020 12:16 Nú er talið að um 8% fólks á Bretlandi hafi smitast af kórónuveirunni en jafnvel allt að 17% í London. Faraldurinn gæti því enn versnað verulega. AP/Matt Dunham Lýðheilsusérfræðingar bresku ríkisstjórnarinnar vöruðu við því að vatnaskil hafi orðið í kórónuveirufaraldurinn á neikvæðan hátt í dag. Þeir segjast óttast að veldisvöxtur verði í fjölda smitaðra verði ekki gripið snarlega inn í. Greint var frá því að tæplega 3.900 manns hefðu greinst smitaðir og átján látið lífið af völdum veirunnar í gær. Líkt og víðar annars staðar í Evrópu hefur smituðum farið fjölgandi í Bretlandi að undanförnu. Daglegur fjöldi smitaðra nú er sambærilegur við þann sem var í maí. Síðustu vikuna hefur 21 dáið að meðaltali á dag. Patrick Vallance, aðalvísindamaður ríkisstjórnarinnar, og Chris Whitty, aðallæknisfræðiráðgjafi hennar, voru ómyrkir í máli á upplýsingafundi um stöðu faraldursins í morgun. Um 50.000 ný smit gætu greinst daglega um miðjan október verði ekkert að gert. Það gæti þýtt um 200 dauðsföll á dag. „Eins og stendur teljum við að faraldurinn tvöfaldist gróft áætlað með sjö daga millibili,“ sagði Vallance en lagði áherslu á að ekki væri um spá að ræða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sögðu tvímenningarnir að engar vísbendingar væru um að veiran væri ekki eins skæð nú og fyrr í faraldrinum þvert á fullyrðingar þess gagnstæða. Stjórnvöld hertu sóttvarnaraðgerðir á norðaustanverðu Englandi þegar smituðum fjölgaði þar í síðustu viku. Barir og veitingastaðir eru lokaðir þar frá 22:00 til 5:00 og fólki er bannað að umgangast einstaklinga sem búa ekki á sama heimili. AP-fréttastofan segir að ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra íhugi nú hvernig hún eigi að bregðast við uppgangi faraldursins. Búist er við því að hún kynni hertar aðgerðir síðar í þessari viku. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Faraldurinn í miklum vexti víða um heim 20. september 2020 13:00 Dregur úr dánartíðni kórónuveirusmitaðra Færri kórónuveirusmitaðir einstaklingar láta nú lífið af völdum veirunnar en í vor. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla í Bretlandi. 16. september 2020 09:10 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Halli Reynis látinn Innlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Lýðheilsusérfræðingar bresku ríkisstjórnarinnar vöruðu við því að vatnaskil hafi orðið í kórónuveirufaraldurinn á neikvæðan hátt í dag. Þeir segjast óttast að veldisvöxtur verði í fjölda smitaðra verði ekki gripið snarlega inn í. Greint var frá því að tæplega 3.900 manns hefðu greinst smitaðir og átján látið lífið af völdum veirunnar í gær. Líkt og víðar annars staðar í Evrópu hefur smituðum farið fjölgandi í Bretlandi að undanförnu. Daglegur fjöldi smitaðra nú er sambærilegur við þann sem var í maí. Síðustu vikuna hefur 21 dáið að meðaltali á dag. Patrick Vallance, aðalvísindamaður ríkisstjórnarinnar, og Chris Whitty, aðallæknisfræðiráðgjafi hennar, voru ómyrkir í máli á upplýsingafundi um stöðu faraldursins í morgun. Um 50.000 ný smit gætu greinst daglega um miðjan október verði ekkert að gert. Það gæti þýtt um 200 dauðsföll á dag. „Eins og stendur teljum við að faraldurinn tvöfaldist gróft áætlað með sjö daga millibili,“ sagði Vallance en lagði áherslu á að ekki væri um spá að ræða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sögðu tvímenningarnir að engar vísbendingar væru um að veiran væri ekki eins skæð nú og fyrr í faraldrinum þvert á fullyrðingar þess gagnstæða. Stjórnvöld hertu sóttvarnaraðgerðir á norðaustanverðu Englandi þegar smituðum fjölgaði þar í síðustu viku. Barir og veitingastaðir eru lokaðir þar frá 22:00 til 5:00 og fólki er bannað að umgangast einstaklinga sem búa ekki á sama heimili. AP-fréttastofan segir að ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra íhugi nú hvernig hún eigi að bregðast við uppgangi faraldursins. Búist er við því að hún kynni hertar aðgerðir síðar í þessari viku.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Faraldurinn í miklum vexti víða um heim 20. september 2020 13:00 Dregur úr dánartíðni kórónuveirusmitaðra Færri kórónuveirusmitaðir einstaklingar láta nú lífið af völdum veirunnar en í vor. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla í Bretlandi. 16. september 2020 09:10 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Halli Reynis látinn Innlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Dregur úr dánartíðni kórónuveirusmitaðra Færri kórónuveirusmitaðir einstaklingar láta nú lífið af völdum veirunnar en í vor. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla í Bretlandi. 16. september 2020 09:10