Erlent

Hátt í milljón þarf að sæta hertum aðgerðum á Spáni

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Höfuðborgin Madríd er sú borg Spánar sem hvað verst er leikin af kórónuveirufaraldrinum.
Höfuðborgin Madríd er sú borg Spánar sem hvað verst er leikin af kórónuveirufaraldrinum. Burak Akbulut/Anadolu Agency via Getty

Íbúar stórra hluta Madrídar, höfuðborgar Spánar, munu frá og með næstkomandi mánudegi þurfa að sæta hertum samgöngu- og samkomutakmörkunum vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á Spáni. Takmarkanirnar munu ná til meira en 850.000 íbúa borgarinnar og nærliggjandi sveita.

Spánn er það Evrópuland þar sem flestir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna, og það áttunda verst leikna í heimi. Alls hafa um 660.000 manns greinst með veiruna þar í landi og rúmlega 30.000 látið lífið af völdum hennar.

Líkt og í upphafi faraldursins í Evrópu fyrr á þessu ári þá er staðan á Spáni hvað verst í og við höfuðborgina. Þegar takmarkanirnar taka gildi verður íbúum þeirra svæða þar sem þær gilda aðeins heimilt að yfirgefa sín afmörkuðu „heilbrigðissvæði,“ sem eru svæði sem hafa verið afmörkuð til að hefta útbreiðslu veirunnar, til þess að fara í vinnu, skóla eða til þess að sækja heilbrigðisþjónustu.

Samkomur fleiri en sex verða óheimilaðar, almenningsgarðar og önnur lík svæði verða lokuð og verslanir þurfa að hafa lokað fyrir klukkan 10 á kvöldin.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.