Íslenski boltinn

Sjáðu atvikið sem Skagamenn voru æfir yfir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, lætur venjulega vel í sér heyra á hliðarlínunni.
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, lætur venjulega vel í sér heyra á hliðarlínunni. vísir/daníel

Leikmenn og þjálfarar ÍA urðu æfir undir lok leiksins gegn Val í Pepsi Max-deild karla í gær. Skagamenn vildu fá vítaspyrnu þegar fyrirgjöf Brynjars Snæs Pálssonar fór í Rasmus Christiansen. 

Þá var staðan 2-3, Val í vil. Skömmu síðar skoraði Kaj Leó í Bartalsstovu fjórða mark gestanna og gulltryggði sigur þeirra.

Atvikið sem Skagamenn voru svona brjálaðir yfir má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Skagamenn vildu fá víti

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, lét Guðmund Ársæl Guðmundsson heyra það í viðtali við Vísi eftir leik.

„Mikið svekkelsi. Ég er gífurlega svekktur með það hvernig við færum Valsmönnum tvö mörk á silfurfati. Ég er virkilega svektur með frammistöðu dómarans í leiknum. Við áttum að fá víti hérna í restina, þriðja mark Vals er rangstaða. Það virtist vera að dómarinn hafði engan vilja til að dæma þetta víti eða hlusta á aðstoðardómarann sem að klárlega kallaði að þetta væri víti. Hann kallaði það meira en einu sinni og meira en tvisvar sinnum. Aðstoðardómarinn sem var í fínni stöðu til að sjá þetta vildi dæma víti en ekki dómarinn,“ sagði Jóhannes Karl.

Reynsluboltinn Arnar Már Guðjónsson, sem hefur ekkert leikið með ÍA í sumar vegna meiðsla, gekk skrefi lengra á Twitter eftir leik og kallaði Guðmund Ársæl „Aumingja Rassgatsson“. Hann hefur fjarlægt færsluna.

Mörkin úr leiknum á Norðurálsvellinum á Akranesi má sjá hér fyrir neðan.

ÍA hefur tapað þremur leikjum í röð og er í 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar með fjórtán stig. Skagamenn hafa aðeins unnið einn af síðustu átta deildarleikjum sínum.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.