Íslenski boltinn

Lennon skorað helmingi fleiri mörk en hann ætti að vera með

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Samkvæmt xG tölfræðinni ætti Steven Lennon að vera búinn að skora helmingi færri mörk en hann hefur skorað.
Samkvæmt xG tölfræðinni ætti Steven Lennon að vera búinn að skora helmingi færri mörk en hann hefur skorað. vísir/daníel

FH-ingurinn Steven Lennon er markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildar karla með þrettán mörk. Samkvæmt xG tölfræðinni svokölluðu ætti Lennon bara að vera búinn að skora 6,6 mörk í sumar.

XG tölfræðin, eða Expected Goals, reiknar hversu mörg mörk lið og leikmenn eiga að skora miðað við hversu góð færi þau fá.

Lennon skorar því slatta af mörkum úr færum sem flestir framherjar í deildinni myndu ekki skora úr. Með öðrum orðum breytir hann hálffærum í góð færi með spyrnutækni og útsjónarsemi sinni.

Næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar, Blikinn Thomas Mikkelsen, er efstur á xG listanum. Samkvæmt xG tölfræðinni á hann að vera búinn að skora þrettán mörk en hefur gert tólf.

Valsmaðurinn Patrick Pedersen er búinn að skora níu mörk sem er á pari við tölfræðina. Víkingurinn Óttar Magnús Karlsson er einnig með níu mörk en samkvæmt xG tölfræðinni ætti hann að vera búinn að skora rúmlega sex mörk.

Markahæstu leikmenn Pepsi Max-deildar karla

 • Steven Lennon (FH) - 13
 • Thomas Mikkelsen (Breiðablik) - 12
 • Patrick Pedersen (Valur) - 9
 • Óttar Magnús Karlsson (Víkingur) - 9
 • Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir) - 8
 • Stefán Teitur Þórðarson (ÍA) - 7
 • Viktor Jónsson (ÍA) - 6
 • Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA) - 6
 • Kristinn Steindórsson (Breiðablik) - 6
 • Pablo Punyed (KR) - 6

Mörk samkvæmt xG tölfræðinni

 • Thomas Mikkelsen (Breiðablik) - 12,9
 • Patrick Pedersen (Valur) - 8,9
 • Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir) - 8,6
 • Steven Lennon (FH) - 6,6
 • Guðmundur Steinn Hafsteinsson (KA) - 6,6
 • Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA) - 6,4
 • Óttar Magnús Karlsson (Víkingur) - 6,3
 • Kristján Flóki Finnbogason (KR) - 5,1
 • Brynjólfur Andersen Willumsson (Breiðablik) - 4,8
 • Sigurður Egill Lárusson (Valur) - 4,7Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.