Erlent

Fjór­tán og sex­tán ára ung­lingar hand­teknir fyrir morð í Dan­mörku

Atli Ísleifsson skrifar
Átján ára maður var skotinn til bana í Frederiksberg síðastliðið föstudagskvöld.
Átján ára maður var skotinn til bana í Frederiksberg síðastliðið föstudagskvöld. Getty

Lögregla í Kaupmannahöfn handtók í gærkvöldi fjórtán og sextán ára unglinga vegna morðsins á átján ára manni í Frederiksberg síðastliðið föstudagskvöld.

Lögregla greinir frá þessu í tísti. Þar segir jafnframt að þessi fjórtán ára sé nú í umsjón félagsmálayfirvalda, enda sé hann undir lögaldri.

Þessi sextán ára verður leiddur fyrir dómara síðar í dag.

Átján ára maður var skotinn í höfuðið á Dirch Passers Allé í Frederiksberg klukkan 20.44 að staðartíma á föstudag. Hann lést af völdum sára sinna á sunnudaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.