Frábær byrjun tryggði Wolves sigur í fyrsta leik tímabilsins

Raúl Jiménez getur ekki hætt að skora fyrir Úlfana. 
Raúl Jiménez getur ekki hætt að skora fyrir Úlfana.  Mike Egerton/Getty Images

Tvö af spútnikliðum ensku úrvalsdeildarinnar mættust á Bramall Lane í Sheffield í kvöld. Fór það svo að Wolverhampton Wanderers hafði betur þökk sé tveimur mörkum í upphafi leiks, lokatölur 2-0.

Raúl Jiménez kom gestunum yfir strax á þriðju mínútu leiksins. Aðeins þremur mínútum síðar var Wolves komið 2-0 yfir þökk sé marki Roman Saïss. Rosaleg byrjun og dugði það Úlfunum til sigurs í kvöld.

Lærisveinar Chris Wilder komust aldrei í takt við leikinn og fór það svo að Wolves vann leikinn með tveimur mörkum gegn engu. 

Bein lýsing

Leikirnir




    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.