Fatan hans Marcelo Bielsa var frumsýnd á Anfield og vakti furðu margra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2020 10:00 Marcelo Bielsa, knattspyrnusjóri Leeds United, situr hér á fötunni sinni á Anfield um helgina. EPA-EFE/Paul Ellis Frábær frammistaða nýliða Leeds United á Anfield var ekki það eina sam vakti athygli í leik Liverpool og Leeds í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Margir voru að velta því fyrir sér á hverju knattspyrnustjóri Leeds sat í þessum leik. Marcelo Bielsa stýrði liði í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn um helgina þegar Leeds United tapaði 4-3 á móti Englandsmeisturum Liverpool. Leeds liðið stóð sig frábærlega og úr varð sjö marka leikur þar sem meistararnir máttu þakka fyrir að taka öll þrjú stigin. Marcelo Bielsa er á sínu þriðja tímabili með Leeds og er búinn að setja saman skemmtilegt lið sem er óhrætt við að spila fótbolta á stöðum eins og heimavelli Englandsmeistaranna. Augu margra voru hins vegar á Bielsa sjálfum og menn voru að velta því fyrir sér á hverju hann sat stærsta hluta leiksins. Bielsa nýtti sér nefnilega ekki sætin á varamannabekknum eins og knattspyrnustjórarnir gera vanalega heldur sat á sérstakri fötu í þjálfaraboxinu við hliðarlínuna. Why Leeds United manager Marcelo Bielsa sits on a bucket during games. https://t.co/qOpp5FVtSh pic.twitter.com/yVAEOoOBTF— SPORTbible (@sportbible) September 13, 2020 Fyrir þá sem þekkja til Marcelo Bielsa þá kom það ekki mikið á óvart að sjá hann á fötunni á Anfield enda er þetta ekkert nýtt hjá honum. Guillem Balague, blaðamaður BBC, komst að því við gerð heimildarmyndar um Leeds á síðasta ári af hverju „El Loco“ eins og hann er kallaður situr á þessari fötu. „Hann gengur rúma sex kílómetra frá heimili sínu og á æfingavöllinn. Hann labbar líka mikið í leikjunum sjálfum og ástæðan fyrir því að hann sest niður á þessa fötu er að hann er glíma við mikinn bakverk sem hefur fylgt honum síðan hann var að spila sjálfur,“ sagði Guillem Balague í heimildarmyndinni. Bielsa byrjaði á því að setjast niður á kælibox þegar hann var hjá Marseille en Leeds reddaði honum fötu með sæti á og fengu meðal annars fyrirtæki til að kaupa auglýsingu á hana. Það er síðan mjúkt sæti efst til að gera setuna enn þægilegri fyrir Bielsa. Það er almennt talið að hinn 65 ára gamli Bielsa vilji líka vera á fötunni í stað þess að sitja í varamannaskýlinu á Elland Road sem er grafið niður. „Viltu að ég segi eitthvað meira en hvað þetta er? Þetta er bara fata. Ég hef engu við það að bæta nema að þetta er þægileg fata, sagði Marcelo Bielsa þegar hann var spurður út í fötuna sína. Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
Frábær frammistaða nýliða Leeds United á Anfield var ekki það eina sam vakti athygli í leik Liverpool og Leeds í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Margir voru að velta því fyrir sér á hverju knattspyrnustjóri Leeds sat í þessum leik. Marcelo Bielsa stýrði liði í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn um helgina þegar Leeds United tapaði 4-3 á móti Englandsmeisturum Liverpool. Leeds liðið stóð sig frábærlega og úr varð sjö marka leikur þar sem meistararnir máttu þakka fyrir að taka öll þrjú stigin. Marcelo Bielsa er á sínu þriðja tímabili með Leeds og er búinn að setja saman skemmtilegt lið sem er óhrætt við að spila fótbolta á stöðum eins og heimavelli Englandsmeistaranna. Augu margra voru hins vegar á Bielsa sjálfum og menn voru að velta því fyrir sér á hverju hann sat stærsta hluta leiksins. Bielsa nýtti sér nefnilega ekki sætin á varamannabekknum eins og knattspyrnustjórarnir gera vanalega heldur sat á sérstakri fötu í þjálfaraboxinu við hliðarlínuna. Why Leeds United manager Marcelo Bielsa sits on a bucket during games. https://t.co/qOpp5FVtSh pic.twitter.com/yVAEOoOBTF— SPORTbible (@sportbible) September 13, 2020 Fyrir þá sem þekkja til Marcelo Bielsa þá kom það ekki mikið á óvart að sjá hann á fötunni á Anfield enda er þetta ekkert nýtt hjá honum. Guillem Balague, blaðamaður BBC, komst að því við gerð heimildarmyndar um Leeds á síðasta ári af hverju „El Loco“ eins og hann er kallaður situr á þessari fötu. „Hann gengur rúma sex kílómetra frá heimili sínu og á æfingavöllinn. Hann labbar líka mikið í leikjunum sjálfum og ástæðan fyrir því að hann sest niður á þessa fötu er að hann er glíma við mikinn bakverk sem hefur fylgt honum síðan hann var að spila sjálfur,“ sagði Guillem Balague í heimildarmyndinni. Bielsa byrjaði á því að setjast niður á kælibox þegar hann var hjá Marseille en Leeds reddaði honum fötu með sæti á og fengu meðal annars fyrirtæki til að kaupa auglýsingu á hana. Það er síðan mjúkt sæti efst til að gera setuna enn þægilegri fyrir Bielsa. Það er almennt talið að hinn 65 ára gamli Bielsa vilji líka vera á fötunni í stað þess að sitja í varamannaskýlinu á Elland Road sem er grafið niður. „Viltu að ég segi eitthvað meira en hvað þetta er? Þetta er bara fata. Ég hef engu við það að bæta nema að þetta er þægileg fata, sagði Marcelo Bielsa þegar hann var spurður út í fötuna sína.
Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira