Frank Lampard fannst gagnrýni Jürgen Klopp vera svolítið hlægileg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2020 08:00 Frank Lampard svaraði Jürgen Klopp en þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir eru ósammála. Getty/Phil Noble Frank Lampard gaf ekki mikið fyrir gagnrýni knattspyrnustjóra Liverpool í síðustu viku en Lampard var spurður út í aðfinnslur Jürgen Klopp við kaupgleði Chelsea í sumar. Frank Lampard hefur verið duglegur við að styrkja leikmannahóp Chelsea í sumar og félagið hefur eytt langmest af öllum liðum ensku úrvalsdeildarinnar. Á meðan Liverpool hefur bara keypt gríska bakvörðinn Kostas Tsimikas á 11,7 milljónir punda þá hefur Chelsea eytt meira en tvö hundruð milljónum punda í nýja leikmenn. Frank Lampard makes light of Jürgen Klopp's criticism of Chelsea's spending | By @JacobSteinberg https://t.co/94FrGcrYIq— Guardian sport (@guardian_sport) September 13, 2020 Jürgen Klopp fannst Chelsea ekki vera að hegða sér rétt á markaðnum í sambandi við núverandi ástand í heiminum og alla þá óvissu sem tengist kórónuveirufaraldrinum. „Við getum ekki hegðað okkur eins og Chelsea,“ sagði Jürgen Klopp meðal annars og skaut einnig á eiganda Chelsea, Roman Abramovich. Frank Lampard segir Jürgen Klopp ekki hafa efni á því að gagnrýna kaup Chelsea því Liverpool hafi eytt miklum pening í sinna leikmannahóp á undanförnum árum. „Mér fannst þetta frekar hlægilegt ekki síst að vera að tala um eigendur félaga. Ég held að það skipti engu máli í hvernig viðskiptum þeir eru,“ sagði Frank Lampard. „Við erum að tala um mjög ríka eigendur í ensku úrvalsdeildinni. Í sambandi við sögu Liverpool þvi ég talaði oft um það á síðasta ári. Þeir gerðu mjög vel í að setja saman sitt lið. Sannleikurinn er sá, að fyrir utan kannski Leicester, þá hafa flest félög sem vinna ensku úrvalsdeildina eytt miklum fjármunum í sín lið,“ sagði Frank Lampard. Frank Lampard says Jurgen Klopp's comments about Chelsea's transfer window spending are "slightly amusing".In full: https://t.co/yY9Fg9FQk5#LFC #ChelseaFC #bbcfootball pic.twitter.com/Xyw9pjGfBc— BBC Sport (@BBCSport) September 13, 2020 „Við getum farið í gegnum Liverpool leikmennina og nefnt menn eins og [Virgil] van Dijk, Alisson, Fabinho, [Naby] Keïta, [Sadio] Mané og [Mohamed] Salah. Ótrúlegir leikmenn sem kostuðu líka sitt. Liverpool hefur eytt í menn yfir langan tíma. Við erum að eyða í menn eftir að hafa verið í banni og af því að við erum að reyna að bregðast við þörfinni. Það er engin ástæða til að hella sér í einhverja útreikninga,“ sagði Lampard. „Við vitum vel að Liverpool hefur eytt miklu í leikmenn. Við vitum að þeir eru með ótrúlegan stjóra. Við vitum að þeir hafa ótrúlega leikmenn. Klókindin hjá Liverpool er að þeir hafa trúað á stjórann sinn og leikkerfið hans í mörg ár. Þetta er falleg saga en þeir hafa engu að síður eytt peningum í þessari sögu. Við höfum eytt pening í sumar og nú bíður okkar mikil vinna,“ sagði Frank Lampard. Enski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Fleiri fréttir Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Sjá meira
Frank Lampard gaf ekki mikið fyrir gagnrýni knattspyrnustjóra Liverpool í síðustu viku en Lampard var spurður út í aðfinnslur Jürgen Klopp við kaupgleði Chelsea í sumar. Frank Lampard hefur verið duglegur við að styrkja leikmannahóp Chelsea í sumar og félagið hefur eytt langmest af öllum liðum ensku úrvalsdeildarinnar. Á meðan Liverpool hefur bara keypt gríska bakvörðinn Kostas Tsimikas á 11,7 milljónir punda þá hefur Chelsea eytt meira en tvö hundruð milljónum punda í nýja leikmenn. Frank Lampard makes light of Jürgen Klopp's criticism of Chelsea's spending | By @JacobSteinberg https://t.co/94FrGcrYIq— Guardian sport (@guardian_sport) September 13, 2020 Jürgen Klopp fannst Chelsea ekki vera að hegða sér rétt á markaðnum í sambandi við núverandi ástand í heiminum og alla þá óvissu sem tengist kórónuveirufaraldrinum. „Við getum ekki hegðað okkur eins og Chelsea,“ sagði Jürgen Klopp meðal annars og skaut einnig á eiganda Chelsea, Roman Abramovich. Frank Lampard segir Jürgen Klopp ekki hafa efni á því að gagnrýna kaup Chelsea því Liverpool hafi eytt miklum pening í sinna leikmannahóp á undanförnum árum. „Mér fannst þetta frekar hlægilegt ekki síst að vera að tala um eigendur félaga. Ég held að það skipti engu máli í hvernig viðskiptum þeir eru,“ sagði Frank Lampard. „Við erum að tala um mjög ríka eigendur í ensku úrvalsdeildinni. Í sambandi við sögu Liverpool þvi ég talaði oft um það á síðasta ári. Þeir gerðu mjög vel í að setja saman sitt lið. Sannleikurinn er sá, að fyrir utan kannski Leicester, þá hafa flest félög sem vinna ensku úrvalsdeildina eytt miklum fjármunum í sín lið,“ sagði Frank Lampard. Frank Lampard says Jurgen Klopp's comments about Chelsea's transfer window spending are "slightly amusing".In full: https://t.co/yY9Fg9FQk5#LFC #ChelseaFC #bbcfootball pic.twitter.com/Xyw9pjGfBc— BBC Sport (@BBCSport) September 13, 2020 „Við getum farið í gegnum Liverpool leikmennina og nefnt menn eins og [Virgil] van Dijk, Alisson, Fabinho, [Naby] Keïta, [Sadio] Mané og [Mohamed] Salah. Ótrúlegir leikmenn sem kostuðu líka sitt. Liverpool hefur eytt í menn yfir langan tíma. Við erum að eyða í menn eftir að hafa verið í banni og af því að við erum að reyna að bregðast við þörfinni. Það er engin ástæða til að hella sér í einhverja útreikninga,“ sagði Lampard. „Við vitum vel að Liverpool hefur eytt miklu í leikmenn. Við vitum að þeir eru með ótrúlegan stjóra. Við vitum að þeir hafa ótrúlega leikmenn. Klókindin hjá Liverpool er að þeir hafa trúað á stjórann sinn og leikkerfið hans í mörg ár. Þetta er falleg saga en þeir hafa engu að síður eytt peningum í þessari sögu. Við höfum eytt pening í sumar og nú bíður okkar mikil vinna,“ sagði Frank Lampard.
Enski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Fleiri fréttir Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Sjá meira