Frank Lampard fannst gagnrýni Jürgen Klopp vera svolítið hlægileg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2020 08:00 Frank Lampard svaraði Jürgen Klopp en þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir eru ósammála. Getty/Phil Noble Frank Lampard gaf ekki mikið fyrir gagnrýni knattspyrnustjóra Liverpool í síðustu viku en Lampard var spurður út í aðfinnslur Jürgen Klopp við kaupgleði Chelsea í sumar. Frank Lampard hefur verið duglegur við að styrkja leikmannahóp Chelsea í sumar og félagið hefur eytt langmest af öllum liðum ensku úrvalsdeildarinnar. Á meðan Liverpool hefur bara keypt gríska bakvörðinn Kostas Tsimikas á 11,7 milljónir punda þá hefur Chelsea eytt meira en tvö hundruð milljónum punda í nýja leikmenn. Frank Lampard makes light of Jürgen Klopp's criticism of Chelsea's spending | By @JacobSteinberg https://t.co/94FrGcrYIq— Guardian sport (@guardian_sport) September 13, 2020 Jürgen Klopp fannst Chelsea ekki vera að hegða sér rétt á markaðnum í sambandi við núverandi ástand í heiminum og alla þá óvissu sem tengist kórónuveirufaraldrinum. „Við getum ekki hegðað okkur eins og Chelsea,“ sagði Jürgen Klopp meðal annars og skaut einnig á eiganda Chelsea, Roman Abramovich. Frank Lampard segir Jürgen Klopp ekki hafa efni á því að gagnrýna kaup Chelsea því Liverpool hafi eytt miklum pening í sinna leikmannahóp á undanförnum árum. „Mér fannst þetta frekar hlægilegt ekki síst að vera að tala um eigendur félaga. Ég held að það skipti engu máli í hvernig viðskiptum þeir eru,“ sagði Frank Lampard. „Við erum að tala um mjög ríka eigendur í ensku úrvalsdeildinni. Í sambandi við sögu Liverpool þvi ég talaði oft um það á síðasta ári. Þeir gerðu mjög vel í að setja saman sitt lið. Sannleikurinn er sá, að fyrir utan kannski Leicester, þá hafa flest félög sem vinna ensku úrvalsdeildina eytt miklum fjármunum í sín lið,“ sagði Frank Lampard. Frank Lampard says Jurgen Klopp's comments about Chelsea's transfer window spending are "slightly amusing".In full: https://t.co/yY9Fg9FQk5#LFC #ChelseaFC #bbcfootball pic.twitter.com/Xyw9pjGfBc— BBC Sport (@BBCSport) September 13, 2020 „Við getum farið í gegnum Liverpool leikmennina og nefnt menn eins og [Virgil] van Dijk, Alisson, Fabinho, [Naby] Keïta, [Sadio] Mané og [Mohamed] Salah. Ótrúlegir leikmenn sem kostuðu líka sitt. Liverpool hefur eytt í menn yfir langan tíma. Við erum að eyða í menn eftir að hafa verið í banni og af því að við erum að reyna að bregðast við þörfinni. Það er engin ástæða til að hella sér í einhverja útreikninga,“ sagði Lampard. „Við vitum vel að Liverpool hefur eytt miklu í leikmenn. Við vitum að þeir eru með ótrúlegan stjóra. Við vitum að þeir hafa ótrúlega leikmenn. Klókindin hjá Liverpool er að þeir hafa trúað á stjórann sinn og leikkerfið hans í mörg ár. Þetta er falleg saga en þeir hafa engu að síður eytt peningum í þessari sögu. Við höfum eytt pening í sumar og nú bíður okkar mikil vinna,“ sagði Frank Lampard. Enski boltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Frank Lampard gaf ekki mikið fyrir gagnrýni knattspyrnustjóra Liverpool í síðustu viku en Lampard var spurður út í aðfinnslur Jürgen Klopp við kaupgleði Chelsea í sumar. Frank Lampard hefur verið duglegur við að styrkja leikmannahóp Chelsea í sumar og félagið hefur eytt langmest af öllum liðum ensku úrvalsdeildarinnar. Á meðan Liverpool hefur bara keypt gríska bakvörðinn Kostas Tsimikas á 11,7 milljónir punda þá hefur Chelsea eytt meira en tvö hundruð milljónum punda í nýja leikmenn. Frank Lampard makes light of Jürgen Klopp's criticism of Chelsea's spending | By @JacobSteinberg https://t.co/94FrGcrYIq— Guardian sport (@guardian_sport) September 13, 2020 Jürgen Klopp fannst Chelsea ekki vera að hegða sér rétt á markaðnum í sambandi við núverandi ástand í heiminum og alla þá óvissu sem tengist kórónuveirufaraldrinum. „Við getum ekki hegðað okkur eins og Chelsea,“ sagði Jürgen Klopp meðal annars og skaut einnig á eiganda Chelsea, Roman Abramovich. Frank Lampard segir Jürgen Klopp ekki hafa efni á því að gagnrýna kaup Chelsea því Liverpool hafi eytt miklum pening í sinna leikmannahóp á undanförnum árum. „Mér fannst þetta frekar hlægilegt ekki síst að vera að tala um eigendur félaga. Ég held að það skipti engu máli í hvernig viðskiptum þeir eru,“ sagði Frank Lampard. „Við erum að tala um mjög ríka eigendur í ensku úrvalsdeildinni. Í sambandi við sögu Liverpool þvi ég talaði oft um það á síðasta ári. Þeir gerðu mjög vel í að setja saman sitt lið. Sannleikurinn er sá, að fyrir utan kannski Leicester, þá hafa flest félög sem vinna ensku úrvalsdeildina eytt miklum fjármunum í sín lið,“ sagði Frank Lampard. Frank Lampard says Jurgen Klopp's comments about Chelsea's transfer window spending are "slightly amusing".In full: https://t.co/yY9Fg9FQk5#LFC #ChelseaFC #bbcfootball pic.twitter.com/Xyw9pjGfBc— BBC Sport (@BBCSport) September 13, 2020 „Við getum farið í gegnum Liverpool leikmennina og nefnt menn eins og [Virgil] van Dijk, Alisson, Fabinho, [Naby] Keïta, [Sadio] Mané og [Mohamed] Salah. Ótrúlegir leikmenn sem kostuðu líka sitt. Liverpool hefur eytt í menn yfir langan tíma. Við erum að eyða í menn eftir að hafa verið í banni og af því að við erum að reyna að bregðast við þörfinni. Það er engin ástæða til að hella sér í einhverja útreikninga,“ sagði Lampard. „Við vitum vel að Liverpool hefur eytt miklu í leikmenn. Við vitum að þeir eru með ótrúlegan stjóra. Við vitum að þeir hafa ótrúlega leikmenn. Klókindin hjá Liverpool er að þeir hafa trúað á stjórann sinn og leikkerfið hans í mörg ár. Þetta er falleg saga en þeir hafa engu að síður eytt peningum í þessari sögu. Við höfum eytt pening í sumar og nú bíður okkar mikil vinna,“ sagði Frank Lampard.
Enski boltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira