Enski boltinn

Rúnar Alex á leið til Arsenal?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar Alex í leik með Dijon.
Rúnar Alex í leik með Dijon.

Fjölmiðlamaðurinn Elliot Richardsson greinir frá því að Rúnar Alex Rúnarsson gæti verið á leiðinni til enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal.

Rúnar Alex er á mála hjá Dijon í Frakklandi þar sem hann hefur verið varamarkvörður undanfarið ár eftir komu Alfred Gomis til félagsins.

Emiliano Martinez er að yfirgefa herbúðir Arsenal og vantar félagið þar af leiðandi markvörð en Martinez er á leið til Aston Villa.

Inaki Cana er markmannsþjálfari Arsenal. Hann vann með Rúnari hjá Nordsjælland og hafa þeir haldið miklu og góðu sambandi síðan þá.

Sagt er að Inaki hafi m.a. reynt að fá Rúnar til Brentford þar sem hann vann á síðustu leiktíð en það verður fróðlegt að fylgjast með þessum skiptum.

Rúnar sat allan tímann á bekknum hjá Dijon í dag en hann er uppalinn hjá KR. Þaðan fór hann til Nordsjælland áður en leiðin lá til Frakklands árið 2018.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.