Breska lögreglan: „Hafnið hátíðahöldum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. september 2020 14:49 Djammið í London. Ef vel er að gáð má sjá sjö manna hóp standa og spjalla saman. Frá og með mánudeginum verður slíkt ekki leyfilegt í borginni. Victoria Jones/PA Images via Getty Lögreglan í Bretlandi hefur varað almenning við því að nýta líðandi helgi til hátíðarhalda og partístands þó að hertar reglur um samkomutakmarkanir taki ekki gildi fyrr en á mánudag. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Samtökum lögreglumanna að veruleg hætta sé á því að almenningur muni reyna að „nýta sér“ núverandi reglur til þess að skemmta sér saman áður en hinar hertu reglur taka gildi. Reglurnar sem taka gildi eftir helgi kveða á um að hámarksfjöldi fólks sem kemur saman í Englandi verði sex. Reglurnar munu gilda um alla aldurshópa. Reglurnar voru settar þar sem útlit er fyrir að Bretland gæti farið að „missa stjórn“ á kórónuveirufaraldrinum. Sektin fyrir fyrsta brot á reglunum nemur 100 Sterlingspundum, eða rúmlega 17.000 krónum. Sektin tvöfaldast svo fyrir hvert brot sem bætist við það fyrsta, þar til hámarki sektarheimildarinnar er náð eftir sex brot. Hámarkið er því 3.200 pund, eða um 560.000 krónur. Skotar, sem setja sínar eigin sóttvarnareglur, munu þá banna samkomur fleiri en sex innan- sem utandyra. Þó mega einstaklingar af sama heimili vera fleiri saman og reglurnar ná ekki til barna undir 12 ára aldri. Frá og með mánudeginum verða þá samkomur fleiri en sex innandyra ólöglegar í Wales, að því gefnu að um sé að ræða samkomu fólks af fleiri en einu heimili. Þó mega 30 manns enn hittast utandyra. Bretland England Skotland Wales Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Lögreglan í Bretlandi hefur varað almenning við því að nýta líðandi helgi til hátíðarhalda og partístands þó að hertar reglur um samkomutakmarkanir taki ekki gildi fyrr en á mánudag. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Samtökum lögreglumanna að veruleg hætta sé á því að almenningur muni reyna að „nýta sér“ núverandi reglur til þess að skemmta sér saman áður en hinar hertu reglur taka gildi. Reglurnar sem taka gildi eftir helgi kveða á um að hámarksfjöldi fólks sem kemur saman í Englandi verði sex. Reglurnar munu gilda um alla aldurshópa. Reglurnar voru settar þar sem útlit er fyrir að Bretland gæti farið að „missa stjórn“ á kórónuveirufaraldrinum. Sektin fyrir fyrsta brot á reglunum nemur 100 Sterlingspundum, eða rúmlega 17.000 krónum. Sektin tvöfaldast svo fyrir hvert brot sem bætist við það fyrsta, þar til hámarki sektarheimildarinnar er náð eftir sex brot. Hámarkið er því 3.200 pund, eða um 560.000 krónur. Skotar, sem setja sínar eigin sóttvarnareglur, munu þá banna samkomur fleiri en sex innan- sem utandyra. Þó mega einstaklingar af sama heimili vera fleiri saman og reglurnar ná ekki til barna undir 12 ára aldri. Frá og með mánudeginum verða þá samkomur fleiri en sex innandyra ólöglegar í Wales, að því gefnu að um sé að ræða samkomu fólks af fleiri en einu heimili. Þó mega 30 manns enn hittast utandyra.
Bretland England Skotland Wales Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira