Samsæriskenningar flæða yfir neyðarlínu í gróðureldunum Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2020 15:55 Maður heldur á Q-merki á fundi stuðningsmanna Trump forseta árið 2018. Fylgjendur samsæriskenningarnar hafa orðið sífellt meira áberandi í stuðningsliði forsetans sem hefur itrekað vikið sér undan að fordæma hana. AP/Matt Rourke Starfsmenn neyðarlínu í Oregon í Bandaríkjunum hafa ekki undan að svara símtölum frá fólki með samsæriskenningar um að svonefndir andfasistar hafi kveikt gríðarlega gróðurelda sem þar geisa. Yfirvöld biðla til fólks að treysta aðeins upplýsingum sem hafa verið staðfestar af opinberum aðilum. Fullyrðingarnar eiga rætur sínar að rekja til framandlegrar samsæriskenningar um Donald Trump forseta. Gróðureldarnir sem valda nú mannskaða og eyðileggingu í Oregon, Kaliforníu og Washington eru sögulega slæmir. Það hefur ekki hjálpað yfirvöldum í glímunni við þá að yfir neyðarstarfsmenn rignir hringingum frá fólki sem aðhyllist svonefnda QAnon-samsæriskenningu um að róttækir vinstrimenn hafi verið handteknir fyrir að kveikja eldana. QAnon er fjarstæðukennd samsæriskenning um að Trump forseti heyi leynilegt stríð gegn blóðþyrstum hring satanískra barnaníðinga sem helstu pólitísku keppinautar hans eiga að vera bendlaðir við. Óþekktur netverji sem gengur undir notendanafninu „Q“ deilir reglulega torræðum skilaboðum sem fylgjendur keppast við að túlka. Alríkislögreglan FBI telur hryðjuverkahættu stafa af fylgjendum samsæriskenningarinnar. Lögreglustjórinn í Douglas-sýslu í Oregon varaði við því í Facebook-færslu í gær að orðrómar dreifðu líka úr sér eins og eldur í sinu. Starfsmenn embættisins hefðu ekki undan að svara spurningum um ósannan orðróm um að sex svonefndir andfasistar hefðu verið handteknir fyrir að kveikja eldana. Svipuð tilkynning kom frá lögreglustjóranum í Jackson-sýslu í sama ríki, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Stjórnlausir gróðureldar í Oregon lögðu meðal annars bæinn Talent svo gott sem í rúst í vikunni.AP/Kevin Jantzer Orðrómar um bæði hægri- og vinstriöfgahópa Uppruni samsæriskenningarinnar um að andfasistar hafi kveikt eldana virðist vera tíst frá fyrrverandi frambjóðanda til öldungadeildarþingsætis í forvali Repúblikanaflokksins. Hann hélt því ranglega fram að sex brennuvargar væru í haldi lögreglu í Douglas-sýslu. „Q“ deildi tísti frambjóðandans á spjallborði samsæriskenningasinnanna skömmu áður en allar símalínur byrjuðu að glóa hjá yfirvöldum í Oregon. AP-fréttastofan segir að fölskum orðrómum hafi einnig verið dreift um að Stoltu strákarnir, hópur hægriöfgasinna, hafi kveikt eldana. Lögreglan í Medford í Oregon hafnaði fréttum af því að hún hefði handtekið vinstri- eða hægriöfgamenn vegna elda sem rústuðu bæjunum Phoenix og Talent. Hópar af vinstri og hægri jaðrinum hafa tekist á í kringum mótmæli gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi í Portland í Oregon undanfarið. Hópur stuðningsmanna Trump forseta ók í gegnum mótmælin á pallbílum í síðasta mánuði. Einn liðsmanna hægriöfgahóps var skotinn til bana en lögregluyfirvöld skutu meintan morðingja hans, stuðningsmann andfasista, til bana viku síðar. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Starfsmenn neyðarlínu í Oregon í Bandaríkjunum hafa ekki undan að svara símtölum frá fólki með samsæriskenningar um að svonefndir andfasistar hafi kveikt gríðarlega gróðurelda sem þar geisa. Yfirvöld biðla til fólks að treysta aðeins upplýsingum sem hafa verið staðfestar af opinberum aðilum. Fullyrðingarnar eiga rætur sínar að rekja til framandlegrar samsæriskenningar um Donald Trump forseta. Gróðureldarnir sem valda nú mannskaða og eyðileggingu í Oregon, Kaliforníu og Washington eru sögulega slæmir. Það hefur ekki hjálpað yfirvöldum í glímunni við þá að yfir neyðarstarfsmenn rignir hringingum frá fólki sem aðhyllist svonefnda QAnon-samsæriskenningu um að róttækir vinstrimenn hafi verið handteknir fyrir að kveikja eldana. QAnon er fjarstæðukennd samsæriskenning um að Trump forseti heyi leynilegt stríð gegn blóðþyrstum hring satanískra barnaníðinga sem helstu pólitísku keppinautar hans eiga að vera bendlaðir við. Óþekktur netverji sem gengur undir notendanafninu „Q“ deilir reglulega torræðum skilaboðum sem fylgjendur keppast við að túlka. Alríkislögreglan FBI telur hryðjuverkahættu stafa af fylgjendum samsæriskenningarinnar. Lögreglustjórinn í Douglas-sýslu í Oregon varaði við því í Facebook-færslu í gær að orðrómar dreifðu líka úr sér eins og eldur í sinu. Starfsmenn embættisins hefðu ekki undan að svara spurningum um ósannan orðróm um að sex svonefndir andfasistar hefðu verið handteknir fyrir að kveikja eldana. Svipuð tilkynning kom frá lögreglustjóranum í Jackson-sýslu í sama ríki, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Stjórnlausir gróðureldar í Oregon lögðu meðal annars bæinn Talent svo gott sem í rúst í vikunni.AP/Kevin Jantzer Orðrómar um bæði hægri- og vinstriöfgahópa Uppruni samsæriskenningarinnar um að andfasistar hafi kveikt eldana virðist vera tíst frá fyrrverandi frambjóðanda til öldungadeildarþingsætis í forvali Repúblikanaflokksins. Hann hélt því ranglega fram að sex brennuvargar væru í haldi lögreglu í Douglas-sýslu. „Q“ deildi tísti frambjóðandans á spjallborði samsæriskenningasinnanna skömmu áður en allar símalínur byrjuðu að glóa hjá yfirvöldum í Oregon. AP-fréttastofan segir að fölskum orðrómum hafi einnig verið dreift um að Stoltu strákarnir, hópur hægriöfgasinna, hafi kveikt eldana. Lögreglan í Medford í Oregon hafnaði fréttum af því að hún hefði handtekið vinstri- eða hægriöfgamenn vegna elda sem rústuðu bæjunum Phoenix og Talent. Hópar af vinstri og hægri jaðrinum hafa tekist á í kringum mótmæli gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi í Portland í Oregon undanfarið. Hópur stuðningsmanna Trump forseta ók í gegnum mótmælin á pallbílum í síðasta mánuði. Einn liðsmanna hægriöfgahóps var skotinn til bana en lögregluyfirvöld skutu meintan morðingja hans, stuðningsmann andfasista, til bana viku síðar.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07
Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59
Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17