Samsæriskenningar flæða yfir neyðarlínu í gróðureldunum Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2020 15:55 Maður heldur á Q-merki á fundi stuðningsmanna Trump forseta árið 2018. Fylgjendur samsæriskenningarnar hafa orðið sífellt meira áberandi í stuðningsliði forsetans sem hefur itrekað vikið sér undan að fordæma hana. AP/Matt Rourke Starfsmenn neyðarlínu í Oregon í Bandaríkjunum hafa ekki undan að svara símtölum frá fólki með samsæriskenningar um að svonefndir andfasistar hafi kveikt gríðarlega gróðurelda sem þar geisa. Yfirvöld biðla til fólks að treysta aðeins upplýsingum sem hafa verið staðfestar af opinberum aðilum. Fullyrðingarnar eiga rætur sínar að rekja til framandlegrar samsæriskenningar um Donald Trump forseta. Gróðureldarnir sem valda nú mannskaða og eyðileggingu í Oregon, Kaliforníu og Washington eru sögulega slæmir. Það hefur ekki hjálpað yfirvöldum í glímunni við þá að yfir neyðarstarfsmenn rignir hringingum frá fólki sem aðhyllist svonefnda QAnon-samsæriskenningu um að róttækir vinstrimenn hafi verið handteknir fyrir að kveikja eldana. QAnon er fjarstæðukennd samsæriskenning um að Trump forseti heyi leynilegt stríð gegn blóðþyrstum hring satanískra barnaníðinga sem helstu pólitísku keppinautar hans eiga að vera bendlaðir við. Óþekktur netverji sem gengur undir notendanafninu „Q“ deilir reglulega torræðum skilaboðum sem fylgjendur keppast við að túlka. Alríkislögreglan FBI telur hryðjuverkahættu stafa af fylgjendum samsæriskenningarinnar. Lögreglustjórinn í Douglas-sýslu í Oregon varaði við því í Facebook-færslu í gær að orðrómar dreifðu líka úr sér eins og eldur í sinu. Starfsmenn embættisins hefðu ekki undan að svara spurningum um ósannan orðróm um að sex svonefndir andfasistar hefðu verið handteknir fyrir að kveikja eldana. Svipuð tilkynning kom frá lögreglustjóranum í Jackson-sýslu í sama ríki, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Stjórnlausir gróðureldar í Oregon lögðu meðal annars bæinn Talent svo gott sem í rúst í vikunni.AP/Kevin Jantzer Orðrómar um bæði hægri- og vinstriöfgahópa Uppruni samsæriskenningarinnar um að andfasistar hafi kveikt eldana virðist vera tíst frá fyrrverandi frambjóðanda til öldungadeildarþingsætis í forvali Repúblikanaflokksins. Hann hélt því ranglega fram að sex brennuvargar væru í haldi lögreglu í Douglas-sýslu. „Q“ deildi tísti frambjóðandans á spjallborði samsæriskenningasinnanna skömmu áður en allar símalínur byrjuðu að glóa hjá yfirvöldum í Oregon. AP-fréttastofan segir að fölskum orðrómum hafi einnig verið dreift um að Stoltu strákarnir, hópur hægriöfgasinna, hafi kveikt eldana. Lögreglan í Medford í Oregon hafnaði fréttum af því að hún hefði handtekið vinstri- eða hægriöfgamenn vegna elda sem rústuðu bæjunum Phoenix og Talent. Hópar af vinstri og hægri jaðrinum hafa tekist á í kringum mótmæli gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi í Portland í Oregon undanfarið. Hópur stuðningsmanna Trump forseta ók í gegnum mótmælin á pallbílum í síðasta mánuði. Einn liðsmanna hægriöfgahóps var skotinn til bana en lögregluyfirvöld skutu meintan morðingja hans, stuðningsmann andfasista, til bana viku síðar. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Starfsmenn neyðarlínu í Oregon í Bandaríkjunum hafa ekki undan að svara símtölum frá fólki með samsæriskenningar um að svonefndir andfasistar hafi kveikt gríðarlega gróðurelda sem þar geisa. Yfirvöld biðla til fólks að treysta aðeins upplýsingum sem hafa verið staðfestar af opinberum aðilum. Fullyrðingarnar eiga rætur sínar að rekja til framandlegrar samsæriskenningar um Donald Trump forseta. Gróðureldarnir sem valda nú mannskaða og eyðileggingu í Oregon, Kaliforníu og Washington eru sögulega slæmir. Það hefur ekki hjálpað yfirvöldum í glímunni við þá að yfir neyðarstarfsmenn rignir hringingum frá fólki sem aðhyllist svonefnda QAnon-samsæriskenningu um að róttækir vinstrimenn hafi verið handteknir fyrir að kveikja eldana. QAnon er fjarstæðukennd samsæriskenning um að Trump forseti heyi leynilegt stríð gegn blóðþyrstum hring satanískra barnaníðinga sem helstu pólitísku keppinautar hans eiga að vera bendlaðir við. Óþekktur netverji sem gengur undir notendanafninu „Q“ deilir reglulega torræðum skilaboðum sem fylgjendur keppast við að túlka. Alríkislögreglan FBI telur hryðjuverkahættu stafa af fylgjendum samsæriskenningarinnar. Lögreglustjórinn í Douglas-sýslu í Oregon varaði við því í Facebook-færslu í gær að orðrómar dreifðu líka úr sér eins og eldur í sinu. Starfsmenn embættisins hefðu ekki undan að svara spurningum um ósannan orðróm um að sex svonefndir andfasistar hefðu verið handteknir fyrir að kveikja eldana. Svipuð tilkynning kom frá lögreglustjóranum í Jackson-sýslu í sama ríki, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Stjórnlausir gróðureldar í Oregon lögðu meðal annars bæinn Talent svo gott sem í rúst í vikunni.AP/Kevin Jantzer Orðrómar um bæði hægri- og vinstriöfgahópa Uppruni samsæriskenningarinnar um að andfasistar hafi kveikt eldana virðist vera tíst frá fyrrverandi frambjóðanda til öldungadeildarþingsætis í forvali Repúblikanaflokksins. Hann hélt því ranglega fram að sex brennuvargar væru í haldi lögreglu í Douglas-sýslu. „Q“ deildi tísti frambjóðandans á spjallborði samsæriskenningasinnanna skömmu áður en allar símalínur byrjuðu að glóa hjá yfirvöldum í Oregon. AP-fréttastofan segir að fölskum orðrómum hafi einnig verið dreift um að Stoltu strákarnir, hópur hægriöfgasinna, hafi kveikt eldana. Lögreglan í Medford í Oregon hafnaði fréttum af því að hún hefði handtekið vinstri- eða hægriöfgamenn vegna elda sem rústuðu bæjunum Phoenix og Talent. Hópar af vinstri og hægri jaðrinum hafa tekist á í kringum mótmæli gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi í Portland í Oregon undanfarið. Hópur stuðningsmanna Trump forseta ók í gegnum mótmælin á pallbílum í síðasta mánuði. Einn liðsmanna hægriöfgahóps var skotinn til bana en lögregluyfirvöld skutu meintan morðingja hans, stuðningsmann andfasista, til bana viku síðar.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07
Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59
Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent