Leicester endur­tók leikinn frá meistara­tíma­bilinu

Leicester menn fagna í dag.
Leicester menn fagna í dag. vísir/getty

Leicester byrjar nýtt tímabil af krafti en þeir unnu 3-0 sigur á nýliðunum í West Bromwich Albion í 1. umferðinni.

Þetta er í fyrsta sinn síðan liðið varð meistari tímabilið 2015/2016 að liðið vinnur fyrsta leik tímabilsins.

Staðan var markalaus í hálfleik en fyrsta markið kom á 56. mínútu er nýi maðurinn, Timothy Castagne, skoraði í sínum fyrsta leik.

Hinn 25 ára gamli Castagne kom til Leicester í sumar frá Atalanta en Leicester þurfti að borga um 24 milljónir evra fyrir hann.

Jamie Vardy skoraði svo annað markið úr vítaspyrnu stundarfjórðungi fyrir leikslok og Vardy skoraði annað mark sitt og þriðja mark Leicester á 84. mínútu.

Lokatölur 3-0 og ljóst að Leicester er búið að hrista af sér slenið að hafa kastað frá sér Meistaradeildarsæti á síðustu leiktíð með slæmum endaspretti.

Það er langur vetur framundan fyrir nýliða WBA sem fékk 3-0 skell á heimavelli í fyrstu umferðinni.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira