Sancho nær Old Trafford eftir Íslandsdvölina Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2020 20:30 Jadon Sancho sækir að Herði Björgvini Magnússyni sem gekk vel að verjast enska kantmanninum. VÍSIR/GETTY Bandaríski íþróttamiðillinn ESPN hefur eftir heimildum að vonir Manchester United um að landa enska landsliðsmanninum Jadon Sancho frá Dortmund hafi nú aukist. ESPN segir að United sé skrefi nær því að ná samkomulagi um laun Sancho og greiðslur til umboðsmanns hans, en blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano fullyrðir reyndar á Twitter að það sé ekkert vandamál í gangi varðandi samkomulag á milli leikmannsins og United. Hann vilji ólmur fara á Old Trafford og spurningin snúist eingöngu um það hvort að félögin nái saman. Dortmund er sagt vilja 120 milljónir evra fyrir hinn tvítuga kantmann, sem var í byrjunarliði Englands gegn Íslandi á Laugardalsvelli en náði lítið að setja mark sitt á leikinn. Jadon Sancho has an agreement on personal terms with Man United by months. Never had problems, he d love to join #MUFC. It s up to the club - 120m to BVB or nothing.The real story about contract and agents fee, told today on Here we go podcast > https://t.co/iAyq3POGUJ https://t.co/vFzy2GC8a5— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 9, 2020 United telur uppsett verð „óraunhæft“ á tímum kórónuveirufaraldursins sem hafi mikil áhrif á fjárhag knattspyrnufélaga heimsins. ESPN segir að Sancho sé efstur á óskalista Ole Gunnars Solskjær og að félagið vinni að tilboði sem sé nálægt því sem Dortmund óski, en að upphæðin muni dreifast yfir lengri tíma og verða háð ákveðnum skilyrðum. Íþróttastjóri Dortmund sagði reyndar fyrr í sumar að tíminn væri útrunninn varðandi möguleikann á að Sancho færi fyrir 5. október, þegar félagaskiptaglugginn lokast. Sú fullyrðing hefur verið tekin hæfilega alvarlega í fjölmiðlum. United hefur keypt einn leikmann í sumar en það er hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek sem mættur er til félagsins og byrjaði að æfa í dag. Hann var með hollenska landsliðinu síðustu daga en æfði í dag með Harry Maguire fyrirliða og fleirum. Enski boltinn Tengdar fréttir Fullyrðir að Sancho spili fyrir Dortmund í vetur - Frestur United liðinn Íþróttastjóri Dortmund segir það á tæru að Jadon Sancho muni spila með þýska liðinu á komandi leiktíð. Sancho hafði komist að samkomulagi um sín kjör hjá Manchester United. 10. ágúst 2020 15:41 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Bandaríski íþróttamiðillinn ESPN hefur eftir heimildum að vonir Manchester United um að landa enska landsliðsmanninum Jadon Sancho frá Dortmund hafi nú aukist. ESPN segir að United sé skrefi nær því að ná samkomulagi um laun Sancho og greiðslur til umboðsmanns hans, en blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano fullyrðir reyndar á Twitter að það sé ekkert vandamál í gangi varðandi samkomulag á milli leikmannsins og United. Hann vilji ólmur fara á Old Trafford og spurningin snúist eingöngu um það hvort að félögin nái saman. Dortmund er sagt vilja 120 milljónir evra fyrir hinn tvítuga kantmann, sem var í byrjunarliði Englands gegn Íslandi á Laugardalsvelli en náði lítið að setja mark sitt á leikinn. Jadon Sancho has an agreement on personal terms with Man United by months. Never had problems, he d love to join #MUFC. It s up to the club - 120m to BVB or nothing.The real story about contract and agents fee, told today on Here we go podcast > https://t.co/iAyq3POGUJ https://t.co/vFzy2GC8a5— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 9, 2020 United telur uppsett verð „óraunhæft“ á tímum kórónuveirufaraldursins sem hafi mikil áhrif á fjárhag knattspyrnufélaga heimsins. ESPN segir að Sancho sé efstur á óskalista Ole Gunnars Solskjær og að félagið vinni að tilboði sem sé nálægt því sem Dortmund óski, en að upphæðin muni dreifast yfir lengri tíma og verða háð ákveðnum skilyrðum. Íþróttastjóri Dortmund sagði reyndar fyrr í sumar að tíminn væri útrunninn varðandi möguleikann á að Sancho færi fyrir 5. október, þegar félagaskiptaglugginn lokast. Sú fullyrðing hefur verið tekin hæfilega alvarlega í fjölmiðlum. United hefur keypt einn leikmann í sumar en það er hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek sem mættur er til félagsins og byrjaði að æfa í dag. Hann var með hollenska landsliðinu síðustu daga en æfði í dag með Harry Maguire fyrirliða og fleirum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Fullyrðir að Sancho spili fyrir Dortmund í vetur - Frestur United liðinn Íþróttastjóri Dortmund segir það á tæru að Jadon Sancho muni spila með þýska liðinu á komandi leiktíð. Sancho hafði komist að samkomulagi um sín kjör hjá Manchester United. 10. ágúst 2020 15:41 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Fullyrðir að Sancho spili fyrir Dortmund í vetur - Frestur United liðinn Íþróttastjóri Dortmund segir það á tæru að Jadon Sancho muni spila með þýska liðinu á komandi leiktíð. Sancho hafði komist að samkomulagi um sín kjör hjá Manchester United. 10. ágúst 2020 15:41