Sancho nær Old Trafford eftir Íslandsdvölina Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2020 20:30 Jadon Sancho sækir að Herði Björgvini Magnússyni sem gekk vel að verjast enska kantmanninum. VÍSIR/GETTY Bandaríski íþróttamiðillinn ESPN hefur eftir heimildum að vonir Manchester United um að landa enska landsliðsmanninum Jadon Sancho frá Dortmund hafi nú aukist. ESPN segir að United sé skrefi nær því að ná samkomulagi um laun Sancho og greiðslur til umboðsmanns hans, en blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano fullyrðir reyndar á Twitter að það sé ekkert vandamál í gangi varðandi samkomulag á milli leikmannsins og United. Hann vilji ólmur fara á Old Trafford og spurningin snúist eingöngu um það hvort að félögin nái saman. Dortmund er sagt vilja 120 milljónir evra fyrir hinn tvítuga kantmann, sem var í byrjunarliði Englands gegn Íslandi á Laugardalsvelli en náði lítið að setja mark sitt á leikinn. Jadon Sancho has an agreement on personal terms with Man United by months. Never had problems, he d love to join #MUFC. It s up to the club - 120m to BVB or nothing.The real story about contract and agents fee, told today on Here we go podcast > https://t.co/iAyq3POGUJ https://t.co/vFzy2GC8a5— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 9, 2020 United telur uppsett verð „óraunhæft“ á tímum kórónuveirufaraldursins sem hafi mikil áhrif á fjárhag knattspyrnufélaga heimsins. ESPN segir að Sancho sé efstur á óskalista Ole Gunnars Solskjær og að félagið vinni að tilboði sem sé nálægt því sem Dortmund óski, en að upphæðin muni dreifast yfir lengri tíma og verða háð ákveðnum skilyrðum. Íþróttastjóri Dortmund sagði reyndar fyrr í sumar að tíminn væri útrunninn varðandi möguleikann á að Sancho færi fyrir 5. október, þegar félagaskiptaglugginn lokast. Sú fullyrðing hefur verið tekin hæfilega alvarlega í fjölmiðlum. United hefur keypt einn leikmann í sumar en það er hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek sem mættur er til félagsins og byrjaði að æfa í dag. Hann var með hollenska landsliðinu síðustu daga en æfði í dag með Harry Maguire fyrirliða og fleirum. Enski boltinn Tengdar fréttir Fullyrðir að Sancho spili fyrir Dortmund í vetur - Frestur United liðinn Íþróttastjóri Dortmund segir það á tæru að Jadon Sancho muni spila með þýska liðinu á komandi leiktíð. Sancho hafði komist að samkomulagi um sín kjör hjá Manchester United. 10. ágúst 2020 15:41 Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Ricky Hatton dáinn Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira
Bandaríski íþróttamiðillinn ESPN hefur eftir heimildum að vonir Manchester United um að landa enska landsliðsmanninum Jadon Sancho frá Dortmund hafi nú aukist. ESPN segir að United sé skrefi nær því að ná samkomulagi um laun Sancho og greiðslur til umboðsmanns hans, en blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano fullyrðir reyndar á Twitter að það sé ekkert vandamál í gangi varðandi samkomulag á milli leikmannsins og United. Hann vilji ólmur fara á Old Trafford og spurningin snúist eingöngu um það hvort að félögin nái saman. Dortmund er sagt vilja 120 milljónir evra fyrir hinn tvítuga kantmann, sem var í byrjunarliði Englands gegn Íslandi á Laugardalsvelli en náði lítið að setja mark sitt á leikinn. Jadon Sancho has an agreement on personal terms with Man United by months. Never had problems, he d love to join #MUFC. It s up to the club - 120m to BVB or nothing.The real story about contract and agents fee, told today on Here we go podcast > https://t.co/iAyq3POGUJ https://t.co/vFzy2GC8a5— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 9, 2020 United telur uppsett verð „óraunhæft“ á tímum kórónuveirufaraldursins sem hafi mikil áhrif á fjárhag knattspyrnufélaga heimsins. ESPN segir að Sancho sé efstur á óskalista Ole Gunnars Solskjær og að félagið vinni að tilboði sem sé nálægt því sem Dortmund óski, en að upphæðin muni dreifast yfir lengri tíma og verða háð ákveðnum skilyrðum. Íþróttastjóri Dortmund sagði reyndar fyrr í sumar að tíminn væri útrunninn varðandi möguleikann á að Sancho færi fyrir 5. október, þegar félagaskiptaglugginn lokast. Sú fullyrðing hefur verið tekin hæfilega alvarlega í fjölmiðlum. United hefur keypt einn leikmann í sumar en það er hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek sem mættur er til félagsins og byrjaði að æfa í dag. Hann var með hollenska landsliðinu síðustu daga en æfði í dag með Harry Maguire fyrirliða og fleirum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Fullyrðir að Sancho spili fyrir Dortmund í vetur - Frestur United liðinn Íþróttastjóri Dortmund segir það á tæru að Jadon Sancho muni spila með þýska liðinu á komandi leiktíð. Sancho hafði komist að samkomulagi um sín kjör hjá Manchester United. 10. ágúst 2020 15:41 Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Ricky Hatton dáinn Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira
Fullyrðir að Sancho spili fyrir Dortmund í vetur - Frestur United liðinn Íþróttastjóri Dortmund segir það á tæru að Jadon Sancho muni spila með þýska liðinu á komandi leiktíð. Sancho hafði komist að samkomulagi um sín kjör hjá Manchester United. 10. ágúst 2020 15:41