Peter Madsen viðurkennir loks að hafa drepið Kim Wall Atli Ísleifsson skrifar 9. september 2020 08:52 Peter Madsen afplánar nú lífstíðardóm vegna morðsins. Getty Danski uppfinningamaðurinn og kafbátasmiðurinn Peter Madsen hefur loks viðurkennt að hafa drepið sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbát hans í Køgeflóa tíunda dag ágústmánaðar 2017. Madsen viðurkennir gjörðir sínar í samtölum við blaðamanninn Kristian Linnemann, en þættir hans, De hemmelige optagelser (í. Leyniupptökurnar), verða brátt sýndir á Discovery Networks. Byggja þættirnir á samtals um tuttugu klukkustunda samtölum blaðamannsins og Madsen. Danskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að Madsen viðurkenni í samtali við blaðamanninn að hann hafi pyndað, myrt og sagað lík Kim Wall og að lokum varpað því fyrir borð. „Það er mér að kenna að hún dó,“ segir Madsen. Madsen segir að spurningar Wall hafi valdið því að hann gerði það sem hann gerði. „Það er mér að kenna að hún dó. Og það er mér að kenna, þar sem það var ég sem framdi glæpinn. Allt er mér að kenna.“ Dómstóll í Kaupmannahöfn dæmdi Madsen í lífstíðarfangelsi í apríl 2018. Kim Wall. Tekið upp án vitundar Madsen Blaðamaðurinn Linnemann tók upp samtölin við Madsen án hans vitundar, en danskir fjölmiðlar segja Madsen hafi svo lagt blessun sína yfir því að notast yrði við upptökurnar. Í samtölunum ku Madsen fyrst vera tregur til að ræða málin, en opnar sig svo æ meira eftir því sem fram vindur. Segist hann vanalega ekki vera ofbeldisfullur maður, en að Wall hafi ögrað honum með spurningum sínum í kafbátnum. Madsen hafði boðið Wall um borð í heimasmíðaðan kafbát sinn og í siglingu að kvöldi 10. ágúst 2017. Hún skilaði sér hins vegar ekki í land og hófst þá mikil leit í Køge-flóa. Líkamspartar Wall fundust svo á hafsbotni eftir umfangsmikla leit á hafsbotni. Í dómsal sagði Madsen að Kim Wall hafi látið lífið þegar hún fyrir mistök fékk þunga lúgu um borð í kafbátnum í höfuðið. Morðið á Kim Wall Danmörk Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Danski uppfinningamaðurinn og kafbátasmiðurinn Peter Madsen hefur loks viðurkennt að hafa drepið sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbát hans í Køgeflóa tíunda dag ágústmánaðar 2017. Madsen viðurkennir gjörðir sínar í samtölum við blaðamanninn Kristian Linnemann, en þættir hans, De hemmelige optagelser (í. Leyniupptökurnar), verða brátt sýndir á Discovery Networks. Byggja þættirnir á samtals um tuttugu klukkustunda samtölum blaðamannsins og Madsen. Danskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að Madsen viðurkenni í samtali við blaðamanninn að hann hafi pyndað, myrt og sagað lík Kim Wall og að lokum varpað því fyrir borð. „Það er mér að kenna að hún dó,“ segir Madsen. Madsen segir að spurningar Wall hafi valdið því að hann gerði það sem hann gerði. „Það er mér að kenna að hún dó. Og það er mér að kenna, þar sem það var ég sem framdi glæpinn. Allt er mér að kenna.“ Dómstóll í Kaupmannahöfn dæmdi Madsen í lífstíðarfangelsi í apríl 2018. Kim Wall. Tekið upp án vitundar Madsen Blaðamaðurinn Linnemann tók upp samtölin við Madsen án hans vitundar, en danskir fjölmiðlar segja Madsen hafi svo lagt blessun sína yfir því að notast yrði við upptökurnar. Í samtölunum ku Madsen fyrst vera tregur til að ræða málin, en opnar sig svo æ meira eftir því sem fram vindur. Segist hann vanalega ekki vera ofbeldisfullur maður, en að Wall hafi ögrað honum með spurningum sínum í kafbátnum. Madsen hafði boðið Wall um borð í heimasmíðaðan kafbát sinn og í siglingu að kvöldi 10. ágúst 2017. Hún skilaði sér hins vegar ekki í land og hófst þá mikil leit í Køge-flóa. Líkamspartar Wall fundust svo á hafsbotni eftir umfangsmikla leit á hafsbotni. Í dómsal sagði Madsen að Kim Wall hafi látið lífið þegar hún fyrir mistök fékk þunga lúgu um borð í kafbátnum í höfuðið.
Morðið á Kim Wall Danmörk Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira