Veður

Víða sést til sólar og hlýjast á Suður­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Spákort Veðurstofunnar fyrir klukkan 14, eins og það leit út í klukkan 7.
Spákort Veðurstofunnar fyrir klukkan 14, eins og það leit út í klukkan 7. Veðurstofan

Veðurstofan spáir hægri breytilegri átt í dag en norðavestan átta til þrettán metrum á sekúndu austast á landinu fram að hádegi. Yfirleitt verði léttskýjað og það muni sjást víða til sólar í dag með hita á bilinu 8 til 14 stig yfir daginn. Hlýjast verður á Suðurlandi.

Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Suðaustanáttin verður svo vaxandi þar sem þykkna muni upp um vestanvert landið í kvöld.

„Suðaustan 8-13 m/s og dálítil rigning nærri miðnætti en 13-18 m/s á norðanverðu Snæfellsnesi og vindhviður að 30 m/s sem getur tekið í ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi. Hægari vindur og áfram þurrt á norðan- og austanlands.

Bætir í vind og úrkomu í nótt. Sunnan 10-18 m/s á morgun, hvassast í vindstrengjum við fjöll norðvestantil á landinu. Víða rigning, talsverð rigning sunnan- og vestantil síðdegis, en úrkomulítið norðaustan- og austanlands fram á kvöld,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur næstu daga

Á sunnudag: Gengur í sunnan 10-18 m/s, hvassast í vindstrengjum norðvestantil. Víða rigning, talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands en úrkomulítið um landið norðaustanvert fram á kvöld. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á mánudag: Vestan og norðvestan 15-23 m/s, hvassast syðst en heldur hægari vestantil á landinu. Rigning norðanlands en skúrir syðra. Hiti 4 til 9 stig. Þurrt suðaustan- og austanlands og hiti að 14 stigum.

Á þriðjudag: Norðlæg eða breytileg átt, 5-13 m/s. Skýjað um norðanvert landið og dálítil væta norðaustanlands, hiti 3 til 7 stig. Bjart með köflum sunnantil með hita 8 til 13 stig, en stöku skúrir síðdegis.

Á miðvikudag: Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og úrkomulítið á sunnan- og vestanverðu landinu, en bjartviðri norðaustantil. Hiti víða 5 til 10 stig.

Á fimmtudag: Austlæg átt og rigning, en úrkomulítið norðantil á landinu. Hiti 4 til 9 stig.

Á föstudag: Útlit fyrir norðaustanátt. Víða dálítil rigning eða skúrir en þurrt vestanlands. Kólnar heldur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×