Veður

Víða sést til sólar og hlýjast á Suður­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Spákort Veðurstofunnar fyrir klukkan 14, eins og það leit út í klukkan 7.
Spákort Veðurstofunnar fyrir klukkan 14, eins og það leit út í klukkan 7. Veðurstofan

Veðurstofan spáir hægri breytilegri átt í dag en norðavestan átta til þrettán metrum á sekúndu austast á landinu fram að hádegi. Yfirleitt verði léttskýjað og það muni sjást víða til sólar í dag með hita á bilinu 8 til 14 stig yfir daginn. Hlýjast verður á Suðurlandi.

Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Suðaustanáttin verður svo vaxandi þar sem þykkna muni upp um vestanvert landið í kvöld.

„Suðaustan 8-13 m/s og dálítil rigning nærri miðnætti en 13-18 m/s á norðanverðu Snæfellsnesi og vindhviður að 30 m/s sem getur tekið í ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi. Hægari vindur og áfram þurrt á norðan- og austanlands.

Bætir í vind og úrkomu í nótt. Sunnan 10-18 m/s á morgun, hvassast í vindstrengjum við fjöll norðvestantil á landinu. Víða rigning, talsverð rigning sunnan- og vestantil síðdegis, en úrkomulítið norðaustan- og austanlands fram á kvöld,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur næstu daga

Á sunnudag: Gengur í sunnan 10-18 m/s, hvassast í vindstrengjum norðvestantil. Víða rigning, talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands en úrkomulítið um landið norðaustanvert fram á kvöld. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á mánudag: Vestan og norðvestan 15-23 m/s, hvassast syðst en heldur hægari vestantil á landinu. Rigning norðanlands en skúrir syðra. Hiti 4 til 9 stig. Þurrt suðaustan- og austanlands og hiti að 14 stigum.

Á þriðjudag: Norðlæg eða breytileg átt, 5-13 m/s. Skýjað um norðanvert landið og dálítil væta norðaustanlands, hiti 3 til 7 stig. Bjart með köflum sunnantil með hita 8 til 13 stig, en stöku skúrir síðdegis.

Á miðvikudag: Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og úrkomulítið á sunnan- og vestanverðu landinu, en bjartviðri norðaustantil. Hiti víða 5 til 10 stig.

Á fimmtudag: Austlæg átt og rigning, en úrkomulítið norðantil á landinu. Hiti 4 til 9 stig.

Á föstudag: Útlit fyrir norðaustanátt. Víða dálítil rigning eða skúrir en þurrt vestanlands. Kólnar heldur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.