Frábærar fréttir fyrir íslenskan kvennafótbolta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2020 23:00 Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur farið á láni til Hollands og Ítalíu en franska liðið Le Havre keypti hana einfaldlega frá Blikum nýverið. Vísir/Getty Mikil ánægja ríkti í Pepsi Max Mörkunum í gær. Annars vegar var gleðin yfir því að Sara Björk Gunnarsdóttir hafi unnið Meistaradeild Evrópu með Lyon og hins vegar að Berglind Björg Þorvaldsdóttir væri á leið í atvinnumennsku í Frakklandi. Franska liðið Le Havre keypti Berglindi nýverið og telur Margrét Lára Viðarsdóttir það augljóst merki um hversu vel sé fylgst með Pepsi Max deild kvenna erlendis frá. Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Hún er keypt til Frakklands og stingur okkur af í miðju Íslandsmóti. Hún átti örugglega ekki von á að það yrði mitt mót þegar hana langaði að fara í atvinnumennsku,“ sagði Helena kímin og bætti við. „Hún er keypt frá Breiðablik, það er áhugavert.“ „Það eru bara frábærar fréttir fyrir íslenskan kvennafótbolta að deildin okkar selur, hún er áhugaverð. Það er fylgst með því sem er að gerast hérna. Við höldum oft að við séum bara á litla skerinu okkar og enginn viti neitt en greinilega ekki,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir sem spilaði sjálf sem atvinnumaður erlendis til margra ára. „Berglind Björg er búin að eiga frábært tímabil og ég er rosalega glöð fyrir hennar hönd. Að vera taka þetta skref – ekki á lánsamning – segir loksins að hún sé að huga að framtíðinni og stefni á að vera úti næstu árin,“ bætti Margrét Lára við. „Ég held hún verði allavega þessi tvö ár. Fer auðvitað eftir hvernig gengur, hvernig hún passar inn í liðið og hvort hún fái mikinn spiltíma,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir er Helena spurði hvort þetta væri það síðasta sem við myndum sjá af Berglindi í Pepsi Max deildinni. Klippa: Segir ljóst að það sé verið að fylgjast með deildinni hér heima Breiðablik er sem stendur í 2. sæti Pepsi Max deildar kvenna, einu stigi á eftir Íslandsmeisturum Vals en Blikar eiga leik til góða. Þá er liðið komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Berglind er búin að fara tvisvar til Ítalíu og vildi prófa eitthvað nýtt Berglind Björg Þorvaldsdóttir mun spila með Le Havre í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta á komandi leiktíð. Það er mikil blóðtaka fyrir lið Breiðabliks. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 1. september 2020 20:00 „Féllu nokkur hamingjutár þegar Sara skoraði“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir segist hafa samglaðst Söru Björk Gunnarsdóttur innilega þegar hún varð Evrópumeistari á sunnudaginn. 1. september 2020 16:30 „Ótrúlega gott tækifæri sem ég gat ekki sleppt“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir hlakkar til að reyna sig í frönsku úrvalsdeildinni, þeirri sterkustu í Evrópu. Hún segir erfitt að yfirgefa Breiðablik en segir að tækifærið að ganga í raðir Le Havre hafi verið of gott til að sleppa því. 1. september 2020 14:30 Berglind Björg á leið í frönsku úrvalsdeildina Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, er á leið til franska úrvalsdeildarliðsins Le Havre og hefur líklega leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik í bili. 31. ágúst 2020 22:04 Engin skoraði meira en Berglind Björg í Meistaradeildinni Berglind Björg Þorvaldsdóttir var markahæst í Meistaradeild Evrópu tímabilið 2019-20 ásamt tveimur öðrum. 31. ágúst 2020 14:30 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
Mikil ánægja ríkti í Pepsi Max Mörkunum í gær. Annars vegar var gleðin yfir því að Sara Björk Gunnarsdóttir hafi unnið Meistaradeild Evrópu með Lyon og hins vegar að Berglind Björg Þorvaldsdóttir væri á leið í atvinnumennsku í Frakklandi. Franska liðið Le Havre keypti Berglindi nýverið og telur Margrét Lára Viðarsdóttir það augljóst merki um hversu vel sé fylgst með Pepsi Max deild kvenna erlendis frá. Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Hún er keypt til Frakklands og stingur okkur af í miðju Íslandsmóti. Hún átti örugglega ekki von á að það yrði mitt mót þegar hana langaði að fara í atvinnumennsku,“ sagði Helena kímin og bætti við. „Hún er keypt frá Breiðablik, það er áhugavert.“ „Það eru bara frábærar fréttir fyrir íslenskan kvennafótbolta að deildin okkar selur, hún er áhugaverð. Það er fylgst með því sem er að gerast hérna. Við höldum oft að við séum bara á litla skerinu okkar og enginn viti neitt en greinilega ekki,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir sem spilaði sjálf sem atvinnumaður erlendis til margra ára. „Berglind Björg er búin að eiga frábært tímabil og ég er rosalega glöð fyrir hennar hönd. Að vera taka þetta skref – ekki á lánsamning – segir loksins að hún sé að huga að framtíðinni og stefni á að vera úti næstu árin,“ bætti Margrét Lára við. „Ég held hún verði allavega þessi tvö ár. Fer auðvitað eftir hvernig gengur, hvernig hún passar inn í liðið og hvort hún fái mikinn spiltíma,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir er Helena spurði hvort þetta væri það síðasta sem við myndum sjá af Berglindi í Pepsi Max deildinni. Klippa: Segir ljóst að það sé verið að fylgjast með deildinni hér heima Breiðablik er sem stendur í 2. sæti Pepsi Max deildar kvenna, einu stigi á eftir Íslandsmeisturum Vals en Blikar eiga leik til góða. Þá er liðið komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Berglind er búin að fara tvisvar til Ítalíu og vildi prófa eitthvað nýtt Berglind Björg Þorvaldsdóttir mun spila með Le Havre í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta á komandi leiktíð. Það er mikil blóðtaka fyrir lið Breiðabliks. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 1. september 2020 20:00 „Féllu nokkur hamingjutár þegar Sara skoraði“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir segist hafa samglaðst Söru Björk Gunnarsdóttur innilega þegar hún varð Evrópumeistari á sunnudaginn. 1. september 2020 16:30 „Ótrúlega gott tækifæri sem ég gat ekki sleppt“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir hlakkar til að reyna sig í frönsku úrvalsdeildinni, þeirri sterkustu í Evrópu. Hún segir erfitt að yfirgefa Breiðablik en segir að tækifærið að ganga í raðir Le Havre hafi verið of gott til að sleppa því. 1. september 2020 14:30 Berglind Björg á leið í frönsku úrvalsdeildina Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, er á leið til franska úrvalsdeildarliðsins Le Havre og hefur líklega leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik í bili. 31. ágúst 2020 22:04 Engin skoraði meira en Berglind Björg í Meistaradeildinni Berglind Björg Þorvaldsdóttir var markahæst í Meistaradeild Evrópu tímabilið 2019-20 ásamt tveimur öðrum. 31. ágúst 2020 14:30 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
Berglind er búin að fara tvisvar til Ítalíu og vildi prófa eitthvað nýtt Berglind Björg Þorvaldsdóttir mun spila með Le Havre í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta á komandi leiktíð. Það er mikil blóðtaka fyrir lið Breiðabliks. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 1. september 2020 20:00
„Féllu nokkur hamingjutár þegar Sara skoraði“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir segist hafa samglaðst Söru Björk Gunnarsdóttur innilega þegar hún varð Evrópumeistari á sunnudaginn. 1. september 2020 16:30
„Ótrúlega gott tækifæri sem ég gat ekki sleppt“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir hlakkar til að reyna sig í frönsku úrvalsdeildinni, þeirri sterkustu í Evrópu. Hún segir erfitt að yfirgefa Breiðablik en segir að tækifærið að ganga í raðir Le Havre hafi verið of gott til að sleppa því. 1. september 2020 14:30
Berglind Björg á leið í frönsku úrvalsdeildina Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, er á leið til franska úrvalsdeildarliðsins Le Havre og hefur líklega leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik í bili. 31. ágúst 2020 22:04
Engin skoraði meira en Berglind Björg í Meistaradeildinni Berglind Björg Þorvaldsdóttir var markahæst í Meistaradeild Evrópu tímabilið 2019-20 ásamt tveimur öðrum. 31. ágúst 2020 14:30