Fótbolti

Berg­lind er búin að fara tvisvar til Ítalíu og vildi prófa eitt­hvað nýtt

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir lék með AC Milan á Ítalíu síðasta vetur en heldur nú til Frakklands.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir lék með AC Milan á Ítalíu síðasta vetur en heldur nú til Frakklands. VÍSIR/GETTY

Berglind Björg Þorvaldsdóttir mun spila með Le Havre í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta á komandi leiktíð. Hún gerir tveggja ára samning vð félagið. Það er mikil blóðtaka fyrir lið Breiðabliks en Berglind Björg er sem stendur markahæsti leikmaður Pepsi Max deild kvenna með 12 mörk.

Guðjón Guðmundsson, Gaupi, ræddi við Berglindi Björgu í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Sjá má innslagið í heild sinni hér að neðan.

„Ég geri það svo sannarlega, þó það sé ótrúlega erfitt að yfirgefa Breiðablik á þessum tímapunkti en þegar svona tækifæri kemur upp þá er ekki hægt að sleppa því,“ sagði Berglind Björg aðspurð hvort hún sæi þetta sem frábært tækifæri.

Hin 28 ára gamla Berglind var á láni hjá ítalska félaginu AC Milan á síðustu leiktíð ásamt því að hafa spilað með Verona og PSV í Hollandi. Kom það til greina að fara aftur til Ítalíu?

„Milan var búið að vera í sambandi en svo kemur þetta upp. Ég er búin að fara til Ítalíu tvisvar og langaði að prófa eitthvað nýtt. Liðið ætlar að gera vel, það er mikill metnaður í þessum hópi og ég er gríðarlega spennt fyrir þessu. Vonandi getum við strítt PSG, Lyon og endað ofarlega.“

Þá ræddu Gaupi og Berglind einnig þann gríðarlega fjölda sóttkvía sem hún hefur þurft að fara í undanfarna mánuði. Mögulega sé um Íslandsmet að ræða.

Klippa: Berglind Björg vildi prófa eitthvað nýtt

Tengdar fréttir

„Ótrúlega gott tækifæri sem ég gat ekki sleppt“

Berglind Björg Þorvaldsdóttir hlakkar til að reyna sig í frönsku úrvalsdeildinni, þeirri sterkustu í Evrópu. Hún segir erfitt að yfirgefa Breiðablik en segir að tækifærið að ganga í raðir Le Havre hafi verið of gott til að sleppa því.

Berglind Björg á leið í frönsku úrvalsdeildina

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, er á leið til franska úrvalsdeildarliðsins Le Havre og hefur líklega leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik í bili.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.