Leiknir fyrsta liðið til að leggja ÍBV | Magnavélin farin að malla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2020 19:50 Leiknismenn gerðu sér lítið fyrir og unnu ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld. Vísir/Skjáskot Þremur leikjum er nú lokið í Lengjudeild karla af þeim fimm sem fara fram í kvöld. Leiknir Reykjavík gerði sér lítið fyrir og varð fyrsta lið deildarinnar til að leggja ÍBV að velli. Þá vann Magni Grenivík sinn annan sigur í röð á meðan Vestri valtaði yfir Þór Akureyri á Ísafirði. Leiknir heimsótti Vestmannaeyjar í kvöld og fóru heim í Breiðholtið með þrjú stig. Mörk Leiknis skoruðu Sólon Breki Leifsson og Sævar Atli Magnússon. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik og áttu heimamenn engin svör í þeim síðari. Mark Sólons Breka var einkar glæsilegt en hann skoraði með skoti frá miðjulínu. Eftir tvo tapleiki í röð hafa Leiknismenn nú unnið tvo leiki í röð gegn liðum sem eru að berjast um að komast upp í Pepsi Max deildina. Þeir unnu Keflavík 5-1 á heimavelli og svo ÍBV 2-0 í kvöld. Sigurinn lyftir Leikni upp í 2. sæti deildarinnar með 26 stig á meðan ÍBV dettur niður í 4. sætið með 24 stig. Lokatölur! 0-2! pic.twitter.com/wM1tZ6ocys— Leiknir Reykjavík FC (@LeiknirRvkFC) September 2, 2020 Magni á óvænt möguleika á að halda sér uppi en menn neita einfaldlega að gefast upp á Grenivík. Liðið hafði ekki unnið leik þangað til í síðustu umferð þegar það vann Leikni frá Fáskrúðsfirði óvænt 3-1 á útivelli. Þar áður höfðu Magnamenn náð í stig á heimavelli gegn ÍBV. Annar sigur sumarsins kom í kvöld er Afturelding heimsótti Grenivík. Leiknum lauk með 3-2 sigri heimamanna en fyrri leikur liðanna fór 7-0 fyrir Aftureldingu. Louis Aaron Wardle og Costelus Lauturu komu Magna í 2-0 í fyrri hálfleik. Jason Daði Svanþórsson minnkaði muninn fyrir Aftureldingu í þeim síðari áður en Kristinn Þór Rósbergsson kom Magna aftur tveimur mörkum yfir með marki úr vítaspyrnu á 65. mínútu. Jason Daði minnkaði muninn að nýju en nær komst Afturelding ekki. Lokatölur 3-2 og annar sigur Magna í sumar staðreynd. Sigurinn lyftir Magna upp af botninum. Liðið er nú í 11. sæti með átta stig. Afturelding er í 8. sæti með 12 stig. Þá vann Vestri góðan 4-1 heimasigur á Þór Akureyri á Ísafirði í kvöld. Heimamenn sitja nú í 7. sæti með 19 stig á meðan Þór er sæti ofar með 20 stig. Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Leiknir Reykjavík ÍBV Mest lesið Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjá meira
Þremur leikjum er nú lokið í Lengjudeild karla af þeim fimm sem fara fram í kvöld. Leiknir Reykjavík gerði sér lítið fyrir og varð fyrsta lið deildarinnar til að leggja ÍBV að velli. Þá vann Magni Grenivík sinn annan sigur í röð á meðan Vestri valtaði yfir Þór Akureyri á Ísafirði. Leiknir heimsótti Vestmannaeyjar í kvöld og fóru heim í Breiðholtið með þrjú stig. Mörk Leiknis skoruðu Sólon Breki Leifsson og Sævar Atli Magnússon. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik og áttu heimamenn engin svör í þeim síðari. Mark Sólons Breka var einkar glæsilegt en hann skoraði með skoti frá miðjulínu. Eftir tvo tapleiki í röð hafa Leiknismenn nú unnið tvo leiki í röð gegn liðum sem eru að berjast um að komast upp í Pepsi Max deildina. Þeir unnu Keflavík 5-1 á heimavelli og svo ÍBV 2-0 í kvöld. Sigurinn lyftir Leikni upp í 2. sæti deildarinnar með 26 stig á meðan ÍBV dettur niður í 4. sætið með 24 stig. Lokatölur! 0-2! pic.twitter.com/wM1tZ6ocys— Leiknir Reykjavík FC (@LeiknirRvkFC) September 2, 2020 Magni á óvænt möguleika á að halda sér uppi en menn neita einfaldlega að gefast upp á Grenivík. Liðið hafði ekki unnið leik þangað til í síðustu umferð þegar það vann Leikni frá Fáskrúðsfirði óvænt 3-1 á útivelli. Þar áður höfðu Magnamenn náð í stig á heimavelli gegn ÍBV. Annar sigur sumarsins kom í kvöld er Afturelding heimsótti Grenivík. Leiknum lauk með 3-2 sigri heimamanna en fyrri leikur liðanna fór 7-0 fyrir Aftureldingu. Louis Aaron Wardle og Costelus Lauturu komu Magna í 2-0 í fyrri hálfleik. Jason Daði Svanþórsson minnkaði muninn fyrir Aftureldingu í þeim síðari áður en Kristinn Þór Rósbergsson kom Magna aftur tveimur mörkum yfir með marki úr vítaspyrnu á 65. mínútu. Jason Daði minnkaði muninn að nýju en nær komst Afturelding ekki. Lokatölur 3-2 og annar sigur Magna í sumar staðreynd. Sigurinn lyftir Magna upp af botninum. Liðið er nú í 11. sæti með átta stig. Afturelding er í 8. sæti með 12 stig. Þá vann Vestri góðan 4-1 heimasigur á Þór Akureyri á Ísafirði í kvöld. Heimamenn sitja nú í 7. sæti með 19 stig á meðan Þór er sæti ofar með 20 stig. Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Leiknir Reykjavík ÍBV Mest lesið Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjá meira