Danir breyta lögum um nauðgun: Kynlíf skuli byggt á samþykki Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2020 14:31 Það eru þingmenn Jafnaðarmannaflokksins, auk stuðningsflokkanna De Radikale, Sósíalíska þjóðarflokksins og Einingarlistans sem náðu samkomulagi um breytingarnar. Getty Meirihluti danskra þingmanna hefur náð samkomulagi um breytingar sem skuli gerðar á lögum um nauðgun. Framvegis skuli tryggt að allir viðkomandi aðilar séu þess samþykkir áður en kynlíf er stundað. „Við förum úr kerfi, þar sem þvingun og ofbeldi þurfti að vera fyrir hendi, til að það flokkaðist sem nauðgun,“ segir Nick Hækkerup dómsmálaráðherra landsins í samtali við danska fjölmiðla. Það eru þingmenn Jafnaðarmannaflokksins, auk stuðningsflokkanna De Radikale, Sósíalíska þjóðarflokksins og Einingarlistans sem náðu samkomulagi um breytingarnar. „Þetta þýðir að það er um að ræða nauðgun, þegar fólk ekki er sammála,“ segir dómsmálaráðherrann. Hækkerup segir að samþykki þurfi ekki endilega að liggja fyrir með berum orðum og sömuleiðis sé ekki þörf á skriflegu samkomulagi. Að neðan má sjá Facebook-færslu Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, þar sem hún fagnar áfanganum. Vi har sagt det meget klart: Sex skal altid være hundrede procent frivilligt. Er der tvivl, er der noget galt. Voldtægt...Posted by Mette Frederiksen on Tuesday, 1 September 2020 Aðspurður um hvernig samþykki skuli veitt segir Hækkerup að það sé hægt með því að spyrja. „En það er líka hægt að gera það óbeint,“ segir ráðherrann, og bendir þar á snertingu og hegðun. „Menn eiga ekki að taka fram pappír og penna,“ segir Hækkerup sem vonast til að lögin geti tekið gildi um áramótin. Danmörk Kynferðisofbeldi Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Fleiri fréttir Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Sjá meira
Meirihluti danskra þingmanna hefur náð samkomulagi um breytingar sem skuli gerðar á lögum um nauðgun. Framvegis skuli tryggt að allir viðkomandi aðilar séu þess samþykkir áður en kynlíf er stundað. „Við förum úr kerfi, þar sem þvingun og ofbeldi þurfti að vera fyrir hendi, til að það flokkaðist sem nauðgun,“ segir Nick Hækkerup dómsmálaráðherra landsins í samtali við danska fjölmiðla. Það eru þingmenn Jafnaðarmannaflokksins, auk stuðningsflokkanna De Radikale, Sósíalíska þjóðarflokksins og Einingarlistans sem náðu samkomulagi um breytingarnar. „Þetta þýðir að það er um að ræða nauðgun, þegar fólk ekki er sammála,“ segir dómsmálaráðherrann. Hækkerup segir að samþykki þurfi ekki endilega að liggja fyrir með berum orðum og sömuleiðis sé ekki þörf á skriflegu samkomulagi. Að neðan má sjá Facebook-færslu Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, þar sem hún fagnar áfanganum. Vi har sagt det meget klart: Sex skal altid være hundrede procent frivilligt. Er der tvivl, er der noget galt. Voldtægt...Posted by Mette Frederiksen on Tuesday, 1 September 2020 Aðspurður um hvernig samþykki skuli veitt segir Hækkerup að það sé hægt með því að spyrja. „En það er líka hægt að gera það óbeint,“ segir ráðherrann, og bendir þar á snertingu og hegðun. „Menn eiga ekki að taka fram pappír og penna,“ segir Hækkerup sem vonast til að lögin geti tekið gildi um áramótin.
Danmörk Kynferðisofbeldi Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Fleiri fréttir Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Sjá meira