Erlent

Danir breyta lögum um nauðgun: Kyn­líf skuli byggt á sam­þykki

Atli Ísleifsson skrifar
Það eru þingmenn Jafnaðarmannaflokksins, auk stuðningsflokkanna De Radikale, Sósíalíska þjóðarflokksins og Einingarlistans sem náðu samkomulagi um breytingarnar.
Það eru þingmenn Jafnaðarmannaflokksins, auk stuðningsflokkanna De Radikale, Sósíalíska þjóðarflokksins og Einingarlistans sem náðu samkomulagi um breytingarnar. Getty

Meirihluti danskra þingmanna hefur náð samkomulagi um breytingar sem skuli gerðar á lögum um nauðgun. Framvegis skuli tryggt að allir viðkomandi aðilar séu þess samþykkir áður en kynlíf er stundað.

„Við förum úr kerfi, þar sem þvingun og ofbeldi þurfti að vera fyrir hendi, til að það flokkaðist sem nauðgun,“ segir Nick Hækkerup dómsmálaráðherra landsins í samtali við danska fjölmiðla.

Það eru þingmenn Jafnaðarmannaflokksins, auk stuðningsflokkanna De Radikale, Sósíalíska þjóðarflokksins og Einingarlistans sem náðu samkomulagi um breytingarnar. „Þetta þýðir að það er um að ræða nauðgun, þegar fólk ekki er sammála,“ segir dómsmálaráðherrann.

Hækkerup segir að samþykki þurfi ekki endilega að liggja fyrir með berum orðum og sömuleiðis sé ekki þörf á skriflegu samkomulagi.

Að neðan má sjá Facebook-færslu Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, þar sem hún fagnar áfanganum.

Vi har sagt det meget klart: Sex skal altid være hundrede procent frivilligt. Er der tvivl, er der noget galt. Voldtægt...

Posted by Mette Frederiksen on Tuesday, 1 September 2020

Aðspurður um hvernig samþykki skuli veitt segir Hækkerup að það sé hægt með því að spyrja. „En það er líka hægt að gera það óbeint,“ segir ráðherrann, og bendir þar á snertingu og hegðun.

„Menn eiga ekki að taka fram pappír og penna,“ segir Hækkerup sem vonast til að lögin geti tekið gildi um áramótin.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×