Erlent

Blaðamönnum í Hvíta-Rússlandi vísað úr landi

Sylvía Hall skrifar
Mótmælendur hafa safnast saman víðs vegar um Hvíta-Rússland til þess að mótmæla úrslitum forsetakosninganna þar í landi.
Mótmælendur hafa safnast saman víðs vegar um Hvíta-Rússland til þess að mótmæla úrslitum forsetakosninganna þar í landi. Vísir/AP

Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa vísað erlendum blaðamönnum, sem hafa fjallað um mótmælin í kjölfar forsetakosninganna, úr landi. Um fimmtíu blaðamenn voru hnepptir í gæsluvarðhald af óeirðalögreglu á fimmtudag.

Á meðal þeirra sem var vísað úr landi er sænski fréttaljósmyndarinn Paul Hansen samkvæmt frétt The Guardian. Honum var gefinn sólarhringur til þess að koma sér úr landi og var honum tilkynnt að hann mætti ekki snúa aftur á næstu fimm árum.

Þá hafa tveir blaðamenn BBC verið sviptir faggildingu sinni og hefur breska ríkisútvarpið gagnrýnt það opinberlega í yfirlýsingu. Segja þau mikilvægt að íbúar Hvíta-Rússlands geti nálgast hlutlausan fréttaflutning af stöðu mála í landinu.

„BBC í Rússlandi, sem nær til yfir fimm milljóna á viku, hefur verið mikilvæg fréttaveita fyrir fólkið í Hvíta-Rússlandi sem og í Rússlandi eftir að mótmælin í kjölfar kosninganna hófust.“

Talsmaður ríkisstjórnarinnar, Anatoly Glaz, sagði í samtali við AFP fréttaveituna að þetta hafi verið gert eftir tillögu frá andhryðjuverkasveit landsins.

Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt framgöngu yfirvalda í Hvíta-Rússlandi er breski utanríkisráðherrann Dominic Raab. Sagði hann þetta vera atlögu að sjálfstæði blaðamanna og til þess fallið að hafa áhrif á hlutlægan og heiðarlegan fréttaflutning.


Tengdar fréttir

Fjöl­menn mót­mæli í Mínsk þrátt fyrir bann for­setans

Tugir þúsunda hafa safnast saman í miðborg Mínsk í Hvíta-Rússlandi til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó á forsetastóli þrátt fyrir mótmælabann forsetans. Öryggissveitir lögreglunnar eru einnig á staðnum.

Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður

Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×