Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Andri Eysteinsson skrifar 19. ágúst 2020 20:55 Lúkasjenkó, sem hefur stýrt Hvíta-Rússlandi með harðri hendi í tvo áratugi, lofaði að standa vörð um fullveldi og sjálfstæði landsins gagnvart Rússlandi. AP/Nikolai Petrov/BeITA Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. Harðlega hefur verið deilt um niðurstöður kosninganna og segja andstæðingar Lúkasjenkó að úrslit þeirra hafi verið ráðin fyrir fram. Samkvæmt opinberum niðurstöðum hlaut Lúkasjenkó yfirburðakosningu og er sagður studdur af yfir 80% kjósenda. Stjórnvöld Evrópuríkja hafa eftir kosningarnar neitað að viðurkenna sigur Lúkasjenkó og samþykkti leiðtogaráð Evrópusambandsins í dag að beita viðskiptaþvingunum gegn Hvíta-Rússlandi vegna forsetans. Forseti leiðtogaráðsins, Charles Michel, sagði að það væri ljóst að Evrópusambandið viðurkenni ekki niðurstöður kosninganna og kallaði eftir því að þeim mótmælendum sem hafa verið hnepptir í varðhald verði látnir lausir. Var ákvörðunin tekin eftir að Svetlana Tíkanovskaja, sem var helsti mótframbjóðandi Lúkasjenkó, hafði kallað eftir viðbrögðum ESB við upprisu Hvít-rússa Tíkanovskaja flúði land eftir kosningarnar og dvelur nú í Litháen. Mótframbjóðandi Lúkasjenkó, Svetlana Tikhanovskaja, er af landskjörstjórn sögð hafa fengið um 10 prósent atkvæða.Getty Lúkasjenkó forseti hefur þó ekki látið gagnrýni á sig fá og hefur skipað nýja ríkisstjórn. BBC hefur þá eftir forsetanum að hann hafi kallað eftir því að mótmælin verði kvödd niður. Er forsetinn sagður hafa sagt við öryggisráð sitt að ekki ættu að verða frekari mótmæli í höfuðborginni Mínsk. „Fólk er þreytt og vill frið og ró,“ sagði Lúkasjenkó sem hefur einnig hert landamæragæslu til þess að forðast komu óeirðarseggja til landsins. Hann hefur þá sakað stjórnarandstöðuna um að reyna að sölsa undir sig völd í Hvíta-Rússlandi. Hvíta-Rússland Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. Harðlega hefur verið deilt um niðurstöður kosninganna og segja andstæðingar Lúkasjenkó að úrslit þeirra hafi verið ráðin fyrir fram. Samkvæmt opinberum niðurstöðum hlaut Lúkasjenkó yfirburðakosningu og er sagður studdur af yfir 80% kjósenda. Stjórnvöld Evrópuríkja hafa eftir kosningarnar neitað að viðurkenna sigur Lúkasjenkó og samþykkti leiðtogaráð Evrópusambandsins í dag að beita viðskiptaþvingunum gegn Hvíta-Rússlandi vegna forsetans. Forseti leiðtogaráðsins, Charles Michel, sagði að það væri ljóst að Evrópusambandið viðurkenni ekki niðurstöður kosninganna og kallaði eftir því að þeim mótmælendum sem hafa verið hnepptir í varðhald verði látnir lausir. Var ákvörðunin tekin eftir að Svetlana Tíkanovskaja, sem var helsti mótframbjóðandi Lúkasjenkó, hafði kallað eftir viðbrögðum ESB við upprisu Hvít-rússa Tíkanovskaja flúði land eftir kosningarnar og dvelur nú í Litháen. Mótframbjóðandi Lúkasjenkó, Svetlana Tikhanovskaja, er af landskjörstjórn sögð hafa fengið um 10 prósent atkvæða.Getty Lúkasjenkó forseti hefur þó ekki látið gagnrýni á sig fá og hefur skipað nýja ríkisstjórn. BBC hefur þá eftir forsetanum að hann hafi kallað eftir því að mótmælin verði kvödd niður. Er forsetinn sagður hafa sagt við öryggisráð sitt að ekki ættu að verða frekari mótmæli í höfuðborginni Mínsk. „Fólk er þreytt og vill frið og ró,“ sagði Lúkasjenkó sem hefur einnig hert landamæragæslu til þess að forðast komu óeirðarseggja til landsins. Hann hefur þá sakað stjórnarandstöðuna um að reyna að sölsa undir sig völd í Hvíta-Rússlandi.
Hvíta-Rússland Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent