Hvetur stjórnvöld til grænna fjárfestinga í faraldrinum Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 08:13 António Guterres hvatti ríki heims til sex loftslagsvænna aðgerða til að takast á við faraldurinn. AP/Markus Schreiber Lífslíkur jarðarbúa myndu aukast um 20 mánuði ef notkun jarðefnaeldsneyta yrði hætt. Þetta samsvarar því að lífi 5.5 milljóna manna yrði bjargað á hverju ári, sem samsvarar nærri öllum íbúafjölda Danmerkur. Þetta kom fram í ræðu António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem sjá má brot úr hér að neðan. Guterres sagði meðal annars að fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti þýddu fjölgun dauðsfalla og aukinn kostnað við heilsugæslu. Réttast væri að taka græn fjárfestingaskref í efnahagsaðgerðum vegna faraldursins. „Á þessu ári hafa vísindamenn í Bandaríkjunum komist að þeirri niðurstöðu að dánarlíkur fólks af völdum COVID-19 séu meiri á þeim svæðum þar sem loftmengun er mikil. Þetta er einfaldlega mannlegur harmleikur og slæm hagfræði,” sagði Guterres og færði rök fyrir því að sjálfbærar aðgerðir fjölgi störfum, tryggi fleirum aðgang að orku, dragi úr losun koltvísýrings og bæti heilsu. Að sama skapi sagði aðalframkvæmdastjórinn að fjárfestingar í hreinni orku gætu skapað 9 milljónir starfa á hverju ári næstu þrjú árin. „Fjárfesting í endurnýjanlegum orkugjöfum skapar þrisvar sinnum fleiri störf en fjárfestingar í mengandi jarðefnaeldsneyti. Nú þegar fjöldi manns gæti orðið fátækt að bráð vegna COVID-19 faraldursins, er atvinnusköpun af þessu tagi tækifæri sem ekki má glatast.” Renewable energy needs to grow.Coal use must be phased out.That must be our #ClimateAction story a story of smarter, stronger, cleaner economies for the 21st century, creating more jobs, more justice and more prosperity. https://t.co/Fh6b8AdXyP pic.twitter.com/4arcNq4B4U— António Guterres (@antonioguterres) August 28, 2020 Guterres fagnaði þeirri þróun að auknar fjárfestingar og aðgerðir til að auka eftirspurn í faraldrinum tækju víða mið af því að draga úr kolefnisspori. „En þótt þessi jákvæðu teikn séu mikil hvatning hef ég líka áhyggjur af neikvæðri þróun. Úttekt á endurreisnartillögum innan G20 ríkjahópsins bendir til að tvisvar sinnum meira fé sé varið í jarðefnaeldsneyti en til hreinnar orku,” sagði Guterres. Aðalframkvæmdastjórinn hefur hvatt G20 ríkin til að fjárfesta í hreinni, orku og grænum orkuskiptum í viðleitni til að bregðast við COVID-19. „Þetta felur í sér að bundinn verði endi á niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti og skuldbindingar um enga nýja kolavinnslu eftir 2020.” Hann hvatti ríki heims til sex loftslagsvænna aðgerða til að takast á við faraldurinn. „Fjárfestið í grænum störfum. Ekki bjarga mengandi iðngreinum. Hættið niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Takið loftslagsáhættu með í reikninginn í fjárhagslegum ákvörðunum og stefnumótun. Vinnum saman. Og að sem mikilvægast er: skiljum engan eftir,” sagði Guterres að lokum. Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Loftslagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Lífslíkur jarðarbúa myndu aukast um 20 mánuði ef notkun jarðefnaeldsneyta yrði hætt. Þetta samsvarar því að lífi 5.5 milljóna manna yrði bjargað á hverju ári, sem samsvarar nærri öllum íbúafjölda Danmerkur. Þetta kom fram í ræðu António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem sjá má brot úr hér að neðan. Guterres sagði meðal annars að fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti þýddu fjölgun dauðsfalla og aukinn kostnað við heilsugæslu. Réttast væri að taka græn fjárfestingaskref í efnahagsaðgerðum vegna faraldursins. „Á þessu ári hafa vísindamenn í Bandaríkjunum komist að þeirri niðurstöðu að dánarlíkur fólks af völdum COVID-19 séu meiri á þeim svæðum þar sem loftmengun er mikil. Þetta er einfaldlega mannlegur harmleikur og slæm hagfræði,” sagði Guterres og færði rök fyrir því að sjálfbærar aðgerðir fjölgi störfum, tryggi fleirum aðgang að orku, dragi úr losun koltvísýrings og bæti heilsu. Að sama skapi sagði aðalframkvæmdastjórinn að fjárfestingar í hreinni orku gætu skapað 9 milljónir starfa á hverju ári næstu þrjú árin. „Fjárfesting í endurnýjanlegum orkugjöfum skapar þrisvar sinnum fleiri störf en fjárfestingar í mengandi jarðefnaeldsneyti. Nú þegar fjöldi manns gæti orðið fátækt að bráð vegna COVID-19 faraldursins, er atvinnusköpun af þessu tagi tækifæri sem ekki má glatast.” Renewable energy needs to grow.Coal use must be phased out.That must be our #ClimateAction story a story of smarter, stronger, cleaner economies for the 21st century, creating more jobs, more justice and more prosperity. https://t.co/Fh6b8AdXyP pic.twitter.com/4arcNq4B4U— António Guterres (@antonioguterres) August 28, 2020 Guterres fagnaði þeirri þróun að auknar fjárfestingar og aðgerðir til að auka eftirspurn í faraldrinum tækju víða mið af því að draga úr kolefnisspori. „En þótt þessi jákvæðu teikn séu mikil hvatning hef ég líka áhyggjur af neikvæðri þróun. Úttekt á endurreisnartillögum innan G20 ríkjahópsins bendir til að tvisvar sinnum meira fé sé varið í jarðefnaeldsneyti en til hreinnar orku,” sagði Guterres. Aðalframkvæmdastjórinn hefur hvatt G20 ríkin til að fjárfesta í hreinni, orku og grænum orkuskiptum í viðleitni til að bregðast við COVID-19. „Þetta felur í sér að bundinn verði endi á niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti og skuldbindingar um enga nýja kolavinnslu eftir 2020.” Hann hvatti ríki heims til sex loftslagsvænna aðgerða til að takast á við faraldurinn. „Fjárfestið í grænum störfum. Ekki bjarga mengandi iðngreinum. Hættið niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Takið loftslagsáhættu með í reikninginn í fjárhagslegum ákvörðunum og stefnumótun. Vinnum saman. Og að sem mikilvægast er: skiljum engan eftir,” sagði Guterres að lokum.
Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Loftslagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira