Baðst afsökunar á ummælum um blóðvökvameðferð Samúel Karl Ólason skrifar 25. ágúst 2020 16:44 Stephen Hahn, yfirmaður Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna, og Donald Trump, forseti. AP/Alex Brandon Stephen Hahn, yfirmaður Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) hefur beðist afsökunar á því að hafa talað of frjálslega um kosti blóðvökva þeirra sem hafa jafnað sig af Covid-19. Læknar höfðu brugðist reiðir við yfirlýsingum Hahn, sem hann varpaði fram í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sakaði „djúpríkið, eða einhverja“ hjá FDA um að standa í vegi fyrir samþykki blóðvökvameðferðar og annarra lyfja gegn Covid-19. Það segir Trump að djúpríkið sé að gera til að koma niður á honum fyrir forsetakosningarnar í nóvember. The deep state, or whoever, over at the FDA is making it very difficult for drug companies to get people in order to test the vaccines and therapeutics. Obviously, they are hoping to delay the answer until after November 3rd. Must focus on speed, and saving lives! @SteveFDA— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 22, 2020 Forsetinn tilkynnti svo í gær að FDA hefði samþykkt meðferðir í neyðaryfirlýsingu. Hann sagði það um sögulegar framfarir væri að ræða. Hahn sagði svo að rúmlega 35 manns af hundrað myndu lifa af ef þau fengu blóðvökvameðferð. Sú yfirlýsing ýkir verulega kosti rannsókna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Vísbendingar eru um að blóðvökvameðferð geti hjálpað þeim sem smitast hafa af Covid-19 en sérfræðingar segja það þó langt frá því að vera fullljóst. Hahn hefur verið gagnrýndur fyrir að láta eftir Trump í pólitískum tilgangi og grafa undan trúverðugleika FDA. Hahn var einnig gagnrýndur fyrir að varpa ummælum sínum um meðferðina fram í aðdraganda landsfundar Repúblikanaflokksins svo yfirlýsingin féll eins og flís við rass í kosningabaráttu Trump. Hann segir ákvörðunina þó hafa verið tekna af sjálfstæðum hætti af vísindamönnum og sérfræðingum Lyfjaeftirlitsins. Hann mótmælti ekki yfirlýsingum Trump um að þróun blóðvökvameðferðar væri söguleg og að starfsmenn FDA væru að vinna gegn forsetanum. Ríkisstjórn Trump hefur lagt mikla áherslu á þróun og vonast Trump-liðar til þess að skjótur árangur gæti nýst honum í baráttunni um endurkjör. Viðmælendur AP segja þó ljóst að ummæli Trump um Lyfjaeftirlitið vinni gegn trúverðugleika stofnunarinnar, þegar þörf sé á því að sem flestir treysti henni. Þegar öruggt bóluefni líti dagsins ljóst þurfi sem flestir að taka það. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Stephen Hahn, yfirmaður Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) hefur beðist afsökunar á því að hafa talað of frjálslega um kosti blóðvökva þeirra sem hafa jafnað sig af Covid-19. Læknar höfðu brugðist reiðir við yfirlýsingum Hahn, sem hann varpaði fram í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sakaði „djúpríkið, eða einhverja“ hjá FDA um að standa í vegi fyrir samþykki blóðvökvameðferðar og annarra lyfja gegn Covid-19. Það segir Trump að djúpríkið sé að gera til að koma niður á honum fyrir forsetakosningarnar í nóvember. The deep state, or whoever, over at the FDA is making it very difficult for drug companies to get people in order to test the vaccines and therapeutics. Obviously, they are hoping to delay the answer until after November 3rd. Must focus on speed, and saving lives! @SteveFDA— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 22, 2020 Forsetinn tilkynnti svo í gær að FDA hefði samþykkt meðferðir í neyðaryfirlýsingu. Hann sagði það um sögulegar framfarir væri að ræða. Hahn sagði svo að rúmlega 35 manns af hundrað myndu lifa af ef þau fengu blóðvökvameðferð. Sú yfirlýsing ýkir verulega kosti rannsókna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Vísbendingar eru um að blóðvökvameðferð geti hjálpað þeim sem smitast hafa af Covid-19 en sérfræðingar segja það þó langt frá því að vera fullljóst. Hahn hefur verið gagnrýndur fyrir að láta eftir Trump í pólitískum tilgangi og grafa undan trúverðugleika FDA. Hahn var einnig gagnrýndur fyrir að varpa ummælum sínum um meðferðina fram í aðdraganda landsfundar Repúblikanaflokksins svo yfirlýsingin féll eins og flís við rass í kosningabaráttu Trump. Hann segir ákvörðunina þó hafa verið tekna af sjálfstæðum hætti af vísindamönnum og sérfræðingum Lyfjaeftirlitsins. Hann mótmælti ekki yfirlýsingum Trump um að þróun blóðvökvameðferðar væri söguleg og að starfsmenn FDA væru að vinna gegn forsetanum. Ríkisstjórn Trump hefur lagt mikla áherslu á þróun og vonast Trump-liðar til þess að skjótur árangur gæti nýst honum í baráttunni um endurkjör. Viðmælendur AP segja þó ljóst að ummæli Trump um Lyfjaeftirlitið vinni gegn trúverðugleika stofnunarinnar, þegar þörf sé á því að sem flestir treysti henni. Þegar öruggt bóluefni líti dagsins ljóst þurfi sem flestir að taka það.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira