ESPN: Man. City að skoða það að kaupa Lionel Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2020 09:00 Lionel Messi var bæði með yfir tuttugu mörk og tuttugu stoðsendingar fyrir Barcelona í spænsku deildinni á síðustu leiktíð. Getty/Rafael Marchante Manchester City er sagt vera að reikna það út hvort félagið eigi möguleika á því að kaupa Lionel Messi án þess að brjóta rekstrarreglur UEFA. Þetta herma heimildir bandaríska íþróttamiðilsins ESPN sem slær þessu upp á heimasíðu sinni. Forráðamenn Manchester City gera sér alveg grein fyrir því að það gæti orðið mjög flókið mál að landa leikmanni eins og sjálfum Lionel Messi. Lykilatriði er að Barcelona sé tilbúið að selja leikmanninn fyrir raunhæfa upphæð. Messi er orðinn 33 ára gamall og hefur spilað allan sinn feril með Barcelona liðinu þar sem hann á flest met félagsins. Manchester City are crunching the numbers to work out if they would be able to sign Lionel Messi if he becomes available, sources have told @moillorens & @RodrigoFaez. https://t.co/W9VSkuVYFp— ESPN FC (@ESPNFC) August 24, 2020 ESPN hafði áður sagt frá því að einhverjir í stjórn Barcelona séu tilbúnir að selja Messi ef argentínski snillingurinn heldur áfram að pressa á það að komast í burtu frá félaginu. Framtíð Barcelona er ekki björt eins og er því liðið hefur verið á hraðri niðurleið undanfarin ár og það lítur út fyrir að Börsungar séu nú á tímamótum. Það er kannski ekki mjög spennandi fyrir leikmann á aldri Messi að taka þátt í enduruppbyggingu á þessum tímapunkti á sínum ferli. Messi er með samning við Barcelona út næsta tímabil og það kostar 700 milljónir evra að kaupa hann út. Það er ekkert félag að fara borga slíka upphæð fyrir hann. Manchester City are reportedly crunching the numbers to see if they could make a bid for Lionel Messi Latest gossip https://t.co/p5AtVZFAGv pic.twitter.com/x6YbasqhLR— BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2020 Ronald Koeman tók við Barcelona liðinu á dögunum og hann hefur fundað með Lionel Messi um framtíðina. Barcelona vann engan titil á síðasta tímabil og endaði það með 8-2 tapi á móti Bayern München í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lið eins og Paris Saint Germain í Frakklandi og Internazionale frá Ítalíu hafa einnig verið nefnd sem hugsanlegur áfangastaður Messi en áfram eru þó mestar líkur á því að hann verði áfram hjá Barcelona. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Sjá meira
Manchester City er sagt vera að reikna það út hvort félagið eigi möguleika á því að kaupa Lionel Messi án þess að brjóta rekstrarreglur UEFA. Þetta herma heimildir bandaríska íþróttamiðilsins ESPN sem slær þessu upp á heimasíðu sinni. Forráðamenn Manchester City gera sér alveg grein fyrir því að það gæti orðið mjög flókið mál að landa leikmanni eins og sjálfum Lionel Messi. Lykilatriði er að Barcelona sé tilbúið að selja leikmanninn fyrir raunhæfa upphæð. Messi er orðinn 33 ára gamall og hefur spilað allan sinn feril með Barcelona liðinu þar sem hann á flest met félagsins. Manchester City are crunching the numbers to work out if they would be able to sign Lionel Messi if he becomes available, sources have told @moillorens & @RodrigoFaez. https://t.co/W9VSkuVYFp— ESPN FC (@ESPNFC) August 24, 2020 ESPN hafði áður sagt frá því að einhverjir í stjórn Barcelona séu tilbúnir að selja Messi ef argentínski snillingurinn heldur áfram að pressa á það að komast í burtu frá félaginu. Framtíð Barcelona er ekki björt eins og er því liðið hefur verið á hraðri niðurleið undanfarin ár og það lítur út fyrir að Börsungar séu nú á tímamótum. Það er kannski ekki mjög spennandi fyrir leikmann á aldri Messi að taka þátt í enduruppbyggingu á þessum tímapunkti á sínum ferli. Messi er með samning við Barcelona út næsta tímabil og það kostar 700 milljónir evra að kaupa hann út. Það er ekkert félag að fara borga slíka upphæð fyrir hann. Manchester City are reportedly crunching the numbers to see if they could make a bid for Lionel Messi Latest gossip https://t.co/p5AtVZFAGv pic.twitter.com/x6YbasqhLR— BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2020 Ronald Koeman tók við Barcelona liðinu á dögunum og hann hefur fundað með Lionel Messi um framtíðina. Barcelona vann engan titil á síðasta tímabil og endaði það með 8-2 tapi á móti Bayern München í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lið eins og Paris Saint Germain í Frakklandi og Internazionale frá Ítalíu hafa einnig verið nefnd sem hugsanlegur áfangastaður Messi en áfram eru þó mestar líkur á því að hann verði áfram hjá Barcelona.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Sjá meira