Knattspyrnukona í sóttkví í fjórða sinn: Passa sig að festast ekki á sófanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 09:30 Ingunn Haraldsdóttir í leik með KR-liðinu. Hún er fyrirliði liðsins. Vísir/Vilhelm Fyrirliði kvennaliðs KR-inga í knattspyrnu er komin í sóttkví í fjórða sinn í ár en ekkert verður að leik Fylkis og KR í kvöld þar sem KR-liðið eru komið í sóttkví í þriðja sinn á tímabilinu. Ingunn Haraldsdóttir, fyrirliði KR, hefur ekki aðeins farið þrisvar sinnum í sóttkví í sumar með félögum sínum í KR-liðinu heldur þurfti hún einnig að fara einu sinni til viðbótar. „Maður veit ekki alveg hvort maður eigi að hlæja eða gráta," sagði Ingunn Haraldsdóttir við Mist Rúnarsdóttur í hlaðvarpsþættinum Heimavellinum. Ingunn er á því að sóttkvíin geti samt þjappað KR-liðinu saman sem lið því þær eru náttúrulega allar að glíma við það saman. Það breytir ekki því að þetta reynir á andlegu hlið liðsins. Ingunn í sóttkví í fjórða sinn: Alveg ótrúleg óheppni https://t.co/E8TgSQZXFD— Fótbolti.net (@Fotboltinet) August 24, 2020 Það hjálpar örugglega ekki heldur til að KR-liðið situr í fallsæti í Pepsi Max deildinni og því vilja KR-konur komast sem fyrst út á völl til að breyta því. KR hefur fengið sjö stig eins og Þróttur en er með lakari markatölu. KR konur losnuðu reyndar úr sóttkví fyrir rúmri viku síðan og þær náðu að spila einn leik gegn Val áður en liðið þurfti að fara aftur í sóttkví. Ingunn segir í viðtalinu að leikmenn KR hafi frétt í gegnum fjölmiðla að liðið væri að fara í sóttkví aftur. Það góða við að er að hafa oft áður í sóttkví er að Ingunn Haraldsdóttir veit nákvæmlega hvað hún er að fara út í. „Það þarf að passa sig að festast ekki á sófanum, það er númer eitt, tvö og þrjú. Maður getur farið í göngutúra og tek alltaf æfingar. Maður verður að halda sér í ágætis rútínu, vera ekki að sofa til hádegis. Ég hef líka núna skólann og það er ágætt," sagði Ingunn Haraldsdóttir við Mist Rúnarsdóttur í hlaðvarpsþættinum Heimavellinum. Pepsi Max-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KR Reykjavík Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Fyrirliði kvennaliðs KR-inga í knattspyrnu er komin í sóttkví í fjórða sinn í ár en ekkert verður að leik Fylkis og KR í kvöld þar sem KR-liðið eru komið í sóttkví í þriðja sinn á tímabilinu. Ingunn Haraldsdóttir, fyrirliði KR, hefur ekki aðeins farið þrisvar sinnum í sóttkví í sumar með félögum sínum í KR-liðinu heldur þurfti hún einnig að fara einu sinni til viðbótar. „Maður veit ekki alveg hvort maður eigi að hlæja eða gráta," sagði Ingunn Haraldsdóttir við Mist Rúnarsdóttur í hlaðvarpsþættinum Heimavellinum. Ingunn er á því að sóttkvíin geti samt þjappað KR-liðinu saman sem lið því þær eru náttúrulega allar að glíma við það saman. Það breytir ekki því að þetta reynir á andlegu hlið liðsins. Ingunn í sóttkví í fjórða sinn: Alveg ótrúleg óheppni https://t.co/E8TgSQZXFD— Fótbolti.net (@Fotboltinet) August 24, 2020 Það hjálpar örugglega ekki heldur til að KR-liðið situr í fallsæti í Pepsi Max deildinni og því vilja KR-konur komast sem fyrst út á völl til að breyta því. KR hefur fengið sjö stig eins og Þróttur en er með lakari markatölu. KR konur losnuðu reyndar úr sóttkví fyrir rúmri viku síðan og þær náðu að spila einn leik gegn Val áður en liðið þurfti að fara aftur í sóttkví. Ingunn segir í viðtalinu að leikmenn KR hafi frétt í gegnum fjölmiðla að liðið væri að fara í sóttkví aftur. Það góða við að er að hafa oft áður í sóttkví er að Ingunn Haraldsdóttir veit nákvæmlega hvað hún er að fara út í. „Það þarf að passa sig að festast ekki á sófanum, það er númer eitt, tvö og þrjú. Maður getur farið í göngutúra og tek alltaf æfingar. Maður verður að halda sér í ágætis rútínu, vera ekki að sofa til hádegis. Ég hef líka núna skólann og það er ágætt," sagði Ingunn Haraldsdóttir við Mist Rúnarsdóttur í hlaðvarpsþættinum Heimavellinum.
Pepsi Max-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KR Reykjavík Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira