Veður

Hæg­viðrið heldur á­fram

Atli Ísleifsson skrifar
Hlýtt og bjart var víða um land um helgina.
Hlýtt og bjart var víða um land um helgina. Vísir/Vilhelm

Hægviðri síðustu daga heldur áfram í dag þar sem búast má við bjartviðri í flestum landshlutum en skýjað með köflum suðaustanlands.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir að þokubakkar séu sums staðar við sjávarsíðuna og verði viðloðandi í dag og nótt. Hiti verði á bilinu 10 til 15 stig, en þó eitthvað svalara í þokuloftinu.

„Vikan lítur svipað út, hægir vindar, bjart með köflum, þurrt að kalla og milt í veðri.“

Spákortið fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Hæg breytileg átt eða hafgola. Skýjað með köflum eða bjartviðri víðast hvar. Stöku síðdegisskúrir inn til landsins og sums staðar þokubakkar við sjávarsíðuna. Hiti 9 til 16 stig að deginum.

Á miðvikudag: Norðvestlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Bjart að mestu sunnanlands, skýjað með köflum í öðrum landshlutum og sums staðar þokuloft, einkum við norður- og vesturströndina. Hiti 11 til 17 stig.

Á fimmtudag: Vestlæg átt 3-8 m/s. Skýjað með köflum og þurrt, en lengst af bjart sunnanlands. Hiti breytist lítið.

Á föstudag og laugardag: Vestan 3-10 m/s. Skýjað að mestu og lítilsháttar væta vestantil, en annars þurrt að kalla. Kólnar lítillega.

Á sunnudag: Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Bjart með köflum, en dálítil úrkoma vestanlands. Hiti 10 til 16 stig.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×